Vikan


Vikan - 08.01.1970, Blaðsíða 5

Vikan - 08.01.1970, Blaðsíða 5
#£<*¦ ¦t W "'i LEE f MINI-MINI Kunningjum hennar fannst myndin stórkostleg, en Lee Radziwill hryllti við henni. — „Þegar maður er komin á viss- an aldur," sagði hún, sem er 36 ára, „þá ætti maður að vera virðulegri." Myndin, sem hér fylgir, var tekin í hanastélsboði sem haldið var til heiðurs banda- ríska rithöfundinum Truman Ca- pote (Með köldu blóði), og hann rabbaði við blaðamann um þær systur Lee og Jackie Kennedy- Onassis: „Lee minnir mig alltaf á unga ljónaynju, sem leikur sér í skóg- arjaðrinum. Það er eitthvað eggjandi og kvenlegt við hana, en það er því miður nokkuð óal- gengt meðal kvenna. Jackie er allt öðruvísi, hún er stórgerðari og hrjúfari. Þær eru eins og postulín og keramik — Lee er postulínið. Þær eru báðar mjög fallegar en mér finnst Lee fal- legri og svo finnst Jackie líka. Hún kallar Lee alltaf „þá fal- legu"." LSD-LISTAVERK Sífellt er talað um fíknilyf hér á landi en lítið vita menn um staðreyndir í málinu. í Vínar- borg var nýlega gerð athugun á 34 listamönnum, sem unnu und- ir áhrifum LSD, og hér sjást nokkrar útkomur. Sami málar- inn, Bernhard Jager, málaði all- ar þrjár myndirnar og eru þær allar af sama svíninu! Geri aðr- ir betur. vísur vikunnar Válegt er hélað. hjarnið hulið klaka og mjöll og vetrarins hvítu voðum vafin hin öldnu fjöll. Hafís að landi lónar á liðsinni er mörgum þörf og hallærisnefndin hefur hafið sín líknarstörf. En sólin í heiði hækkar og heitir oss raunabót og heylausir bændur hefjast handa um Þorrablót. F. LEE BAILEY ENN Á FERÐ Og enn skeður nýtt í „Song My-málinu" fræga. Nú er það hinn kunni lögfræðingur F. Lee Bailey, sem hefur blandað sér í málið, en hann varði m. a. einn mannanna úr „Grænu alpahúf- unum" — sem er annað hneyksli er Bandaríkjamenn urðu fyrir nýlega og var látið niður falla eins og alræmt er. Bailey hefur tekið að sér að verja Medina höfuðsmann, en hann er álitinn hafa gefið út skipanir um að myrða nokkur hundruð óbreyttra borgara í S-Viet Nam. Bailey tel- ur að blöð og fréttastofnanir í USA hafi ekki skýrt frá „hinni hlið málsins", eins og hann orð- ar það, og hefur sent Nixon sím- skeyti þar sem hann heimtar taf- arlausa ráðstefnu við forsetann í Hvíta húsinu, áður en með- höndlun stjórnarinnar á málinu „veldur einhverjum vandræð- um". — Og sennilega er komið upp nýtt hneyksli í sambandi við Grænu alpahúfurnar. Já, það má segja að þeir eru iðnir. . . . PÖDDUSTRÍÐ BANNAÐ Eins og kunnugt er lofaði Nixon því nýlega að Bandarík- in myndu aldrei meir nota sýkla- vopn í hernaði, undir neinum kringumstæðum Nokkrir „Hauk- anna" í hermálaráðuneytinu voru ekkert sérstaklega hrifnir af þessu, og í því tilefni birtum við þessa mynd, sem sýnir banda- rískan herforingja skjóta bezta vin sinn — með tárin í augun- um. Á glasið er letrað: Sýkla- hernaður. KÆRI JÓN Bréfið hefði alveg eins getað byrjað þannig, en í staðinn byrj- aði það „Elsku vinur minn!" Það var til fyrrverandi forseta Indónesíu og frá fyrrverandi konu hans, hinni japönsku Ratna Sari Lewi. Og hún hélt áfram: „Mundu að ég elska þig enn og mun alltaf gera það ......" —- Ástæðan fyrir bréfinu er sú, að hún ætlar nú að fara að skrifa bók þar sem hún hefur hugsað sér að ráðast harkalega á fanga- vörð Sukarnos, Suharto, en hann var leiðtogi þeirra sem steyptu Sukarno af stóli árið 1967. Og hún fór fram á skilnað við eiginmann sinn og fyrrver- andi uppáhald — svo honum yrði ekki misþjTmt í stað konu sinn- ar. Hún var spurð að því hvað hún myndi gera ef hún fengi ekki svar, og svarið kom um hæl: „Þá skil ég bara sjálf við hann." Myndin sýnir Sukarno og Ratna meðan allt lék í lyndi. 2. tbi. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.