Vikan


Vikan - 08.01.1970, Blaðsíða 27

Vikan - 08.01.1970, Blaðsíða 27
ÞAU REYKTU NOKKR- AR MARIJUANAPÍP- UR, FJÖGUR SAMAN. ALLT FÓR A ANNAN ENDANN, OG ÞEIM ÞYKIR ÞAÐ HART. EN ÞAU BÍTA Á JAXL- INN OG GLOTTA ÚT f ANNAÐ .... HÉR SEGJA ÞAU FRA ÖLLU, OG DRAGA EKKERT UNDAN. ♦ Gunnar: — Undarlegt réttarfar sem stimplar okkur ótýnda skúrka en læt- ur svo glæpamennina hvíla undir verndarvæng sinum. rKTUM IUANA! sem hafa gengið um hljómsveit- ina í sambandi við kannabis- neyzlu, en ég harðneita því bæði fyrir mína hönd og eins hinna í hljómsveitinni, að við séum for- fallnir dópistar." „En hvar fenguð þið þetta marijuana sem þið voruð með? Ekki hafið þið komið með það sjálf frá Englandi í haust?“ „Nei, alls ekki, og það er líka tóm þvæla að við höfum verið að láta smygla þessu inn í landið fyrir okkur, og mig langar til að koma að því síðar. Við fengum þetta magn hjá Bandaríkjamanni af Keflavíkurflugvelli, sem við höfðum kynnzt rétt áður en við fórum til London í haust til að taka upp nýju plötuna. Við komum heim síðast í októ- ber, og skömmu síðar bauðst hann til að gefa okkur örlítið marijuana. Við þáðum það, öll nema Gunnar Jökull trommu- leikari, sem alltaf hefur verið ákaflega mikið á móti þessu. Og ég vil að það komi skýrt fram, að við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til þess að halda þessu leyndu og við gáfum aldrei eitt einasta gramm út fyrir hljóm- sveitina." „En einhversstaðar frá hlýtur sagan að hafa byrjað að leka um bæinn, og varla er til öðrum að dreifa en ykkur ?“ „Rétt. Ég verð til dæmis að viðurkenna fyrir sjálfan mig, að ég sagði persónulega vinum mínum frá þessu, og reikna með að hin hafi gert það líka, þannig að það er í rauninni okkur að Framhald á bls. 41 Gunnar Jöknll: — Ég hef lesið mikið um þetta — en ég er nægilega ánægð- 11 r með tilveruna eins og hún er. 4

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.