Vikan


Vikan - 08.01.1970, Blaðsíða 18

Vikan - 08.01.1970, Blaðsíða 18
HANN OPNADI NORDAUSTURLEIDINA um þjóðemissinnum, sem unnu þá sem kappsamlegast að því að hefja finnska tungu til vegs og virðingar, en höfðu jafnframt ýmigust á sænskunni, sem til þessa hafði ver- ið eina tunga mennta og menning- ar í landinu. Nordenskiöld var Svíi í húð og hár og fór hvergi dult með, og um síðir hafði hann með óvarkárum ummælum safnað að höfði sér slíkum eldsglóðum að honum var illa vaert í landinu. Flutti hann þá til Svíþjóðar, sem uppfrá því varð föðurland hans. Þar hélt hann áfram samskonar störfum og rannsóknum og hann hafði hafið í Finnlandi. Þau áhugamál urðu smámsaman til að vekja áhuga hans á heimskauta- löndunum og rannsóknum á þeim. Hann fór í nokkra leiðangra til Svalbarða og Vestur-Grænlands, og síðan dróst athygli hans að Norð- austurleiðinni, sem varð vettvang- ur hans mesta afreks. Árið 1875 fór Nordenskiöld ásamt fleiri náttúrufræðingum á litlu veiðiskipi allt austur að mynni Jenisei-fljóts og heim aftur land- veginn, með viðkomu í Jenisejsk, Jekaterínborg, Moskvu og Péturs- borg. Nordenskiöld gerði sér vonir um að geta opnað þarna nýja sigl- ingaleið og fór aðra ferð á sömu slóðir þegar árið eftir. Þessa tvo leiðangra austur á Síberíustrandir má skoða sem undanrásir þess síð- asta og mesta. Sá leiðangur var farinn árið 1878—80 með tvö hundruð níutíu og þriggja smálesta skipi að nafni Vega, og kostnaðinn greiddu sam- eiginlega sænska ríkið, Óskar Svíakonungur og nokkrir ríkismenn. Lagt var af stað frá Tromsö í Norð- ur-Noregi tuttugasta og fyrsta júlí 1878. Allt gekk greiðlega lengi framan af. Vega komst klakklaust austur yfir Barentshaf og kom að landi við Kabaróvó, við sundið milli 18 VIKAN 2 tbl meginlandsins og eyjarinnar Vaígatsj. Skammt þar suðuraf eru nyrstu ásar Úralfjalla, sem skipta löndum með Evrópu og Asíu. Þarna hittu þeir Nordenskiöld og hans menn allmarga Samóéda, en sú þjóð stundar hreindýrahjarðmennsku líkt og Lappar og talar tungu í ætt við finnsku og ungversku. Þeir flakka með hreina sína um stór svæði af túndrunum beggja megin Úralfjalla og býr varla nokkur þióð við meiri kulda og ís, nema ef til vill Eski- móar. Samóédar tóku Nordenskiöld forkunnarvel og sýndu honum með- al annars helgidóm sinn á Vaígatsj. Var hann á lítilli hæð, er reis upp úr túndrunni, og höfðu landsmenn blótað þar guðum sínum hausum ís- bjarna. Frá Vaígatsj var svo haldið áfram austur yfir Karahaf, sem er á milli Novaja Semlja og Norð- landseyja að austan. Farið var nærri ströndinni, sem oftast sást í suðri. Það var síberska túndran, slétt og iöfn og þakin mosa og skán. Vél skipsins, sjötíu hestöfl, var sett í gang þegar brjótast þurfti gegnum ís. Veðráttan var ákaflega umhleyp- ingasöm ,stormur og þoka til skipt- is. Þokuna var skipsverjum verr við en nokkuð annað, því að þeir voru hræddir um að í henni kynni Vega að stíma á jaka. Þá var enginn rad- ar til, svo að augun urðu að duga. I þrjátíu metra hæð í einu siglu- trénu var tunna, sem menn stóðu ( til skiptis og skyggndust um eftir jökum. Ef skyggni var gott, gat vörður séð ellefu sjómílur, en skyggnið var sjaldan gott. Upp í tunnuna var farið eftir mjóum stiga með trérimlum, og var það ferðalag engin skemmtun þegar hvasst var af norðvestan. Þann nitjánda ágúst höfðu menn landsýn af Tjeljúskínhöfða, nyrsta odda meginlands