Vikan


Vikan - 08.01.1970, Page 15

Vikan - 08.01.1970, Page 15
ið morgunsvæf, og hún lætur það eftir sér að sofa fram eftir á morgnana. Hún helgar snjrrtingu og leikfimi nokkra tíma á dag. Sjö herbergja íbúðin við East Fifty-second Street í New York er hennar fasta heimili. Þetta er björt og notaleg íbúð, með útsýni yfix lítinn skraut- garð og East River. Aðal dag- stofan er með panelklæddum veggjum og stórum arni og fall- egum gömlúm húsgögnum. Þar er alltaf fullt af blómum, aðal- lega bleikum og rauðum nellik- um. Hún sefur í gríðarstóru rúmi frá dögum Lúðvíks XV., og þetta rúm var einu sinni í eigu Madame Balsam. Innarlega í stórri dagstofunni, sem er L-laga, hefir hún komið vel fyrir lestrar- og sjónvarpshorni. Hún horfir mikið á sjónvarp og les mikið. Hún á mjög gott og stórri dagstofunni, sem er gamlar franskar bækur, vandlega innbundnar. í þessu horni er líka einn af dýrgripum hennar, mjög fallegt Renoir málverk. Greta Garbo er mjög skemmti- legur gestgjafi, leggur ekki mik- ið upp úr skrauti eða miklum veitingum. Ef hún býður upp á kokkteil, ber hún sjaldan annað en ost og sænskar pylsur með! Hún blandar sjálf drykkinn fyr- ir kvenfólkið, en lætur karl- mennina bjarga sér sjálfa. Hún hefir ekki annað þjónustufólk en ráðskonu, sem búin er að vera lengi hjá henni. Bjóði hún upp á mat, fær hún hann sendan frá hóteli. Meðal þeirra eiginleika Gretu Garbo, sem eru táknrænastir fyr- ir hana, er fyrirlitning hennar á hefðbundnum venjum. Einu sinni gekk hún alveg fram af háttsettri hefðarfrú, með því að spyrja hana blátt áfram hvort hún væri óspjölluð ennþá. Hún spyr líka oft þennan og hinn hvort hann trúi á Guð, hvort þeir séu kyn- viltir og annað þess háttar, sem annars er algerlega óheyrt með- al heldra fólks í Bandaríkjunum. Henni kemur vel saman við íbúa leiguhússins sem hún býr í. Hún heilsar þeim vingjarnlega, en leggur það ekki í vana sinn að tala mikið við þá. Það er þó ein kona í húsinu, sem hún vill alls ekki hitta eða tala við. Það er hin gamla vinkona hennar, Valentine, en Georg Schlee, eig- inmaður hennar, var í mörg ár „fastur fylgdarmaður" Gretu Garbo. Þetta furðulega rómantízka samband þeirra á milli (Schlee var alltaf kvæntur Valentine) er ennþá undrunarefni nánustu vina Garbo. Almennt var haldið að Valentine væri þessu samþykk, en það kom í ljós, eftir að Schlee var látinn, að hún var bitur út í Garbo. Hún kom í veg fyrir að Garbo gæti fylgt honum til grafar, og fjarlægði sjálf allt sem minnti á Garbo úr húsinu, sem þau Garbo og Schlee bjuggu oft saman í, á Riverunni. Valentine býr ennþá í íbúð- inni, sem þau hjónin leigðu, í sama húsi og Greta Garbo býr í. Ef þær rekast hvor á aðra, láta þær eins og þær sjái ekki hvor aðra, segir einn af íbúum húss- ins. Það hefir gengið svo langt að Garbo hefir skipað lyftu- drengnum að láta sig vita þegar von er á því að Valentine sé á ferðinni. Það er ábyggilegt að Greta Garbo minnist kvikmyndaára sinna með gleði, því að við og við fer hún i Museum og Modern Art í New York og horfir á gömlu myndirnar sínar. Og venjulega segir hún sömu setninguna: „Þær eru alls ekki svo slæmar“.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.