Vikan


Vikan - 08.01.1970, Side 29

Vikan - 08.01.1970, Side 29
ásíæða fyrir þessum áhuga þínum?“ „Ég sá líkið, og þá datt mér þetta í hug. Hún var sérlega falleg — gæti hafa verið stjarna þessvegna, en samt gerði hún allt til að dyljast. Af hverju? Ég lield að ástæðan hljóti að vera bundin við það á einlivern hátt.“ „Gott og vel, Fisher, þú ferð í þetta af fullum krafti. Við ... Þú hefur bara gott af því að komast aðeins út úr liúrinu.“ Saundérs liðþjálfi hélt áfram að éta brauðsneið- ina og sökkti sér ofan í skýrsluna. „Já, herra,“ sagði Hal Fisher dauflega. Fisher leynilögreglumaður fór til hússins þar sem ung- frú Evans hafði búið og fékk gamla húsvörðinn til að hleypa sér inn eftir að hann hafði sýnt lögreglupassann. „Þú finnur ekkert þarna,“ sagði húsvörðurinn við Hal er þeir voru komnir inn í íbúðina. „Þeir eru þegar búnir að gramsa í þvi sem hún átti. Þessi Evans- dama, hún var skrýtin.“ „Skrýtin?” endurtók Hal, þegar þeir fóru inn í eldhús- ið. „Já, þú getur nú hara séð það sjálfur. Þetta er eins og fangaklefi. Ekki neitt nema borð, stóll og rúm. Engar bækur, ekkert útvarp, ekk- ert sjónvarp og ekki einu sinni gluggatjöld. Bara rúllu- gardínur." Hal skimaði um herbergið sem var nærri tómt og opn- aði klæðaskáp. Þar var ekk- ert nema gömul regnkápa, vaðstígvél og gamall og snjáður sloppur. „Eru þetta öll fötin sem hún átti?“ „Jamm. Þetta er allt og sumt. Maður hefði nú liald- ið að ung kona .. ég meina .. tökum dóttur mína: Hún eyð- ir hverjum einasta eyri í fatarusl. Og mér hefur skilizt að ungfrú Evans liafi átt nærri því tiu þúsund dollara í bankanum. Hún var svo liljóð að maður vissi varla af henni. Venjulega kom hún lieim frá vinnu um klukkan 6, með eitthvað að borða og svo fór hún aftur um það bil hálftima seinna í kirkj- una; þaðan kom hún svo klukkan niu eða eitthvað þar um bil. Einu skiptin sem ég talaði við hana var þegar hún kom til að borga mér húsa- leiguna fyrsta hvers mánað- ar. Borgaði alltaf eins og al- manak og alltaf í beinhörð- um peningum.“ „Var hún vingjarnleg við einhvem leigjendanna ?“ „Ekki aldeilis! Hún bjó hér í 10 ár og talaði aldrei við neinn. Gekk hér út og inn eins og hún væri í öðrum heimi. Hélt aldrei samkvæmi og enginn spurði um hana — eins og ég var búinn að segja hinum Iöggunum.“ Húsvörðurinn glotti guln- uðum tönnum framan í Hal. „Þeir hafa svei mér verið í Uallæri fyrst þ)eir fóru að senda þig út af örkinni með handlegginn svona. Hvað — fékkstu kúlu?“ „Hárrétt. Jæja, þakka þér fyrir lijálpina. Ég ætla að Nancy Evans var algjör einstæðingur og þekkti engan. Enginn þekkti hana en samt var hún myrt. Hvers vegna? Hal Fisher var orðinn leiður á því að vera sendisveinninn á stöðinni og hann ætlaði sér að komast að því . . . svipast aðeins um liér... ég kem með lykilinn niður til þin.