Vikan


Vikan - 08.01.1970, Side 11

Vikan - 08.01.1970, Side 11
4 Brúðkaup í Kairo. Sjainn og Fawzia með Faruk kon- ungi og Faridu drottningu. Til hægri er Nazli ekkju- drottning. Brúðhjónin þekktu tæpast hvort annað. „Faðir minn hafði valið mér fyrir konu Fosíu prinsessu af Egyptalandi. Við vorum gift í tíu ár, en síðustu fimm árin gerðum við lítið annað en rífast.“ Aldrei hefur konungborin persóna skýrt jafn opinskátt frá einkalífi sínu og íranssja í þessum greinaflokki! D EFTIR MUHAMED RESA PAHLAVI IRANSKEISARA - 2. HLUTI ir lok síðari heimsstyrjaldar yf- irgáfu síðustu erlendu hermenn- irnir landið. íran var frjálst — hvað hafði það kostað? Faðir minn var landflótta og látinn. Menn höfðu verið drepn- ir í þúsundatali fyrir að neita að vinna með sigurvegurunum. Efnahagur okkar, allt sem við höfðum byggt upp — allt var þetta í rústum. Ennþá einu sinni í sinni löngu sögu varð þióð okk- ar að hefja erfitt endurreisnar- starf. SKILNAÐUR Ég hafði verið kvæntur Fosíu í niu ár vorið 1948, þegar land okkar hafði að lokum aftur kom- ist í jafnvægi eftir stríðið, Við höfðum ekki eignast fleiri börn en Sianas. Það olli mér nokkr- um áhyggium. Annað vandamál var líka fyrir hendi — við Fosía vorum ekki hamingiusöm sam- an. og henni kom heldur ekki vel ásamt við aðra í fjölskyld- unni. Fosia hafði alist upp í Egypta- landi fyrirstríðsáranna. Þá var Egyptaland ríkt, þar voru stór fyrirtæki, stórar hallir og yfir- stéttin lifði við gífurlegan mun- að. Fosía leit á slíkan munað sem sjálfsagðan hlut, ekki einungis vegna þess að hún var systir kon- ungsins, heldur einnig af því að þannig lifði fólk í Egyptalandi á fjórða áratugnum. Hún var mikið fyrir íþróttir, einarðleg i framkomu, mikið máluð — allt þessháttar var ennþá óvenjulegt hjá okkur. Þegar hún kom til hallarinnar fór hún undireins að stjórna Framhald á bls. 44 Sjainn eignaSist aðeins eitt barn | með Fawziu, dótturina Shahnaz.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.