Vikan


Vikan - 02.01.1970, Blaðsíða 40

Vikan - 02.01.1970, Blaðsíða 40
Á AFMÆLI SONARINS SMÁSAGA EFTIR KNUD RASMUSSEN Gegnum hvít gluggatjöld- in, sem dregin voru fyrir rúmið, streymdi skært ljós frá stóra stofuglugganum. Hún lá í rúminu, var ný- vöknuð og naut sængurhlýj- unnar. Eins og venjulega var hún dálítið hrædd við að lita á úrið. 1 seinni tíð vaknaði hún oft mjög snemma og þá urðu dagarnir langir. Áður en hún lyfti hand- leggnum til þess að færa til hliðar bók, sem huldi úrið, sló kirkjuklukkan sjö. Hún taldi slögin og gladdist yfir þvi að hafa sofið svona lengi. Morgunblaðið var áreiðan- lega komið og lá í forstof- unni, en hún ætlaði að liggja í rúminu eilítið lengur. Blómin í glugganum voru falleg í morgunsólinni. Skyldi hibiscusinn hafa blómgazt í nótt? Hann var að því kom- inn að springa út í gær. Hún sá hann ekki i rúminu. Hann stóð yzt við dyrnar út á sval- irnar. Stofan virtist stór héð- an séð. Hún líktist mynd i timariti um húsgögn og hí- býlaprýði. Fyrstu árin hafði henni leiðzt mjög mikið. Þá voru dagarnir óvinir, sem ollu henni hugarkvölum. Enda þótt hún gerði allt eins hægt og vandlega og hún mögu- lega gat, þá var samt heil eilifð frá morgni til kvölds. Hún hafði lesið öll blöðin spjaldanna á milli, morgun- blöðin, miðdagsblöðin, kvö'ld- blöðin, — þar til hún þoldi ekki lengur lyktina af prent- svertunni. Þá hóf hún göngu- ferðir sínar. Hún gekk lang- ar leiðir, klukkutima eftir klukkutíma. Dag nokkurn stóð hún fyrir framan búðar- glugga, dauðþreytt. Hún vissi ekki hvers vegna hún stóð þarna og hún vissi ekki held- ur hvers vegna hún var að ganga þessar löngu vega- lengdir. Þegar hún hafði setið og vatnað músum þetta kvöld, sofnaði hún loks í stólnum og vaknaði ekki aftur fyrr en

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.