Vikan


Vikan - 08.01.1970, Blaðsíða 13

Vikan - 08.01.1970, Blaðsíða 13
— þau höfðu villzt. Eg kenndi Renu að gefa Áka insulínið. Hann hefði vel getað gert það sjálfur, en hann var hræddur við sprautuna. Hann var búinn að dvelja hjá okkur í mánuð, þegar ég var einu sinni lagður af stað í sjúkrahúsið og sá þá, að ég hafði gleymt dag- bókinni heima. É"g hljóp upp á loft, framhiá hurðinni á herbergi Áka. Hún stóð í hálfa gátt. Rena var einmitt að gefa honum insu- línið og var með sprautuna í hendinni. Áki .yfti vinstri hend- inni upp að vörum sér og kyssti hana. — Ó, ástin mín! Eg þoli þetta ekki lengur! sagði drengurinn kjökrandi. — Aumingja drengurinn, hvað á ég að gera? heyrði ég að hún sagði. E'g læddist burtu. Hún kærir sig ekkert um hann, hugsaði ég. Svipurinn í augum hennar hefur ekkert að segja. Svona horfði hún líka á drenginn, sem dó. Þegar við snæddum hádegis- verð, stakk Rena upp á þvi, að Áki skyldi fara til útlanda — í betra loftslag. E*g varð bálreið- ur. Datt henni í hug, að hún kæmist svona auðveldlega frá þessu? Ég sat á mér. Áki mót- mælti. Hann vildi ekki fara — auðvitað ekki! — Þér líður vel hérna, er það ekki? spurði ég brosandi. Þótt undarlegt megi virðast, gat ég ekki hatað hann. Hann virtist vera svo hiálparvana. Og nú datt mér snjallræði í hug. Einn starfsbróðir minn bauð mér í dag að lána mér sumarbústaðinn sinn í Katthálmi í hálfan mánuð. Hólminn ligeur nokkra kíló- metra frá landi og er óbyggður. í?g þarf líka að hvíla mig, og þar get ég lokið greininni minni um blóðbrýstinginn. Þið getið veitt þarna, og Áki getur skotið end- ur. Hvað segið þið um þetta? Áki gat varla dulið ánægju sína, en Rpna var ekki eins hrif- in oe spurði, hvort það væri ekki kalt þarna. — Og hvernig fer þá með in- sulínið hans Áka, Gerhard? Mér fyndist að hann ætti að verða eftir og gæta hússins, þá getum við tvö farið. — Auðvitað verð ég heima, ef Rena endilega vill, sagði Áki. — Mér finnst, að þú ættir að lofa mér að ráða þessu, Rena mín, sagði ég og stóð upp. ¦— Við förum eftir viku. Það er engin hætta á því, að okkur verði kalt — nóg teppi og matvæli. í hús- inu er stór arinn og þrjú rúm. Áki, þú verður að hjálpa til að þvo upp í arninum, sagði ég brosandi. Rena kom ekki með fleiri mót- bárur, svo að við fórum að und- irbúa ferðina. Hvers vegna var ég að þessu, hugsaði ég. Að hvaða gagni gat það komið? Og samt fannst mér það vera það eina skynsamlega, sem ég gat gert. Einn góðan veðurdag í októbermámuði lögðum við af stað. Auk vélbátsins, sem við fórum í, höfðum við með okkur árabát. Áki var í ágætu skapi, en Rena var föl og þögul. Þegar við komum auga á eyjuna, hrópaði hann: — Sjáðu, Rena! Þarna er Katt- hólmur! Er hann ekki yndisleg- ur? Hún gerði sér upp bros. Ekki leið á löngu áður en við stóðum fyrir framan laglegan bjálkakofa með þremur herbergjum — lítið svefnherbergi handa Áka, stofu og eldhúsi. Við settumst ' að kvöldverðinum Síðan þvoðu Áki og Rena upp, en ég svaf í stól. Allt í einu hrökk ég upp. Það var komið ofsarok. Ég fór fram í eldhús. Rena stóð uppi á stól og var að kveikia á lampa. Áki studdi hana oe; starði á hana. Hún horfði blíðlega á hann og strauk honum um vangann um leið og hún stökk ofan af stóln- um. — Stormurir.il slökkti á lamo- anum, sagði hún rólega við mig. — Já, það er áreiðanleea óveð- ur í aðsiei, svaraði ég. E» hues- aði rólegur sem fyrr, að svona 'horfði hún líka á drenginn, sem dó. — Ef þið eruð búin, þá skuluð þið koma inn í stofu. Við skulum fá okkur eitthvað hjartastyrkj- andi, sagði ég. — Mig langar ekki í neitt, frændi. Eg vil helzt fara að hátta, ef þú hefur ekkert á móti því. —¦ Drengurinn gat ekki horft fram- an í mig. en sagði hikandi: — Góða nótt, frændi og „frænka", og sofið þið vel. Rena kvartaði um þreytu og fór líka að hátta. Veðrið versn- Pramhald á bls. 40 2. tbi. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.