Vikan


Vikan - 08.01.1970, Qupperneq 21

Vikan - 08.01.1970, Qupperneq 21
dökkeygð börn léku sér meðal hænsnanna á rykugum þorpsgöt- um. En það leið ekki á löngu þar til þorpunum sleppti og vegurinn lá í sífellt brattari stígum, og þá voru það aðeins kindahópar á víð og dreif, sem báru vott um líf. Loftið var krystaltært, dásamleg til- breyting frá þungu loftinu við ströndina. Vegurinn varð brattari. Bílstjór- inn ók hratt um hrollvekjandi beygjurnar, þar sem hyldýpi var öðrum megin, en hinum megin straukst hann við klettana. Og niðri í dalnum rann Nar Ibrahim, Adonis- áin, tær og glitrandi, en fór stund- um í hvarf. Og að lokum komum við að upp- tökunum, Adoniskeldunni. Frá upphafi höfðu alltaf verið einhverjir dulrænir töfrar bundnir við Adoniskelduna. Það er ekki undarlegt að fyrir frumstætt fólk í landi, sem býr við vatnsskort, hafi það verið kraftaverki næst að sjá ferskt vatnið streyma út úr berginu, og að það hafi leitt hug þess til guða og djöfla. Það var eitthvað óraunverulegt við að sjá freyðandi vatnið, rústirnar af hofi Afroditu, og litskrúðug blómin, sem uxu þarna, svo að segja út úr klöppinni. Þegar við höfðum verið þarna um stund, beygðum við út á veginn, sem við ætluðum að aka til baka. Mjór stígur lá á ská frá ánni að akveginum. Fyrir ofan stíginn kom- um við auga á mann í hvítri skikkju, sem þeysti á arabiskum gæðingi, vindurin blés undir skikkjuna, svo hún var eins og segl, og það glitr- aði á silfurbúnaðinn á beizlinu. Ljósbrúnir, síðhærðir veiðihundar fylgdu riddaranum fast eftir, það voru Saluki-hundar, eins og pers- neskir prinsar voru vanir að hafa með sér á gazelluveiðum. Við sáum reiðmanninn aftur, þegar við vorum á leið niður, hin- um megin ( dalnum. Við höfðum setið um klukkutíma yfir nestinu, svo það var auðséð að maðurinn hafði riðið krókastíga, ofan við uppsprettuna. Þegar við ókum að litlu þorpi, sá ég reiðmanninn aft- ur, ríða þvert yfir akur, sem var alþakinn sólrósum. En þegar bíll- inn ók milli lágra kofanna, missti ég sjónar af honum. Við námum staðar til að kaupa nokkrar appelsínur í þorpinu. Þetta var mjög hrörlegt þorp. Húsin voru byggð úr þurrkuðum leir, en vínviðurinn óx yfir þök- in, svo þau voru ekki eins ömur- leg til að sjá. Kringum húsin voru sillur, þar sem reynt var að rækta bæði áyexti og brauðkorn. Fyrir ut- an börnin, sem flykktust að bíln- um, sáum við ekki nokkra lifandi veru, nema gamlan mann, sem sat í hnipri og reykti pípu sína. Hann hvárflaði hálfblindum augunum upp að andliti Hamids, sem heils- aði honum á arabizku og lagði fyr- ir hann einhverja spurningu. En Hamid fékk ekkert svar. Eg gekk yfir götuna, með öll börnin í hælunum. Sex feta hár veggur meðfram veginum virtist halda uppi þessari hillu, sem þorp- ið var byggt á. Fyrir neðan voru sillurnar, þar sem ég hafði séð reið- manninn á ferð. Ég klifraði yfir vegginn og nið- ur. Börnin fylgdu mér eftir. Ég þótt- ist vera að tína blóm, börnin gerðu það líka. Við töluðum saman, á arabisku og ensku, og það fór vel á með okkur. Framar öðru skildi ég að þau ætluðust til einhvers af mér, einhverra launa fyrir blómin og fé- lagsskapinn. — Einn shilling ,sagði Hamid, einhversstaðar fyrir ofan mig. Börn- in hrifsuðu smápeningana og tóku á rás. Þau voru fljótari að klifra upp, en að fara niður á móti. — Ég geng í veg fyrir bdinn, þegar þér akið burtu, sagði ég við Hamid. Stígurinn sem reiðmaðurinn hafði farið, lá á ská yfir sólrósaakurinn að sillubrúninni. Ég hélt áfram út að veginum. Við op í veggnum, sem girti fyr- ir síðustu silluna, var fíkjutré. Ég sá að eitthvað var rispað í silfur- litan stofninn, teikning af hundi á stökki. Það var síðhærður hund- ur, saluki-hundur. Hamid sat á lága veggnum við vegbrúnina. Hann stóð fljótt á fæt- ur. — — Viljið þér appelsínu? — Já, takk, sagði ég. — En hve þær eru góðar. Til hvers rækta þeir allar þessar sólrósir? — Vegna olíunnar. Þær gefa mjög góða matarolíu, og bændurnir fá gott verð fyrir þær. Það er, með- al annars gert til að þeir hætti að rækta hampinn. — Hampinn? Er það ekki hash og marijuana? Svei, svei. Vex hamp- ur hér? — Já, reyndar. Áður var mikið ræktað af honum hér uppi í fjöJI- unum, og það eru til staðir, þar sem eftirlitsmennirnir koma aldrei é. — Eftirlitsmennirnir? Hann kinkaði kolli. — Eftirlits- menn frá ríkinu. Nokkuð af hampi er ræktað með fullu leyfi til lyfja, en þeir sem hafa leyfi til bess eru undir mjög ströngu eftirliti. En Framhald á bls. 44 2. tbi. VIKAN 21

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.