Vikan


Vikan - 08.01.1970, Blaðsíða 4

Vikan - 08.01.1970, Blaðsíða 4
Gott er aö hafa tvo hvoftana og flytfa sitt með hvorum. íslenzkur málsháttur. SIÐAN SÍÐAST fólk í fréttunum Það er kunnara en írá þurfi að segja, að Bandaríkjamenn hafa margir hverjir misst trúna á Edward M. Kennedy. En samt eru Repúblikanar í heimaríki hans, Massachusetts, vantrúaðir á að þeim tak- ist að varna því að hann verði kjörinn aftur til öldungadeildarinnar á næsta ári. Teddy laetur engan bilbug á sér finna, og nú vinnur starfsfólk hans ötul- lega að því að safna heimildum, félags- legum, stjórnmálalegum og efnahagsleg- um, um hvert einasta þorp og borg í Massachusetts, svo að Kennedy hafi svör á reiðum höndum við hverri þeirri spurningu, sem fyrir hann kann að vera lögð er hann stígur í púltið í einhverju þeirra þúsunda samfélaga er menn byggja í sambandsríkinu Massachusetts. Ernest Medina, höfuðsmaður í bandaríska hernum hefur verið ákærður fyrir að eiga einhvern þátt í fjöldamorðunum í My Lai, en hann hefur hingað til ekki viljað segja neitt um málið frá eigin brjósti, og það sama má segja um lögfræðing hans, hinn fræga F. Lee Bailey. Medina þótti alltaf fyrirtaks herforingi, og herfylki hans, sem gekk undir nafninu C-company, var álitið eitt það bezta í bandaríska hernum. En samt hegðuðu þeir sér eins og allir vita. Og nú spyrja menn: Hvernig leið Medina höfuðsmanni þegar Song My- fréttin komst á forsíður blaða: ,,Ég var sleginn,“ sagði hann. „Fólk sem les þessar sögur ímynd- ar sér nú að hver einasti maður sem eitthvað kemur nálægt hernum og hver einasti hermaður í Viet Nam sé morðingi. Þetta var byrjun á martröð, sem enn varir.“ Ein skærasta stjarnan í Hollywood þessa dagana er án efa Dustin Hoffman. Hann lék í sinni fyrstu mynd, „The Graduate“, árið 1967, og síðan hefur frægðarsól hans risið jafnt og þétt. Hann hefur þá og leikið í tveimur öðrum myndum sem hafa hlotið mikið lof og slegið öll met hvað aðsókn snertir, Midnight Cowboy og John and Mary, þar sem hann leikur á móti Miu Farrow. Nú eigum við íslendingar þess kost, snemma á árinu 1970, að sjá myndina The Greduate og um leið birt- um við söguna hér í blaðinu. Það er að segja, fyrst birtum við söguna og siðan kemur myndin í Tónabíó. 4 VIKAN 2 tbl- Old Cotton Place: Þegar forsetinn kom var friðurinn úti. FRÁ SJÓNARHÚLI ENGINN FRIÐUR í SÁMS FRÆNDA NÁBÝLI VIÐ NIXON Menn um allan heim skamm- ast nú og hneykslast á Banda- ríkjamönnum fyrir morðin í Song My. Það sem hér fer á eftir er tekið upp úr bandaríska tímaritinu TIME, og gefur ef til - vill örlitla hugmynd um sjónar- mið Bandaríkjamanna: — My Lai málið er hræðilegt og hefur valdið mörgum borg- ara þessa lands andvökum. En fyrir kommúnista í Viet Nam eru fjöldamorð á óbreyttum borgur- um aðeins ein aðferðin enn; rétt stefna sem skæruliðar taka þeg- ar ekki eru aðrar leiðir til þess að fá fólk til að ganga í lið með Viet Cong og hylla fána þeirra. í löngu stríði er aldrei hægt að segja með vissu um hvað margir óbreyttir borgarar týna lífi fyr- ir hendi kommúnistanna. Banda- ríkin hafa staðfestar heimildir fyrir því að síðan árið 1958 hafi átt sér stað 100.000 hryðjuverk af ýmsu tagi, og Suður- og Norð- urvietnamskir kommúnistar hafa myrt meira en 28.000 óbreytta borgara á sama tíma, sært hundruð þúsunda og rænt meira en 60.000. Svo mörg voru þau orð. STUTT OG LAG- GOTT Þegar heimspekingurinn Sókrates var að því spurð- ur, hvort betra vœri að giftast eða ekki, svaraði hann: „Gerið hvort sem þið viljið og ykkur mun samt iðra þess “ Smáborgin San Clemente í Kaliforníu, íbúar seytján þúsund, bjuggu til skamms tíma við óvenjumikla friðsæld eftir því sem gerist í því landi. Fólkið þarna er flest aldrað og á eftir- launum og vill umfram allt njóta kyrrðar og rólegheita eftir eril- sama ævi. En nú er friðurinn úti. Sú breyting gekk í garð þegar fjöl- skylda að nafni Nixon keypti gömlu villuna Old Cotton Place og dvelur þar síðan mörgum stundum. Þessi fjölskylda kann flestum öðrum betur að meta friðsæld, en því miður er því þannig varið um hana umfram flestar fjölskyldur aðrar, að frið- urinn er úti hvar sem hún sýnir sig. Hér er ekki endilega átt við þess konar ófrið er fylgir bein- um stríðsrekstri, heldur þann styr er verður á stöðum þar sem forvitnir túristar. ágengir minja- gripasafnarar og frekir lóða- spekúlantar safnast saman. Og auðvitað verður að gæta forset- ans hér eins og annars staðar; hann fer aldrei fet án þess að nokkrir öryggislögreglumenn fylgi honum að viðbættum tals- verðum skara annarra þjóna og aðstoðarmanna. Til dæmis um ósköpin í San Clemente má nefna að lóðaverð hefur tólffaldazt þar síðan for setinn gerði Old Cotton Place að hvíldarstað sínum. Þetta er ósköp dapurlegt allt saman: auð- vitað þarf hann sína hvíld ekki síður en aðrir en í námunda við mann í þeirri stöðu er því miður útilokað að njóta nokkurs næðis. ★

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.