Vikan


Vikan - 08.01.1970, Side 26

Vikan - 08.01.1970, Side 26
Viðtal við Gunnar Þórðarson um „eitur- lyfjaneyzlu“ hljóm- sveitarinnar Trúbrot. TEXTI: ÖMAR VALDIMARSSON LJÖSM.: SIGURGEIR SIGURJÖNSSON VID RE MARk Hvar sem maður kemur þessa dagana er talað svo til eingöngu um tvennt: EFTA og dópstandið á Trúbrot. Ég rakst á kunningja minn í strætó um daginn og við fórum að tala um þetta tvennt, þó heldur meira um dópmálið svonefnda. Ég lét þá skoðun mína í ljós, að mér þætti heldur harkalega að þeim félögum farið, en þar var kunninginn á öðru máli. „Það verður að taka strangt á svona löguðu,“ sagði hann. En tæpri mínútu síðar viðurkenndi hann að ef hann ætti þess nokk- urn kost, þá mundi hann prufa að reykja svolítið marijuana sjálf- ur. Þessi vinur minn er ákaflega dæmigerður, það er að segja fyr- ir skoðanir sínar á þessu máli. ♦ I*au neyttu lyfsins: Shady Owens, Rúnar Júlíusson, Gunnar Þórðarson og Karl Sighvatsson. Fólk æpir sig rámt af skömm og hneykslan á hljómsveitarmeðlim- unum, sem kannske er ekki alveg ástæðulaust, en brennur svo í skinninu til að gera slíkt hið sama. Þetta sama kvöld hitti ég Gunnar Þórðarson, gítarleikara hljómsveitarinnar alræmdu, og fékk hann til að segja mér allt af létta um þetta mál, sem svo mikið hefur verið talað um í blöðum og á götum úti undan- farið. Gunnar sagðist sjálfur hafa fyrst notað lyfið í Englandi fyr- ir rúmum þremur árum síðan, þegar fyrri LP-hljómplata Hljóma var tekin upp. Síðan var það í Svíþjóð einu ári síðar og lítið meira. „Ég ætla elcki að þræta fyrir það,“ sagði Gunnar, „að það er hitt og þetta til í þessu sögum

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.