Vikan


Vikan - 08.01.1970, Blaðsíða 28

Vikan - 08.01.1970, Blaðsíða 28
Klukkuna vantaði korter í sjö á sunnudagsmorgni þeg- ar ungfrú Nancy Evans lagði af stað í kirkjuna. Hún hélt á gamalli handtösku og snjáðri Biblíu. Hún sótti kirkju á hverju kvöldi; á laugardögum og sunnudög- um dvaldi hún allan daginn í kirkjunni og sat hljóð á milli guðsþjónustanna. Hún var þrjátíu og þriggja ára gömul, há og grónn og klæddist eins látlaust og hægt var — notaði ekki einu sinni varalit. GulUð hárið var lit- að, eða réttara sagt litlaust, grátt og hafði verið bundið i hnút i hnakkanum til að reyna að leyna hlýlegri feg- urð föls andlitsins og blárra augnannna. Langir og falleg- ir leggirnir voru og faldir undir síðu og gamaldags pils- inu sem náði nærri því nið- ur að skónum er höf ðu verið i tízku ábyggilega fyrir 15— 20 árum síðan. Um leið og ungfrú Evans kom út úr húsinu þar sem hún bjó, kvað við skothvell- ur sem glumdi við í morg- unþögninni. Skotið kom frá bifreið er hafði verið lagt hinum megin við götuna, og fór beint í gegnum hjartað á Nancy Evans og drap hana samstundis. Hún féll á göt- una, bíllinn spólaði í burtu og lík fhennar fannst ekki fyrr en klukkan átta þann sama morgun. Hún var flutt á lögreglu- stöðina áður en hún var færð til líkskoðarans. Hal Fisher, leynilögreglumaður, skoðaði fallegt andlitið i meira en hálftíma aðallega vegna þess að hann hafði ekkert að gera og eins vegna þess að hann hreifst svo mjög af fegurð hennar. Fisher var nokkurskonar brandari á stöðinni þar sem hann var aðallega i þvi að hlaupa út í búð fyrir hina mennina og þar fram eftir götunum. Honum fannst starfið bæði leiðinlegt og nið- urlægjandi. Nokkrum vikum áður hafði hann komið inn í vínbúð sem verið var að ræna. Þrjár skammbyssur höfðu verið tæmdar í áttina að honum en samt hafði hon- um tekizt að skjóta einn til bana og særa hina tvo. Þeg- ar farið var að telja kom í ljós að 19 skotum hafði ver- ið skotið og ekkert þeirra hafði hitt Hal Fisher, sem var bæði stór og sver. Stuttu síðar hafði hann verið hækk- aður í tign og gerður að leynilögreglumanni við snubb- ótta athöfn á skrifstofu sak- sóknarans fyrir framan sjón- varpsmyndavélar og blaða- menn. Eftir á, þegar Hal hafði tekið hraustlega í hend- ina á saksóknaranum, sneri hann sér við, gekk á borð og braut í sér nokkur hand- leggs- og axlarbein við að reyna að komast hjá því að detta. Nú var hann í gifsi frá öxl og niður a handarbak, og hafði verið settur i létta vinnu á stöðinni. Hal var alltaf vandræðalegur þar, þvi herbergið sem leynilögreglu- sveitin hafði til umráða var lítið og fullt af fólki, og hann var stór svo hann var alltaf fyrir. Þá átti hann einnig erf- itt með að vinna nokkuð með hægri hendinni þar sem hann var örvhentur. í raun og veru var ekki mikið fyrir hann að gera svo hann var yfirleitt sendur út eftir kaffi og sam- lokum. Honum fannst svo sem í lagi að vera notaður fyrir sendisvein, en það sem honum fannst verst var að hann hlakkaði alltaf til þess að fara í sendiferð þvi þá komst hann út úr skrifstof- unni. Og Saunders liðþjálfi var ekki mikil hjálp honum til handa. Á hverjum einasta degi sagði hann við Hal: „Heyrðu strákur minn: Ég hef mikið að gera. Hvers vegna ferð þú ekki í bíó eða eitthvað og leitar að fólki sem lýst hefur verið eftir?" Hal fannst of gaman að vinna til þess að hann færi eitthvert til að slæpast, svo hann sagði við Saunders, um leið og hann færði honum kaffið: „Herra, ég hef verið að lesa skýrsluna um morðið á Nancy Evans •— þeirri sem var myrt i fyrradag." „Jæja?" svaraði Saunders Árafta- verk SAKAMÁLASAGA EFTIR STEVE APRIL óþolinmóður og grúfði sig ofan i skýrslu um stolna bif- reið. „Við settum hana i „Vonlaus mál". Morðdeildin var á sama máh og ég að það hefði verið einhver brjálæð- ingur sem drap hana. Þessi Evans bjó alein, var nokk- urskonar trúarofstækis- manneskja, átti enga ætt- ingja eða vini — ekki held- ur karlmenn — var búin að vinna á sömu skrifstofunni í 13 ár og talaði aldrei við neinn, svo ástæðan var alls engin." „En það hlýtur alltaf að vera einhver ástæða fyrir morði, jafnvel..." „Ekki þegar vitlaus maður er að verki," skaut Saunders inn í. „Ja, ég held nú samt að það hljóti að vera einhver ástæða þó ekki sé nema i hugarfylgsnum þessa vit- lausa morðingja. Og þvi held ég að hafi þetta verið einhver einn maður að verki, nema hann sé algjör byrjandi, hljóti hann að hafa haft ein- hverja fyrirmynd. Og hér í borginni hefur ekkert slikt skeð síðastliðin tvö ár — og ekki i sex ár i þessu hverfi. Herra, mér þætti vænt um að fá að glima örlítið við málið." „Fínt, fínt. Þá gerir þú það. Hafðu það alveg eins og þú vilt. En — er einhver sérstök VIKAN 2 tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.