Vikan


Vikan - 08.01.1970, Blaðsíða 22

Vikan - 08.01.1970, Blaðsíða 22
Skandinaviskar virðast vinsæiar Ekki alls fyrir löngu birtum við mynd af Keith Emerson, orgol- leikara hljómsveitarinnar Nice, ásamt danskri heitkonu sinni. Við létum þess þá getið, að skandinavískar dömur væru í miklu uppáhaldi hjá brezkum popp-goðum. Þessu til sönnunar birtum við.nú myndir af tveim- ur goðum, Peter Sarstedt og No- el Redding, en þeir gengu báðir að eiga danskar stúlkur á dögun- um. Noel Redding (sá með túber- aða hárbrúskinn) kvæntist Sús- önnu Fonsby. Hún er 21 árs og starfaði áður sem verzlunarstjóri í Kaupinhöfn. Noel leikur með hljómsveitinni „Fat Matress", sem þekktust mun vera fyrir lagið „Magic Forest". Peter Sarstedt kvæntist einnig stúlku frá Kaupinhöfn. Sú heitir Anita Atke og er tannlæknir að mennt. Peter er þekktastur fyrir lag sitt „Where do you go to, my lovely?" Tiny Tim er giftur Tiny Tim hefur nú fest ráð sitt. Sú lukkulega heitir Vicky Budd- inger — og er sautján ára. Hjóna- vígslan fór fram 18. des. sl. og var henni sjónvarpað um öll Bandaríkin, en slíks munu fá dæmi. Það er líka einsdæmi, að slík athöfn fari fram í sjón- varpsþætti, en Timmi og Vicky létu pússa sig saman í hinum vinsæla skemmtiþætti Johnny Carson, ..Tcnight". — Herra Car- son bauð mér þetta, segir Timmi. Hann hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Þegar hann bauð mér að þiggja þetta boð, varð ég mjög glaður. Ætlunin hafði verið, að við giftum okkur heima hjá mömmu hennar Virky. — Vitiði bara hvað. Ég hef lesið í blaði um hjón. sem létu pússa sig saman neðansjávar, svo að þið sjáið að það er alls ekkert svo slæmt við brúðkaupið okkar. Það, sem mestu máli skiptir, er hjartalagið. Fundum Tiny Tim og Vicky bar fyrst saman í mat- vöruverzlun einni. Um það segir Timmi: — Þegar ég sá hana, svimaði mig. Ég sá hana aftur — og aftur svimaði mig. Svo snerti ég hönd hennar — og ég hef ekki sleppt henni síðan. Áhrifamikil augiýsing Eitt laganna á ágætri hljómplötu Ríó tríóisins, sem kom út skömmu fyrir jól, heitir einfaldlega „Ég fer". Þetta lag heitir uppruna- lega „Leaving On a Jet Plane". Svo vill til, að það hefur að undanförnu verið ofarlega á bandaríska vinsældalistanum, sungið af Peter, Paul og Mary. Til þess að auglýsa lagið fengu P.P.&M. auglýsingastjóra sinn, Brian Hutch, til þess að „sitja fyrir" haldandi á litlu flugvélar- líkani. Þessi auglýsingamynd hefur vakið töluverða athygli og aukið sölu plötunnar. -& 1 {"" ANDRÉS INDRIÐASON 22 VIKAN 2-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.