Vikan


Vikan - 08.01.1970, Side 12

Vikan - 08.01.1970, Side 12
 ÓSIGURINN Ég man það, eins og það hefði gerzt í gær. Hún átti að aðstoða mig; við stóðum bæði bogin yfir sjúlklingnum, litlum dreng, sem ég man ekki lengur hvað hét...... SMÁSAGA EFTIR JOHN WILKINS Þegar ég var fjörutíu og átta ára, og yfirlæknir við sjúkrahús, kynntist ég Renu. Hún var hjúkrunarnemi, lítil, rauðhærð og alveg óvenjulega lagleg, en ég hafði séð margar laglegar hjúkr- unarkonur án þess að þær hefðu haft nokkur áhrif á mig. Er þetta þá jafn hættulegur aldur fyrir karlmenn og konur? Ég man eins vel eftir því og það hefði skeð í gær, þegar ég sá hana í fyrsta skipti. Hún átti að aðstoða mig, og við stóðum bæði bogin yfir sjúklingnum, litlum dreng, sem ég er búinn að gleyma hvað hét. Hann lá fyrir dauðanum — sykursýki og hafði fengið lungnabólgu. — Það er ekkert að gera, sagði ég og lagði sprautuna á borðið. — Það er orðið of seint. Blágrænu augun í Renu fyllt- ust allt í einu tárum. Hún var áreiðanlega alltof viðkvæm til, að vera hjúkrunarkona — og alltof falleg. Ég fann, að mig langaði til að strjúka hrokkna hárið hennar. — Aumingja litli drengurinn, sagði hún lágt, Fáum mínútum síðar var hann dáinn. Við gengum saman fram gang- inn. — Þó að insulínið sé einhver mesta uppgötvun aldarinnar, þá getur það ekki gert kraftaverk, sagði ég. Afsakið, hr. yfirlæknir, en ég þarf að tilkynna yfirhjúkrun- arkonunni andlátið. Bíðið andartak, ungfrú! Ég gat ekki látið hana fara. Hún horfði rugluð á mig. Ég ræskti mig. Þér eruð þreyttur, hr. yfir- læknir. Þér reynið of mikið á yður. Afsakið. — Ungfrú Bang. viljið þér verða konan mín? Eg var búinn að segja þetta áður en ég vissi af. Hún starði á mig og roðnaði. Ég reyndi að stilla mig. Yður þykir þetta auðvitað undarleet, og samt hljótið þér að hafa tekið eftir því, að ég hef lengi dáðst að yður. En hugsið þér málið, og munið eftir því, að ég er fjörutíu og átta ára, og þér eruð — Tuttugu og þriggja, — en það segja allir, að ég sé mjög fullorðinsleg. Ungfrú Smith, yfirhjúkrunar- konan, kom að í þessum svifum, svo að ég sleppti hendinni á Renu. — Þykir yður áreiðanlega vænt um mig, hr. yfirlæknir? spurði Rena lágt. — Ég þrái yður, svaraði ég. Hún horfði á mig og augu hennar ljómuðu. — Þá segi ég já. svaraði hún, auðmjúk, eins og hún hefði feng- ið skipun. Tveim mánuðum síðar giftum við okkur. Hún vildi ljúka námi sínu, og ég var alltaf önnum kaf- inn, svo að við sáumst ekki oft. Fyrst svaraði hún iðulega: Já, hr. yfirlæknir. Þá fórum við bæði að hlæja og hún roðnaði og kall- aði mig Gerhard. Dag nokkurn, þegar við sátum við morgunverðinn, fékk ég bréf frá lækni við háskólan, sem syst- ursonur minn var í. Hann skrif- aði mér, að frændi minn væri með sykursýki, og að hann hefði ráðlagt honum að hvíla sig og fara til mín, þar sem ég hefði orð á mér sem góður læknir. — Aumingrja drengurinn, sagði Rena. — Hann er systur- sonur þinn, eða hvað? — Já, og móðir hans dó úr sykursýki. Ég hef verið fjár- haldsmaður hans síðan faðir hans dó En hvað það er heppilegt, að hann skuli eiga þig að! sagði Rena hreykin. f sama bili flautaði bíll og há- grænn vagn nam staðar fyrir ut- an hliðið. Ungur, berhöfðaður maður stökk út úr bílnum. — Þetta er Áki, frændi minn, hrópaði ég. — En hvað vagninn hans er ljótur! Hann er ljómandi laglegur og mér finnst vagninn reglulega fallegur, svaraði Rena. Áki kom hlaupandi á móti okkur, en nam staðar með op- inn munninn, þegar hann sá Renu. Það er heimskulegt, en mér datt í hug, að hann væri eins og Adam, þegar hann sá Evu í fyrsta sinn. ■- Góðan daginn, Áki. Það er gaman að sjá þig, sagði ég. Við vorum að fá bréf frá lækn- inum þínum. Velkominn, dreng- ur minn. Þetta er Rena, konan mín. Þú lítur ljómandi vel út, Gerhard frændi Er það mögu- legt, að þessi unga kona sé kon- an þín. Það er ótrúlegt, sagði Áki og hló glaðlega og tók undir handlegginn á okkur báðum. Rena bar honum strax morg- unverð. Áki bað okkur að af- saka ónæðið, sem hann gerði okkur, en ekki leið á löngu áður en hann og Rena voru komin í djúpar samræður um bíla. Hann talaði um veiki sína eins og ekk- ert væri. — Þú verður auðvitað hjá okkur, sagði ég að lokum og stóð upp. - Afsakið, ég þarf að fara. Þú sérð um Áka, Rena mín. Drengurinn spratt ósjálfráttá upp. — Segðu mér „frænka“ — geri ég ykkur ekki ónæði? spurði hann með ákafa. Andlit hennar ljómaði. — Nei, alls ekki, svaraði hún og hló að ástæðulausu. —- Það er gaman að hafa gest. Finnst þér það ekki, Gerhard? Ég kinkaði kolli, kvaddi hana með kossi og hljóp fram í for- stofu til að sækja yfirhöfnina mína. Ég heyrði Áka segja: — Heyrið þér, mér þykir hálf hlægilegt, að þér skuluð vera „frænka" mín! — Hlægilegt? Af hverju? En hvað ég vissi, hvernig hún leit undan, þegar hún gerði að gamni sínu. — Jú, í fyrsta lagi af því, að þér eruð svo ungleg, og svo hljótið þér að vita, hvað þér er- uð lagleg. Eg neita blátt áfram að kalla yður „frænku". Rena hló svo glaðlega, að ég varð óttasleginn. Svona hafði hún aldrei hlegið áður. Ég skellti hurðinni á eftir mér. Tuttugu og fjögurra ára aldursmunur! Jæja, mér fannst ég ekkert gamall. Rena hafði sjálf sagt, að sér leiddist ungir menn. Það var ómöeulegt, að ég væri afbrýði- samur við Áka — afbrýðisamur við drenginn, af því að hann hafði svo falleg aueu og hár hans var dökkt og brokkið. zÞegar ég kom heim, kallaði ég á Renu. Ráðskonan sagði mér, að frúin hefði farið út með frænda mmum, oir að þau væru ekki enn komin h°im aftur. Ég set.t- ist rólegur niður og fór að lesa grein um blóðlevsi. Klukkan fimm komu þau heim og afsök- uðu sig, hvað þau kæmu seint 12 VIIvAN 2 tbl

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.