Vikan


Vikan - 08.01.1970, Blaðsíða 23

Vikan - 08.01.1970, Blaðsíða 23
Marsha Hunt Marsha Hunt hin brezka, sú er fyrrum fór með eitt af aðalhlut- verkunum í söngleiknum Hair í London, lætur nú heldur betur að sér kveða. Nýlega lét hún frá sér fara tveggja laga plötu með laginu „Desdemona", og þykir texti lagsins tvíræður í meira lagi. Marsha fer eigin götur í klæðaburði, þegar hújn kemur fram, og er meðfylgjandi mynd ágætt dæmi um smekk hennar í þeim efnum. Að undanförnu hef- ur hún haldið sig í Danmörku og leikið í kvikmyndinni „Welcome To The Club.“ ☆ Supremes Þetta er nýjasta myndin af hinu fræga söngtríói, Supremes. Diana Ross, sem verið hefur nokkurs konar forsöngvari alla tíð, er nú ekki lengur með. í hennar stað er komin Jean Terrell, og er hún lengst til hægri á myndinni. Mary Wilson (fyrir miðju) er sú eina, sem sungið hefur með Su- premes frá upphafi. Cindy Bird- song kom í hópinn fyrir tveimur árum og leysti þá aðra af hólmi. Og nú er bara eftir að vita, hvort Supremes spjara sig án Díönu Ross. ☆ Kampavín handa Lulu. í lukkunnar velstandi Um svipað leyti og Lulu átti 21 árs afmæli söng hún inn á tveggja laga plötu, og hefur sú plata fengið hinar ágætustu við- tökur. Lagið, sem upp snýr. heit- ir „Oh Me, Oh My“ og þykir það með eindæmuin fjörlegt og skemmtilegt. Myndin af Lulu og Maurice bónda hennar var tekin í samkvæmi, sem hún hélt í til- efni afmælisins. Þar var glatt á hjalla, sem sjá má, enda saman- komnir vinir og vandamenn frú- arinnar, sem þrátt fyrir ungan aldur hefur látið svo ótrúlega mikið að kveða í poppheiminum á undanförnum árum. Tertubiti handa mömmu. John og Yoko Hljómplata John Lennon og Yoko Ono hefur vakið athygli eins og vænta mátti. Þótt platan kosti morð fjár er ekkert lát á sölu hennar, og geta hjónakornin því vel við unað. Platan, sem nefnist einfaldlega „Wedding Al- bum“ (Brúðkaupsplatan), er án efa sú furðulegasta, sem út hef- ur verið gefin — og er þá vissu- lega mikið sagt. Á hlið 1 er langt „samtal“ milli John og Yoko. John segir í sífellu „Yoko“ — og Yoko segir í sííellu „John“. Þetta segja þau þannig, að tæpast fer milli mála, hvað er á seyði. Brezkur músikgagnrýandi komst svo að orði í umsögn um plötuna, að hinn frægi „söngur“ Jane Birkin í laginu ,Je t‘aime — moi non plus“ væri barnaleikur á við þetta. Hlið númer tvö á plötunni heitir Amsterdam. Yoko syngur fyrst óð um frið, en síðan tekur John við og heldur stutta ræðu. Hann segir, að það sem þau hjónin leiti að, sé friður. Erlend- ir blaðamenn, spyrja spurninga, og þau hjónin leysa úr þeim. Þetta var tekið upp í hóteli í Amsterdam. Of langt mál yrði að telja allt innihald plötunnar, en þess má að lokum geta, að á henni er hjartsláttur Johns, og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri, er frúin festi hann á segulband. ☆ 2. tbi. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.