Vikan


Vikan - 08.01.1970, Qupperneq 17

Vikan - 08.01.1970, Qupperneq 17
Þeir David Livingstone og Henry Morton Stanley eru síamstviburar í sögunni; þegar annars er getið kemur manni ósjálfrátt hinn í hug. Báðir könnuðu þeir myrkvið Afríku og urðu þar brautryðjendur evrópskra áhrifa. í þessari grein er fjallað um könnuð sem leitaði á gerólíkar slóðir, fríherra Adolf Erik Nordenskiöld, sem fyrstur manna hafði það af að sigla með- fram ströndum Evrópu og Asíu út í Kyrrahaf. Þetta er hin svokallaða Norðausturleið, sem margan hafði heillað. I gamla daga, þegar Guði var betur treyst en nú er gert, voru menn sannfærðir um að hann hefði, þegar hann skóp jörðina, séð fyrir tveimur siglingaleiðum frá Vestur- löndum til Austur-Asíu og Indía- landa: Norðvestur- og Norðaustur- leiðinni. Þar sem menn frá fornu fari höfðu spurnir af miklum auði og dýrindum austur frá, þá var lengi mikið reynt til að komast þessar leiðir, einkum þó hina fyrr- nefndu, og fóru margir djarfir sæ- farar illa út úr því. Englendingar urðu til að uppgötva þessa leið, sem nú er allt í einu komin á dagskrá aftur vegna oliufundarins í Alaska. En Nordenskiöld fann sem sagt Norðausturleiðina. Nordenskiöld er fæddur árið 1832 í Helsingfors. Hann var af tiginni ætt sænskri, sem sest hafði að í Finnlandi í lok seytjándu ald- ar. Faðir hans var velvirtur málm- fræðingur og sjálfur lagði sonur- inn þau vísindi fyrir sig í háskól- anum í Helsingfors. Hann gaf einn- ig út ritverk um efnafræði og dýra- fræði. En í Finnlandi dvaldi hann ekki langt frameftir aldri. Norden- skiöld virðist hafa verið dæmigerð- ur hásvíi af skárra taginu, stoltur af sjálfum sér og uppruna sínum og frábitinn öllu pukri og undirlægju- hætti. Þessir dagar voru að mörgu leyti erfiðir fyrir sænska þióðarbrot- ið í Finnlandi. Finnland er land- fræðilegur og menningarlegur tengiliður Skandinavíu og Rússlands og sænski minnihlutinn er eitt af því sem gerir að verkum að tengsli landsins við Norðurlönd eru miklu nánari en við stóra björninn í austri. Þetta vissu Rússar og gerðu þvi flest, sem þeir þorðu til að þrengja að sænsku þjóðerni ' og sænskum menningaráhrifum í Finn- landi, meðan þeir réðu því landi. Til þessa fengu þeir hjálp frá finnsk- 2. tbi. VTKAN 17

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.