Asíu. Upp á það var haldið með því að hverjum manni á skipinu var gefin flaska af púnsi. Þeir sáu ekkert kvikt þarna. nema stóran ísbjörn, og hann drápu þeir. En ennþá voru þeir ekki nema hálfnaðir að Beringssundi eða varla það. Þegar austar dró, á leið- inni yfir það haf sem síðan er kennt við Nordenskiöld, varð þess greinjlega vart að veturinn nálg- aðist. Fuglarnir voru á suðurleið, veðrin versnuðu og borgarísjakarn- ir skullu saman með óheillavænlegu braki. Skipverjar fylltust vaxandi kvíða. Takmark þeirra var að ná Beringssundi áður en ísinn teppti ferð skipsins, en vonin um það dvínaði stöðugt. Tuttug'asta og sjötta september stóð Vega svo föst í ísnum við norð- urströnd Tjúktséraskaga, sem er austasti hluti Síberíu og einn eyði- legasti hluti landsins. Minnstu mun- aði að skipið ynni kappsiglinguna við ísinn. Hefði það náð á þennan stað aðeins fimm klukkutímum fyrr, hefði það sloppið til Beringssunds. En nú var ekki um annað að gera en bíða þess að ísinn leysti — eft- ir tíu mánuði. Tiúktsérar nefnist einn sá þjóð- flokkur er býr á þessum slóðum, og stunda sumir þeirra hreindýra- búskap líkt og Samóédar, en aðrir veiðiskap með ströndum fram. Tjúktsérar og aðrir þjóðflokkar þar um slóðir tala tungumál, sem mál- fræðingar flestir flokka sér og kalla ýmsum nöfnum, paleó-mongólsk, paleó-síbersk, hýperbóreönsk. Sum- ir ætla að tunga Eskimóa sé í ætt við mál þessi. Tjúktsérar þeir er með ströndum lifa búa í jarðhúsum og fara í skinnbátum. Eitt þorp þeirra var nálægt þar sem þeir Norden- skiöld frusu fastir. Skipverjar komu sér vel við þorpsbúa og heimsóttu þá annað veifið, og var þá yfirleitt boðið í mat. Mataræði Tjúktséra virt- ist þeim staðgott, en fremur ein- hæft og réttirnir ekki mjög lystilega framreiddir. Forrétturinn var alltaf ríflegur skammtur af hráum, frosn- um fiski, sem borinn var fram á trédiskum, síðan kom stykki af frosnu selspiki og í deser var fros- ið selkjöt. Biðin í ísnum var á margan hátt óskemmtileg. Vel gat hugsast að ör- lög Vegu yrðu svipuð og annarra skipa við hliðstæðar kringumstæður, að ísiakarnir klemmdu skipið saman á milli sín. Heimskautsnóttin, sem varði fleiri mánuði, skall yfir, upp- lýst af norðurljósum sem slógu ís- inn hinum ævintýralegustu litbrigð- um. Kuldinn komst niður í fjörutíu og sjö stig. Mennirnir unnu baki brotnu; þeir voru hræddir um að annars myndu þeir geggjast ! ein- semd þessa ískalda myrkurs, sem engan enda virtist ætla að taka. I júníbyrjun fór ísinn að þiðna, og smátt og smátt varð jakabreiðan að auðu hafi. Átjánda júlí kom vind- ur á norðaustan, og þá voru sett upp segl á Vegu. Tuttugasta júlí náði skipið Beringssundi og sigldi í fríðu leiði út á Kyrrahaf. Þar með hafði Norðausturleiðin verið farin í fyrsta sinn. Vega hleypti af skotum til hátiða- brigða og fáninn var dreginn að húni. Áfram var haldið til Japan, suður fyrir Asíu og gegnum Mið- jarðarhafið. f Svíþjóð var leiðangr- inum tekið með gífurlegum fagnað- arlátum. Nordenskiöld dó 1901. Þá hafði hann farið fleiri heimskautaleið- angra til viðbótar, þar á meðal einn til Austur-Grænlands. En fyrst og fremst er hans minnst sem manns- ins, sem fyrstur fór Norðausturleið- ina. Sú leið er nú fjölfarin af sovésk- um ísbrjótum, sem flytja fólk og varning milli hafna allar götur frá Múrmansk austur að Beringshafi. dþ.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.