Vikan


Vikan - 08.01.1970, Blaðsíða 20

Vikan - 08.01.1970, Blaðsíða 20
EFTIR MRRY STEWART Hringur soldúnsins Ég varð æ meir gripin ónotatilfinningu, og óskaði þess að ég hefði aldrei reynt að komast inn í höllina. Ég hafði það á tilfinningunni að það hefði verið hollara fyrir mig að halda mig sem lengst í burtu frá þessum stað. ANNAR HLUTI ÞAÐ SEM SKEÐ HEFUR: Ég vissi að Charles frændi minn var á ferð einhversstaðar í Mið-Austurlöndum, þar sem ég var á ferð með ferða- mannaflokki. Við hittumst af til- viljun í Damaskus. Við vorum tengd sterkum ættarböndum, því að feð- ur okkar voru tviburar, og ég hafði alla ævi verið mjög hrifin af Char- les. Við höfðum ekki sézt í fjögur ár, þar sem foreldrar mínir voru flutt til Los Angeles. Feður okkar voru auðugir bankaeigendur, svo við höfðum alltaf fengið það sem hugurinn girntist. Það varð úr að við ákváðum að hittast í Beirut, og reyna að hitta afasystur okkar, sem var áttræð og hafði búið í Líbanon mestan hluta ævi sinnar; bjó eins og höfðingi í gamalli höll, Dar Ibrahim, og hegðaði sér að öllu leyti að hátt- um þarlendra. Charles sagðist geta notað tækifærið og vitjað þess, sem hún hafði ánafnað honum, en það voru postulínshundar frá Ming-tíma- bilinu, og kallaðir Gabrielshund- arnir. Það varð að samkomulagi milli okkar að hann ætlaði að hringja til mín á hótelið í Beirut, áður en hann færi frá Damaskus .... Ég hafði reiknað með að Charles hefði yfirdrifið, þegar hann sagði mér frá ævintýrinu um Harriet frænku og Dar Ibrahim, en það kom á daginn að það hafði hann ekki gert. Á sunnudeginum datt mér í hug að leigja bíl með bílstjóra og aka að upptökum Adonisárinnar. Þegar ég bað dyravörðinn að út- vega mér bíl, þá heyrði ég talað um föðursystur pabba. — Ef þér farið dálítinn krók á heimleiðinni, getið þér séð Dar Ibrahim, sagði dyravörðurinn. Hann misskildi undrun mína oa bætti við: — Dar Ibrahim er höll, og þar býr ensk hefðarfrú, sem einu sinni var mjög kunn um þessar slóðir. Hún keypti höllina, sem þá var komin að hruni, lét gera við hana og fyllti hana með listaverkum. Svo lét hún líka lagfæra trjágarð- ana, og áður og fyrr var mikið um gestakomur hjá henni, stands- persónur voru tíðir gestir. En nú er hún orðin gömul, og það er sagt að hún sé dálítið skrítin . . . Nú er höllin læst, og hún fer aldr- ei út fyrir dyr. Það hefur enginn séð hana í mörg ár. Mér er sagt að það búi hjá henni einhver vin- ur hennar, en það er kannski ekki rétt. Ég held að það séu einhverjir þjónar hjá henni, því vikulega er sent með vistir þangað frá Beirut. — Ég hefi heyrt hennar getið, sagði ég. — Ég þekki ættinga gömlu konunnar í Englandi, og ég var búin að hugsa mér að reyna að hitta hana. Af einhverjum ástæð- um vildi ég ekki segja dyraverð- inum að hún væri raunar frænka mín. Hann hristi höfuðið. — Þér getið að sjálfsögðu reynt, en það er sagt að dyravörðurinn hleypi engum innfyrir. Það er langt síðan hún hefir tekið á móti heim- sóknum, að lækninum undanskild- um. — Lækninum? Er hún veik? — Nei, ekki núna, en hún var víst veik í haust, þá vék læknir- inn ekki frá henni. — Var það læknir frá Beirut? — Já, enskur læknir, Grafton hét hann. — Ég fór upp á herbergið mitt, og fletti símaskránni, til að finna númer læknisins. Karlmannsrödd svaraði, þegar ég fékk samband. Dr. Grafton var farinn frá Beirut, sagði hann, og það var ekki von á honum aftur, hann var farinn fyrir fullt og aIIt. — Ég þurfti að fá upplýsingar um frænku mína, sagði ég, — frú Boyd. Hún býr á stað, sem kallaður er Dar Ibrahim. — Dar Ibrahim? Nú var greini- legur áhugi í röddinni. — Eigið þér við lafði Harriet? — Já, einmitt, sagði ég, og var hálf kjánaleg. — Eftir því sem ég bezt veit, þá er hún við beztu heilsu, en hún er ekki minn sjúklingur, sagði röddin. — Hún skrifaði til að segja mér að hún hefði gert aðrar ráð- stafanir. — Er Grafton læknir ennþá í Libanon? — Nei, hann fór til London. — Einmitt það. Þakka yður kær- lega fyrri upplýsingarnar. Dyravörðurinn hafði gert sitt bezta til að ferðin yrði þægileg fyrir mig, og dýr. Bíllinn var stórt, amerískt fyrirbrigði, loftkældur og skrautlegur, og ekki vantaði bláu perluna, til að forða frá slysum. Og á eina bílrúðuna var sett skilti, sem á var letruð ritningargrein úr kóraninum: „Treystu guði þínum". Það var líka hæðarmælir í bíln- um. Bílstjórinn sagði að við mynd- um aka upp í 3.600 metra fyrir ofan sjávarmál, þar sem Adonis- uppsprettan væri ( efra Libanon. Ég settist í framsætið við hlið hans, þar gat ég haft augun á hæðar- mælinum. í fyrstu var vegurinn góður, lá ( notalegum beygjum gegnum þorp og græna stalla, þar sem eplatré stóðu upp úr öðrum gróðri, og 20 VIKAN 2- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.