Vikan - 08.01.1970, Blaðsíða 24
%úvi(P
Stjórnmálabaráttan hefur
löngum verið hörð og óvæg-
in i Hafnarfirði eftir að
kaupstaðurinn varð sérstakt
kjördæmi 1931, og kemur
Emil Jónsson við þá sögu
öðrum fremur. Enginn af
núlifandi flokksleiðtogum
hérlendis man tímana tvenna
eins og hann. Emil hefur
unnið fræga sigra nær fjóra
áratugi, en einnig farið hall-
oka í margri sennu, en Em-
il lætur hvorki höpp né slys
á sig fá. Seigla hans telst ein-
stök. Henni á hann einkum
að þakka metorð og mann-
virðingar. Skapgerð manns-
ins og þrek í blíðu og stríðu
er merkilegt rannsóknarefni.
Ævi hans er jakobsglíma við
örlögin. Þess vegna nýtur
hann virðingar og viður-
kenningar samherja og and-
stæðinga, þó að skoðanir séu
ærið skiptar um athafnir
hans og lundarfar. Hann
geldur þess lítt, hvað orr-
ustuvöllurinn hefur iðulega
reynzt honum sleipur undir
fæti, en það er fátitt um ís-
lenzka stjórnmálamenn þess-
arar aldar
Guðmundur Emil Jónsson
er sunnlenzkrar ættar, en
fæddist í Hafnarfirði 27.
24 VIKAN 2- «•
#
EFTIR LUPUS
UUuJ
október 1902, sonur Jóns
Jónssonar múrara þar og
konu hans, Sigurborgar Sig-
urðardóttur. Voru þau hjón
bæði kynjuð úr Árnesþingi,
en fluttust til Hafnarfjarðar
skömmu fyrir aldamót. Þótti
Emil frábær námsgarpur
strax i æsku. Hann lauk
gagnfræðaprófi úr Flens-
borgarskóla fjórtán vetra, en
varð stúdent frá Menntaskól-
anum í Reykjavik vorið 1919
sextán ára og yngstur Islend-
•inga. Sigldi Emil að því búnu
til Danmerkur, nam verk-
fræði í Kaupmannahöfn,
lauk prófi 1925 og starfaði
síðan árlangt í Óðinsvéum á
Fjóni, en hvarf svo heim og
gerðist bæjarverkfræðingur í
Hafnarfirði 1926. Skipaði
hann sér í flokk jafnaðar-
manna og þokaðist brátt i
'fylkingarbrjóst, varð bæjar-
fulltrúi og bæjarstjóri 1930
og hafði framkvæmdarstjórn
kaupstaðarins á hendi sjö ár
á tímum kreppu og erfið-
leika og gat sér mikinn orð-
stír í þvi starfi, þó að hart
væri deilt. Emil Jónsson
valdist í embætti vitamála-
stjóra 1937 og gegndi þvi allt
til 1957 að ráðherratíð sinni
undanskilinni. Þá var hann
bankastjóri við Landsbanka
íslands fram á haust 1958,
en hefur haft fast aðsetur í
stjórnarráðinu síðan. Emil
var bæjarfulltrúi i Hafnar-
firði óslitið 1930—1962 og
öllum áhrifameiri um stjórn
kaupstaðarins. Hafa honum
verið falin margvísleg störf
í ráðum og nefndum, og mun
hann sér í lagi eiga drjúgan
hlut að þróun iðnaðarins og
sjávarútvegsins á landi hér.
Hefur bólstaður hans jafnan
verið í Hafnarfirði, þrátt fyr-
ir umsvifin í höfuðborginni.
Alþýðuflokkurinn fékk
meirihluta i bæjarstjórn
Hafnarfjarðar þegar 1926 og
gat þvi sem bezt ætlazt til
þess að vinna þingsætið, er
kaupstaðurinn varð sérstakt
kjördæmi. Persónufylgi
Bjarna Snæbjörnssonar
læknis réð þó úrslitum þar
1931 og aftur 1933. Emil
Jónsson kom svo til sögunn-
ar i baráttunni um þingsæt-
ið 1934. Sigraði hann með
yfirburðum Þorleif Jónsson
framkvæmdastjóra, sem var
miklu auðveldari keppinaut-
ur en Bjarni læknir með sín-
av vinsælu hendur, en hann
gaf ekki kost á sér til fram-
hoðs þessu sinni. Undu hafn-
firzkir sjálfstæðismenn úr-
slitunum illa, en töldu sig
naumast eiga uppreisnar
von, nema þeir nytu læknis-
handanna mjúku, og tefldu
Bjarna fram nauðugum vilj-
ugum 1937. Munaði harla
mjóu í þeirri orrahrið, en
Bjarni læknir varð þingmað-
ur Hafnfirðinga á ný með 61
afkvæði umfram Emil, sem
slóst i fylgd með honum um
salarkynni löggjafarsam-
komunnar sem landskjörinn.
Hins vegar átti Emil Jóns-
son alls kostar við Þorleif
Jónsson í báðum kosningun-
um 1942 og enn 1946, enda
þá orðinn ráðherra og áhrifa-
mikill landsfaðir. Sjálfstæð-
isf lokkurinn missti samt eng-
an veginn móðinn, en fékk }
Ingólf Flygenring forstjóra
til framboðs 1949 í trausti
þess, að persónulegar vin-
sældir hans gerðu gæfumun-
inn likt og á keppnisdögum
Bjarna Snæbjörnssonar. Til-
raunin mistókst, þvi að Em-
il sigraði með 1106 atkvæð-
um á móti 1002, en Hafnar-
fjörður var aftur orðinn
vafakjördæmi Ingólfur
lagði svo til atlögu við Emil
öðru sinni í kosningunum
1953, bar hærra hlut og fékk