Vikan


Vikan - 08.01.1970, Page 7

Vikan - 08.01.1970, Page 7
Já, svona getur það verið. Ástæð- an fyrir því að þessi fyrirsögn var sett á greinina er sú, að okkur hefur fundizt á öllu sem fram hefur lcomið í sambandi við þennan óvenjulega atburð, að Raffaele Minichiello sé ekki glæpamaður í eðli sínu, heldur hafi hann orðið til þessa voða- verks eftir að hann gekk í her- inn — og við teljum heri glæp, ekki vesalingana sem verða að þjóna þeim Brjóstalítil og kyndauf Elsku Póstur! :Ég verS að biðja þig um gott ráð þó efnið sé ómerkilegt. Ég er 17 ára (18 eftir 2 mánuði) og ég er svo ofboðslega brjóstalít- ilM Ég veit að þú ert alveg hund- leiður á „þeim brjóstalausu“, en ég er að sálast úr minnimáttar- kennd. Er ekkert ráð til? Mér er hálf illa við að þurfa að leita til læknis; má ég til? Elsku Póstur gefðu mér ráð! Frk. Flöt. P.S. Hvaða ráð er til við kyn- deyfð? Taktu tillit til hess að þú ert að- eins 17 ára, og eftir nokkur ár verður allt í lagi með þig. I’á er alls ekkert bundið við að hafa stór brjóst. Olckur finnst að minnsta kosti ekkert eftirsóknar- vert að kvenfólk sé brjóstamik- ið. Og þetta með kyndeyfðina er líka þroskaleysi og æska, en ákaflega algengt vandamál hjá stúlkum á þínum aldri. Vertu róleg, og áður en þú veizt af verður þú mun fjörugri. Til „einnrar áhyggjufullrar“ Því miður höfum við ekki ná- kvæmt heimilisfang George Chapmans, en samkvæmt heim- ildum okkar á hann heima í Aylesbury, en sú borg er í Buck- inghamshire í Englandi, eitthvað tæpra fjörutíu mílna veg norð- vcstur af Lundúnum. íbúar í Aylesbury munu vera um þrjá- tíu þúsund, og ef Cliapman er orðinn jafnfrægur og af er látið, ættu bréf að rata til hans, þótt götunafn og húsnúmer vanti á þau. Líka væri reynandi fyrir þig að skrifa íslenzka sendiráð- inu í Lundúnum; það ætti að geta útvcgað þér fullt heimilis- fang andalæknisins. Svar til „Fávísrar konu“ Það hendir líklega hvern ein- asta mann einhvern tíma á lífs- leiðinni að örvænta og finnast, sem allt sé hrunið í rúst og engu verði bjargað. Nær allir lifa slíkt skeið af, en eru vel að merkja ekki samir menn á eftir. Maður, sem hefur örvænt lengi og liðið þær sálarkvalir og hugarangist sem slíku fylgir, er talsvert breyttur, þegar hann hefur jafn- að sig og lífið tekur aftur að líða áfram með sínum venjubundna og hversdagslega gangi. Þegar atvik gerast eins og það, sem þú nefnir í bréfi þínu, þá er ósköp eðlilegt, að þeir sem fyrir slíku verða láti hugfallast. f svip verð- ur ekki annað séð, en öll sund séu lokuð og ekkert sé framund- an nema endalaust myrkur og vonleysi. En tíminn læknar sár- in, þótt þú efist um það. Ekkert getur reyndar orðið eins og það var eftir það, sem nú hefur gerzt í lífi þínu. Tilfinningar þínar, lífsviðhorf, skoðanir — allt hlýt- ur að breytast. Þú verður aldrei hamingjusöm á sama hátt og þú varst áður. En þú getur samt orðið hamingjusöm — aðeins á annan hátt. Við ráðleggjum þér cindregið að grípa ekki til neinna róttækra aðgerða, að minnsta kosti ekki eins og nú standa sak- ir. Ástandið er vissulega slæmt, en það getur orðið miklu verra, ef til aðskilnaðar kemur. Og það er nokkuð gott ráð að reyna að liugsa ekki of mikið um sjálfan sig, þegar þannig er í pottinn bú- ið. Þú skalt leiða hugann að því, að hér er ekki um neitt einsdæmi að ræða. Þú ert ekki fyrsta kon- an í heiminum, sem verður fyrir slíku áfalli. Og það eru ótal kon- ur, sem örvænta alveg á sama hátt og þú — ekki kannski alveg vegna hins sama og þú heldur einhvers sem er svipaðs eðlis eða jafnvel enn verra. Þú skalt var- ast að útiloka ógæfuna úr huga þér. Þú skalt ekki einsetja þér að gleyma þessari staðreynd og lifa eins og ekkert hafi gerzt. Þú skalt lifa með þesasri staðreynd — og láta þér hana lynda, að svo miklu levti sem slíkt er hægt — og virðing hans fyrir þér vex að sama skani. Þótt hann láti í veðri vaka sem honum sé sama um það sem gerzt liefur. þá er bað áreið- anlega aðeins yfirskin. Hann hef- ur vafalaust leeið andvaka marga nótt og övvænt vegna þess, sem honum hefur orðið á. envu síðnr en þú. Vertu sterk og haltu áfram að lifa lífinu. Hamingian er ekki úr sögunni, enda þótt svona illa hafi til tekizt. Þú get- ur höndlað hana aftur, þótt hún verði kannski ekki sama eðlis og hér í eina tíð. Strákurinn, sem ég er með, gaf mér minnsta kveikjara sem ég hef séS — svo lítinn aS ég fae varla nógu litla steina i hann. Annar strákur gaf mér kveikjara, sem hann keypti í siglingu — honum er fleygt þegar hann er tómur. Ekki man ég, hvorn ég lét róa fyrr, kveikjarann eSa strákinn. Ég er alltaf aS kaupa eldspýtur, en þær misfarast meS ýmsum hætti. En eld þarf ég aS hafa. Hver vill gefa mér RONSON? TILVALINN TIL TÆKIFÆRISGJAFAR Mig langar svo í cinhvern al' þessum Milady gas kveikjari Adonis gas kveikjari Comet gas kveikjari Empress gas kveikjari Til gefenda RONSON kveikjara: Áfyllingin tekur 5 sekúndur, og endist svo mánuðum skiptir. Og kveikjarinn — hann getur enzt að eilífu. RONSON Einkaumboð: I. Guðmundsson 8 Co. hf. 2. tbi. VIKAN 7

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.