Vikan


Vikan - 08.01.1970, Blaðsíða 8

Vikan - 08.01.1970, Blaðsíða 8
BÚSÁHÖLD LAUGAVECI 59 SfMI 23349 Trúlofun Kæri Draumráðandi! Mér fannst ég ásamt unnusta mínum, sem við getum kallað A, vera stödd fyrir utan hús vinar okkar, þegar A segir allt í einu: „Eigum við ekki að trúlofa okk- ur?“ Ég svara játandi og veit ekk- ert fyrr en hann er kominn með hringana. Einhvern veginn fannst okkur minn hringur vera of stór, þó án þess ég mátaði hann. A tekur upp stein og ætlar að reyna að minnka hringinn með því að brjóta hann. Ég horfi lengi á hann, og sé að hvernig sem hann lemur á hringinn tekst ekki að brjóta hann; aðeins að setja í hann smáskarð. Þá segi ég: „Eigum við ekki heldur að fara til gullsmiðs?" — Og þannig endaði draumurinn, að við vorum á leið þangað. Ein berdreymin. Jú, þið eigið eftir að trúlofast opinberlega, en þið ættuð að hafa gát á þessum vini ykkar, hvers hús þið voruð stödd fyrir utan. Hans vegna munuð þið eiga í einhverjum byrjunarörðugleik- um, en þó án þess að hann Ieggi þar beint stein í götu. En þið eig- ið eftir að brcgðast rétt við vandamálinu — á síðustu stundu og þá fer auðvitað allt vel. Stenlöse, Sjálandi, 10. des. ‘69. Kæri Draumráðandi! Mig dreymdi draum sem mig langar til að fá ráðningu á. Við erum hér tvær íslenzkar stelpur sem vinnum á hæli fyrir gamalt fólk. Við buðum inn í borðstofuna 6—8 krökkum sem við þekkjum, og þau byrjuðu. strax að henda stólum og borðum í gólfið með miklum hávaða, en þegar við ætluðum að fá þau til að fara út úr borðstofunni, vildu þau ekki fara. f því kom forstöðukonan inn og gengur beint að vinkonu minni, og segir henni að hún þurfi ekki að koma í vinnu hér aftur. Hún lítur ekki einu sinni á mig. Þá geng ég til þeirra og segi að verði vinkona mín rekin, þá vilji ég fara með henni. For- stöðukonan horfir bara á okkur en segir ekki neitt. Vinkona mín var mjög áhyggjufull yfir því að nú fengjum við hvergi vinnu, en ég var hin ánægðasta og hélt nú að við gætum fengið næga vinnu. Á eftir okkur kom einn strák- urinn sem við höfðum boðið inn í borðstofuna og sér hann reið- stígvél sem ég átti nýlega að hafa fengið mér. Þau voru svört og glansandi, og ég segi við hann að hann megi eiga þau ef hann kom- ist í þau, sem hann gerði svo ekki. En vinkona mín var með stóran spegil sem af var brotið hornið, og fékk strákurinn speg- ilinn. Lengri varð draumurinn ekki. Með þökk fyrir birtinguna. Óla og Halla. Þetta er nokkuff undarlegur draumur, og boffar ýmislegt sem ekki getur talizt til jólaglaðn- ings. Sennilega lendiff þiff vin- konurnar í einhverjum vand- ræffum, þó ekki svo alvarlegum aff þiff verffiff látnar fara úr vinnu, og ætti Óla sérstaklega aff hafa gát á vinkonu sinni. Reyniff aff efla kunningsskap- inn viff þennan dreng sem mest þiff megiff, því hann mun reynast ykkur vel. — Svo biffjum viff að heilsa kónginum! Kross Kæri draumráðandi! Mér fannst maður standa við rúmið mitt, en samt sá ég hann ekki. Hann spurði mig, hvort ég tryði á krossinn. Þá kom hik á mig, en svo sagði ég að ég vissi það ekki. (Þá fannst mér við vera komnir fram í eldhús). Tók þó á mig rögg og sagði að ég hefði kross hangandi á þili beint á móti rúminu mínu. Þá vildi maðurinn fá að sjá kross- inn, svo að ég fór með hann inn í herbergi, en þegar við komum þangað, var búið að breiða druslu yfir krossinn, og er ég tók drusluna af, vantaði á hann báða armana. Er ég tók það sem eftir var, brotnaði hann í sund- ur og hélt ég á efri hlutanum. Óska eftir ráðningu. Virðingarfyllst, G. S. Kross er ávallt fyrir striffi og erfiðleikum, og svo er einnig í þetta sinn, og áffur en þig varir. En brotni krossinn bendir þaff hins vegar til þess aff rætast muni úr öllum erfiffleikum þín- um áffur en þú hefur gert þér grein fyrir þeim af nokkru raun- sæi. — Er reikningurinn svona hár, elskan?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.