Vikan


Vikan - 02.01.1970, Blaðsíða 39

Vikan - 02.01.1970, Blaðsíða 39
merkingu. Hann beygði sig nið- ur og tók af mér skóna og breiddi síðan ofan á mig. — Taktu þessar töflur og þá er höfuðverkurinn horfinn, þeg- ar þú vaknar aftur. Um stund óttaðist ég, að kjark- ur minn brysti. Mér var skapi næst að gefa mig á vald sjálfs- meðaumkvun og viðkvæmni. Tár komu fram í augu mín, þegar ég tók töflurnar úr hendi hans. En þá kom mér ráð í hug. Ég ætlaði aðeins að látast taka inn töflurn- ar, en ekki gleypa þær. Sam- kvæmt skipun hans varð ég að setja töflurnar langt inn á tung- una. Ég varð að hafa mig alla við til þess að varna þvi, að ég gleypti þær ekki. Ég reyndi að halda þeim milli tannanna og annarrar kinnarinnar, en brátt mundu þær áreiðanlega leysast upp þar. Bara að hann stanzaði nú ekki of lengi! Ef hann aðeins mundi fara, þá gæti ég ef til vill tekið út úr mér töflurnar, áður en þær leystust upp. — Jæja, sagði hann og það var eins og röddin lýsti sigurgleði. — Nú fer þér senn að líða vel. Hann hafði séð, að tár komu fram í augu mín og reyndi að hugga mig og láta vel að mér. — Aumingja Carol! Reyndu nú að sofna. Ég ætla að sitja hjá þér ofurlitla stund. Hann gekk að stólnum við gluggann og settist, en ég lá með augun aftur. Eini vonarneisti minn var nú slokknaður. Eða kannski hafði aldrei verið nein von? Kötturinn Tris hoppaði upp í rúmið og lagðist ofan á sængina mína. Mér fannst allur líkami minn vera þungur sem blý og ég gat ekki með nokkru móti hent reiður á hugsunum mínum. Ég gat ekki varnað því, að töflurn- ar leystust upp í munni mér og ¦ algert vonleysi gagntók mig. Síð- • asta hugsun mín var: — Rees. Hann vill að ég deyi. Skyldi það vera svona að deyja? Nei, ég hafði ekki verið myrt, ekki enn þá. Eg vaknaði einhvern tíma í grárri og miskunnarlausri morgunskímunni. Mér leið illa, en samt fann ég til einhvers kon- ar gleði eða feginleika yfir því að vera þó enn á lífi. Ég fór úr föt- unum og klæddi mig hríðskjálf- andi í náttkjólinn minh. Síðan sofnaði ég strax aftur og svaf og svaf. Þegar ég vaknaði loks aftur var hugsun mín orðin skýr. Ég var úthvíld og sterk. Mér fannst að nú hlyti ég að geta komizt klakklaust frá þessu öllu saman. Ef Rees hafði ætlað sér að ráða mig af dögum, þá hefði hann get- að gert það á meðan ég svaf eða neytt mig til að taka inn fleiri töflur. Hann grunaði bersýnilega ekkert enn. Nú var allt undir mér sjálfri komið. Nú varð ég að reyna að gera mitt bezta, bæði vegna Stephens Faradays og eins vegna sjálfrar mín. Jafnvel þótt Stephen væri þegar látinn, þá skyldi heimurinn að minnsta kosti fá að vita hvernig stóð á dauðdaga han3 og hvað hafði gerzt. Klukkan var ekki nema fimm- tán mínútur gengin í átta. Fyrst Rees grunaði ekkert, hlaut hann að láta mig í friði enn um stund að minnsta kosti. Tris stóð mjálmandi við dyrn- ar. Um leið og ég hugleiddi, hvort ég ætti að nota tækifærið og hlaupa burtu, skynjaði ég, að Rees stóð fyrir aftan mig. — Góðan daginn, sagði hann. — Þú lítur miklu betur út núna. Hann tók mig í fang sér og ég reyndi að leika hlutverk mitt eins vel og ég gat og láta ekki á neinu bera. Ég var innst inni hreykin yfir því, að mér skyldi takast að blekkja hann svona vel. Hann hélt mér lengi í fangi sér og virti Framhald á bls. 35. 1. tw. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.