“ Gamli maðurinn fór og skildi Hal eftir einan í íbúð myrlu konunnar. Hann grandskoðaði i kringum sig og gerði sér grein fyrir þvi að eitthvað var ekki eins og það átti að vera. Ibúðin liafði engan persónuleika, sagði ekkert. Veggirnir voru auðir, ekki einu sinni Kristsmynd. Sími var enginn og i bað- herberginu var aðeins tann- bursti, sápa og hárbursti. Tvær neðstu skúffurnar í kommóðunni voru tómar og í hinum voru aðeins nærföt, blússa, sokkar, handklæði, tvö lök og koddaver. Hal færði lcommóðuna frá en bak við hana var ekkert. Ekki bók, gamalt bréf, tímarit, ekki einu sinni dagblað. í ísskápn- um var brauðhleifur, smjör- stykki og mjólkurkanna. Það eina sem fannst í eldhús- skápnum var bursti og glas með sápudufti og i skúffu í eldhúsinu var aðeins einn hnifur, einn gaffall og ein skeið. Og fyrir utan nokkrar niðursuðudósir voru hillurn- ar galtómar — jú, þarna var diskur og bolli. Hal hristi höfuðið algjör- lega agndofa. „Það er engu líkara en hún hafi lifað i klaustri. Ekki einu sinni ilm- vatnsglas og eini spegillinn í íbúðinni er i baðherberginu. Hvers vegna lokar ung og falleg kona sig svona inni?“ muldraði hann 'við sjáKan sig. Hann lyfti upp dýnunni i rúminu en fann ekkert þar heldur. Hann fór þvi út og læsti á eftir sér; hringdi dyrabjöllunum sitt hvorum megin við ibúð ungfrúarinn- ar myrtu en fékk ekkert svar. Póstmaður var að setja bréf i gljáfægð pósthólfin í anddyrinu. Hal sýndi honum lögreglustjörnuna og spurði: „Ert þú pósturinn sem kernur hér venjuiega?“ „Rétt.“ „Fékk ungfrú Evans milc- inn póst?“ „Sú sem var drepin?“ Hal kinkaði kolli. „Þekkt- ir þú hana?“ „Nei. Eina sldptið sem ég sá liana var á mynd í blöð- unum, og það var nú ekki beisið — hún lá endilöng á gangstéttinni. Nei, það væri sko annað líf að vera póstur ef enginn fengi meiri póst en liún, liér um slóðir. Hún fékk aldrei bréf, blað — eða svo mikið sem auglýsingu frá einhverju nýju fyrirtækj- anna. Alls ekkert. Jú, ég lýg þvi: Á tveggja mánaða fresti féSkk hún rlifmagns- reikning. En ekkert meir.“ „En böggla?“ „Aldrei. Hún fékk ekki einu sinni kort á jólunum. Hvað . . . slasaðistu í götu- óeirðum?“ „Já.“ Hal gekk niður í kjallarann og skilaði lyklin- um. Svo stóð hann um stund á gangstéttinni og las minn- isatriðin sem liann hafði skrifað eftir skýrslum hinna lögreglumannanna. I þögulli kirkju, þremur liúsaröðum neðar, talaði Hal við ungan prest, Föður Gor- don. „011 dauðsföll, sem ekki koma eðlilega eru hrollvekj- andi, en ungfrú Evans.... erfitt að átta sig á þvi. Auð- vitað sá ég liana í kirkjunni oft á tíðuin, en hún var und- arleg, ung kona. Á hverju kvöldi sat hún á einum bekknum, stundum í bæn, en yfirleitt virtist hún niður- sokkin i eigin hugsanir. Og á laugardögum sat hún hér allan daginn án þess að skreppa frá í fimm minútur til að fá sér matarbita. Á sunnudögum sótti hún allar guðsþjónusturnar, frá því snemma á morgnana og þar til seint á kvöldin. Á milli þeirra sat hún bara og starði á altarið. Hún var alltaf klædd á látlausan hátt, þó snyrtíleg og með alpaliúfu sem lmldi hárið.“ „Faðir, var hún virkur þáttlakandi i einhverju starfi innan kirkjunnar?“ „Nei. Við reyndum nokkr- um sinnum að fá hana til að ganga í kvenfélagið eða þá að kenna í sunnudagaskólan- um, en hún hristi bara höf- uðið örlitið. Og til að segja eins og er, þá held ég að ég liafi aldrei heyrt hana segja orð.“ „Var hún trúarofstækis- manneskja?“ „Mér líkar ekki þetta liug- tak. Ég myndi segja að ung- frú Evans hafi fundið hér i kirkjunni okkar eitthvert skjól — sem er það sem kirkjan ætti að vera fyrir alla. Stundum bað liún, en yfirleijtt sat hún þögul og starði fram fyrir sig; greini- Framhald á bls. 30. 2. tbi. vikAN 2í)

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.