Vikan


Vikan - 08.01.1970, Blaðsíða 25

Vikan - 08.01.1970, Blaðsíða 25
1225 atkvæði, þegar keppi- nauturinn varð að láta sér nægja 1129 og þær huggun- arríku sárabætur að heita landskjörinn þingmaður. — Emil hefndi þeirra ófara 1956 og felldi Ingólf Flygen- ring með 1388 atkvæði á móti 1156, Var Ingólfur þá úr sögunni i keppni þessari, en Sjálfstæðisflokkurinn valdi Matthias Á. Mathiesen sparisjóðsstjóra til framboðs i Hafnarfirði við fyrri kosn- ingarnar 1959. Emil Jónsson sat þá á stóli forsætisráð- herra við sæmd góða og virt- ist eiga sigur vísan gegn svo ungum og óreyndum mót- Iierja, en úrslitin í „rauða bænum“, sem fyrrum var, urðu víðkunn. Matthias hreppti 1417 atkvæði og 27 umfram Emil, sem enn einu sinni varð landskjörinn. Þótti byltan í Hafnarfirði söguleg, og lagði Jón Pálma- son á Akri andstreymi for- sætisráðherrans að liku við örlög sín, er hann féll við sömu kosningar i Húnaþingi fvrir Bimi Pálssyni á Löngu- mvri, þó að verið hefði for- seti sameinaðs þings. Emil Jónsson skipaði sið- an efsta sæti á lista Alþýðu- flokksins í Reykjaneskjör- dæmi haustið 1959 og var kosinn þingfulltrúi héraðs- ins við bærilegan orðstír. Hann var svo endurkjörinn 1963 og ennþá 1967, en sætti þá þvi mótlæti, að Alþýðu- flokkurinn missti forustuna i andófinu við Sjálfstæðis- flokkinn á þessum slóðum í hendur Frainsóknarflokks- ins. Flokksbræður Emils Jóns- sonar sýndu honum brátt mikinn trúnað á alþingi. Hann var forseti neðri deild- ar á sumarþinginu 1942 og virtist augsýnilega ráðherra- efni, ef Alþýðuflokkurinn hreppti stjórnaraðild. Gegndi því engri furðu, er Emil varð samgöngumálaráðherra i ný- sköpunarstjórninni svoköll- uðu, þegar hún settist að völdum haustið 1944. Emil gerðist svo viðskiptamála- ráðherra í ársbyrjun 1947 og liafði bækistöð í stjórnarráð- inu til hausts 1949. Þá vék hann þaðan og átti ekki aft- urkvæmt fyrr en nokkrar sumarvikur 1956, er hann gegndi embætti utanrikisráð- herra í forföllum Guðmund- ar I. Guðmundssonar. Haust- ið 1958 kom svo allt i einu röðin að ráðherradómi Em- ils á ný, þegar Alþýðuflokk- urinn myndaði minnihluta- stjórn sína. Valdist Emil þá forsætisráðherra og gegndi því embætti og fleiri ráðu- neytum árlangt. Kom svo i hlut hans haustið 1959 ráð- herraembætti sjávarútvegs- og félagsmála í samstjórn Sjálfstæðisflokksins og Al- þýðuflokksins, sem ennþá situr, en við brottför Guð- mundar 1. Guðmundssonar af landinu sumarið 1965 skipti liann um ráðuneyti og varð utanrikisráðherra. Em- il erfði formennsku Alþýðu- flokksins af Haraldi Guð- mundssyni 1956 og hafði þann vanda á hendi til liaustsins 1968, er Gylfi Þ. Gíslason leysti hann af þeim hólmi. Er Einil Jónsson elzt- ur ráðherranna i núverandi rikisstjórn. og ætla sumir, að hann láti af þingmennsku og ráðherratign við næstu kosn- ingar. Ekkert liggur þó fyrir um slíkt, og seigla Emils vii'ðist óbiluð. Hann fer sér raunar hægt i seinni tið, en virðist sannarlega maður fyrir stól sínum. Stjómmálabarátta Emils .Tónssonar einkennist af dugnaði og starfshæfni. — Hann er fjölmenntaður og skarpgáfaður, gagnkunnug- ur atvinnuvegum og þjóðar- búskap, vinnugarpur með ólíkinduin og rælcir embætti og trúnaðarstörf af einstakri samvizkusemi. Telst hann snarpur mælskumaður, ef á reynir, enda þéttur í lund og glöggur á aðalatriði i mál- flutningi. Andstæðingum finnst til um heiðarleik þessa tölfróða og framtakssama manns, og samherjar meta reynslu hans og hæfni mik- ils. Eigi að síður er Emil Jónsson harla umdeildur. Hann dylur oft mannkosti sína undir hrjúfri grimu þóttans og temur sér kaldr- analega framkomu, þó að eindrægni hans sé rik og táp- ið ótvírætt. Hann er svo ein- þykkur og ráðrikur, að mis- skilningfi veldur, og kallar þvi yfir sig óvild og and- stöðu. Honum er sýnt um að sætta aðra, ef liann vill, en hikar eklci við að sanna stór- mennsku og ofurkapp í smá- munuin á kostnað persónu- legra vinsælda líkt og hann stjórnist af liarðleikni, sem banni þessum margreynda Framhald á bls. 44. 2. tbi. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.