Vikan


Vikan - 08.01.1970, Blaðsíða 10

Vikan - 08.01.1970, Blaðsíða 10
í fyrri grein sagði siainn frá uppvexti sínum í liðsforingja- fjölskyldu og valdatöku f'óður- ins. Krónprinsinn ungi var send- ur á alþjóðlegan skóla í Sviss, þar sem hann kynntist í fyrsta sinn vestrœnni menningu. Þegar hann kom aftur heim til írans, sá hann að þar áttu sér stað miklar breytingar undir stjórn nýja keisarans, f'öður hans. En þótt gamli Resa sja ryddi Evrópumenningunni braut í landínu, þá ríkú hann áfram yf- ir fjölskyldu sinni að landssið. Hann og hann einn valdi börn- um sínum maka. Einn daginn sýndi hann syni sínum myndir af Fosíu, systur Farúks konungs í Egyptalandi. — Þetta er tilvonandi eigin- kona þin, sagði keisarinn. Og heldur svo fram frásögn sjasins: Tveim vikum eftir þetta samtal fór ég til Kaíró að kynn- ast festarmey minni. Já, hún var mjög falleg, satt var það, augun mjög stór og blá, húðin Ijós og hárið svart. Þið vitið kannski að þótt bæði franir og Egyptar séu Múham- eðstrúarmenn, þá tilheyra þeir ólikum greinum innan trú- arbragðanna. í samanburði við Egyptana erum við einskon- ar mótmælendur. Af þeim ástæðum var ákveðið að hafa brúðkaupin tvö, annað í Kaíró en hitt í Teheran nokkrum vik- um síðar. Fyrir fáeinum mán- minn, faðmaði hann konu mína og sagði: „Velkomin, dóttir mín. Nú ertu heima hjá þér." Hann var ákaflega glaður, því að hann þráði sonarson, er tryggt gæti framhald ættarinnar. Eftir síðara brúðkaupið í Te- heran hófst hjónalíf okkar, en son eignuðumst við ekki. Tveim dögum eftir að ég varð tuttugu og eins árs fæddi kona mín dóttur, sem við skýrðum Sjanas og nú er tuttugu og níu ára. Fyrir föður minn voru þetta mikil vonbrigði. Hann hafði fastlega vonað að barn Fosíu yrði hinn þráði sonarsonur. Þeg- ar honum hafði verið sagt að dóttir væri fædd, varð honum að orði: „Tja, þá vitið þið hvað þið hafið að gera." Því miður varð okkur Fosíu ekki sonar auðið, svo að faðir minn lifði ekki að sjá heitustu ósk sína uppfyllta. LÉK Á STÓRVELDIN — VARÐ KEISARI í Evrópu braust út heims- styrjöld. Faðir minn hafði aldr- ei farið dult með elsku sína á Þjóðverjum. f hans augum var Þýzkaland heimkynni reglu, aga og velmegunar. Um tólf ára skeið höfðu þýzkir verkfræðingar, tæknifræðingar og kaupsýslu- menn sezt að hjá okkur í hundr- aðatali og hjálpað okkur til að efla í landinu verzlun, leggja járnbrautir, byggja hafnir og flugvelli. Og Þýzkaland hafði ^ð því er séð varð svo sem engan Hin fagra Fawzia drottning með Ashraf mágkonu sinni. uðum hafði mér ekki dottið hjónaband í hug, hvað þá meira, en nú átti ég allt í einu að kvænast tvisvar í röð. Brúðkaupið í Kaíró var stór- kostlegt, og fagnandi múgur fyllti göturnar þegar við brúð- hjónin sýndum okkur á ver- öndinni ásamt mági mínum kon- unginum. Ég var um kyrrt í Kairó í nokkrar vikur til að kynnast tengdafjölskyldunni, og svo fórum við heim til frans. Þegar við gengum fyrir föður hug á því að leggja undir sig land okkar eða auðævi þess. En þegar þýzkir herir réðust inn í Sovétríkin, fóru bæði Rúss- ar og Englendingar að hafa áhyggjur af okkur. Þeir reyndu að þvinga föður minn til að slíta öll tengsl við öxulríkin og segja ítalíu og Þýzkalandi stríð á hendur. Faðir minn neitaði. Hann hafði engar sakir á hendur þessum tveim ríkjum, nema síður væri. Þá gerðist það sem við var að búast; rússneskar og enskar hersveitir réðust inn í land okk- ar í annað sinn á aldarfjórðungi. Faðir minn neitaði að gefast upp. En ráðgjafar hans yfirgáfu hann og hann neyddist til að segja af sér fimmtánda september 1941. En faðir minn vildi ekki stíga úr hásætinu nema ósigraður. Hvorki Rússar eða Englendingar kærðu sig um að ég tæki við af honum. Þeir munu að vísu ekki hafa haft neinar ákveðnar áætl- anir um að losna við mig, en sennilega talið það létt verk, þegar faðir minn væri farinn frá. Lausnarbeiðni föður míns var lesin upp í þinginu. f Moskvu og Lundúnum höfðu menn þegar verið upplýstir um hana. Hitt var ekki vitað þar að þegar eft- ir lestur afsagnarinnar var ég leiddur fyrir þingið og sór tryggð þjóðinni og lögunum. Þannig tók ég þegar við af föður mínum, og hann gat ró- legur farið í útlegðina. Ég þarf varla að lýsa því uppnámi, sem fréttin af þessu bragði okkar vakti erlendis! DÝRKEYPTUR FRIÐUR Þegar ég kom heim úr þing- inu, beið faðir minn með alla fjölskylduna kringum sig. Hann vildi faðma okkur og tala við okkur í síðasta sinn. Þetta var í fyrsta sinn að ég sá föður minn svo hrærðan að hann var með tárin í augunum. . Áður en við kvöddumst, rædd- um við framtíð írans lengi í ein- rúmi. Ég átti aldrei að fá að sjá hann aftur. Hann dó árið 1944, sumir segja úr einhverjum sjúkdómi, aðrir úr sorg. Brottför hans fyllti mig ólýsanlegum tóm- leika. Ég þarfnaðist hans við hlið mér. Ég var ekki ennþá orðinn tuttugu og tveggja ára og þó sja af fran. Það var að þakka slæmu sam- komulagi Englands, Rússlands og Bandaríkjanna að land okkar var ekki bútað sundur, heldur varð frjálst. Tveimur árum eft- 10 VIKAN 2-tbI-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.