Vikan


Vikan - 08.01.1970, Blaðsíða 6

Vikan - 08.01.1970, Blaðsíða 6
Rowente, STRAUJÁRN GUFUJÁRN DjúpsuSupottur HEIMSÞEKKT VÖRUMERKI. FÆST í NÆSTU RAFTÆKJA- VERZLUN labor (pA^pv> & Co. Snorrabraut Slml 16242 Gagnfræðaskólaást Kæri Póstur! Mig langar til að skrifa þér nokkrar línur og biðja þig að hjálpa mér, því þú hefur hjálp- að svo mörgum öðrum í vand- ræðum þeirra. É'g er 15 ára, í 3. bekk í Gaggó og er alveg ólýs- anlega hrifin af strák sem er í mínum bekk. Ég get alls ekki hætt að hugsa um hann, og roðna alltaf þegar hann talar við mig eða brosir til mín (en það hefur hann stundum gert). Þegar ég svo ætla að fara að lesa fyrir próf (ég er í miðsvetrarprófum núna) verður bara ekki neitt úr neinum lestri því ég er alltaf að hugsa um hann og það getur ver- ið dálítið óþægilegt, þegar ég á að svara spurningum í prófi dag- inn eftir. Ég kvíði alveg óskap- lega fyrir prófunum, en þegar ég kem upp í skóla og sé hann, þá hverfur allt svoleiðis, og við liggur að mér sé alveg sama um prófið. Ég er ósköp venjuleg stelpa en frekar feimin við að segja öðrum að ég sé hrifin af strák. Heldur þú að honum lík- aði betur að cg reykti (ég er nýhætt)? Hann reykir sjálfur. — Elsku Póstur, reyndu nú aS hjálpa mér og án nokkurra út- úrsnúninga. Þakka þér svo fyr- ir allt gamalt og gott með von um að þú finnir eitthvað annað pláss handa mér en ruslakörf- una. Vertu svo blessaður og sæll. Skólastelpa. Þannig er víst ástin. En nú ættir þú að vera búin í prófum svo ekki er þvi vandamálinu fyrir að fara í bili. Við svona Iögruðu er eiginlega ekkert hægt að gera, og án þess að við ætlum nokkuð að fara að lítilsvirða þinn heitt- elskaða, þá er það nú oft þann- ig, að við náin kynni hverfur mesti glansinn. Og við erum 100 r/i vissir um að honum þykir það kostur, að þú skulir ekki reykja. Fáðu hann til að hætta að reykja og hver veit hvað skeður þá? Sjónvarpstíðindi Kæri Póstur! Öðru hvoru . setur fólk niður penna og kvartar yfir sjónvarp- inu. Þær kvartanir eru að mínu viti óréttmætar margar hverjar, því að í heild finnst mér dag- skrá sjónvarpsins mjög góð. Að vísu eru einstaka atriði leiðin- leg og virkilega andstyggileg (Fýkur yfir hæðir og Nordvision- þættirnir) en ég efa ekki að til er stór hópur af fólki sem finnst það efni bráðskemmtilegt — og svo aftur leiðinlegt það sem mér finnst gott. En ég vildi koma þökkum mínum á framfæri við forráðamenn sjónvarpsins og óska þeim allra heilla á nýja ár- inu. En ekki var þetta nú tilgang- urinn með þessu bréfi, heldur sá, að koma á framfæri með þinni hjálp, Póstur góður, þeirri hug- mynd að sjónvarpið og útvarpið þá væntanlega líka, gefi út sjón- varpstíðindi, — ekki sams kon- ar og gefin voru út hér fyrir nokkrum árum, heldur frétta- blað sjónvarps og útvarps. Þar má kynna efni, hafa viðtöl við þá sem fram koma í sjónvarpi og útvarpi og þar fram eftir göt- unum. Og sennilega væri nauð- synlegasti dálkurinn í slíku blaði bréfadálkur, þar sem „neytend- ur" skrifa og láta í ljós álit sitt á efni þessara tveggja stofnana. Þar með losnaðir þú við að taka á móti svona bréfum. Hvað finnst þér um þetta, Póstur sæll? Ágúst Sigurðsson, Reykjavík. Hugmyndin er bráðsnjöU, mætti að vísu vera örlítið greinilegri, en samt ættu allir að skilja við hvað er átt, og komum við hug- myndinni hér með á framfæri við rétta aðila. Okkur hafa borizt ógrynni af bréfum þar sem spurt er um Björgvin Halldórsson. Við telj- um enga ástæðu til að birta þau, þar sem hann er „allur" í 47. tbl. 169, og þar er að finna allt sem máli skiptir í samhandi við ..Nýja guðinn". O Raff Minichiello Þú gamli Póstur! Eg var að enda við að lesa 52. tbl. 1969, og ég er virkilega hneykslaður. Þar stóS stórum stöfum á 9. síðu: „Raff er ekki glæpamaður heldur lítill, hrædd- ur drengur". ' Hvernig í ósköpunum dettur ykkur í hug að láta annað eins birtast í VIKUNNI? Hvað er þessi brjálaði ítali annað en ótýndur glæpamaður? Mér þætti gaman að vita hvort þið ætlið að halda áfram að mæla svona stórglæpum bót? Ef það verður þá. . . . Heiðarlegur borgari.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.