Vikan


Vikan - 08.01.1970, Page 30

Vikan - 08.01.1970, Page 30
í þessari bók opinberar Juliette Benzoni enn einu sinni fágæta hæfileika sina til að segja sögu. Lýsingar henn- ar eru myndrænar og ljósar og baksviðið er hið glæsta Frakkland fimmtándu aldar. Hröð og spennandi at- burðarásin gerir þessa sögu að sjálfstæðu, örlaga- þrungnu verki, sem stendur fyllilega jafnfætis öðrum bókum hennar um sömu sögupersónu, Catherine. Áður hafa komið út „Sú ást brennur heitast“ og „Catherine“, sem fengu mjög góðar viðtökur lesenda. Fæst hjá næsta bóksala HILMIR HF. SKIPHOLTI 33 PÖSTHÖLF 533 SÍMI 35320 REYKJAVÍK Kraftaverkið Framhald af bls. 29 lega mjög sáit við umheim- inn.“ „Gaf liún nokkurn tíma peninga til kirkjunnar?“ „Nei, ekki i*eglulega. Og mér fannst það satt að segja töluvert undai-legt að lesa það í blöðunum að ungfrú Evans hefði verið í fastri, dável borgaði’i vinnu í mörg ár — ég meina að mér fannst það skrýtið miðað við fötin hennar.“ „Heldur þú að hún hafi nokkru sinni liitt einhvern hér í kirkjunni?“ „Ekki svo ég viti til þess. Hún sat alltaf ein .. . eh, haf- ið þið komizt að því hver það var sem myrti hana?“ „Ekki enn. En ég er að leita að ástæðu — það er ástæða fyrir öllum morðum. Faðir, ég er ekki að biðja þig að brjóta nokkrar reglur, en við skriftir, sagði ungfrú Ev- ans ...“ „Hún ski-iftaði aldrei.“ Hal stóð upp og þeir tók- ust i hendur. „Það er tölu- vert afi*ek af þér að vera að vinna svona með liálfan lík- amann í gifsi,“ sagði faðir Gordon. „Þú hlýtur að vera duglegur lögregluþjónn þrátt fyrir það hve ungur þú ert.“ Hal yppti hægri öxlinni og sagði ekkert, Hann fór með neðanjarð- arlestinni til miðborgarinn- ar, kom við í kaffihúsi og fékk sér kaffi og meðlæti. Minnstu munaði að hann missti bakkann með öllu saman á gamla, gráhærða konu, en tókst að bjarga þvi við á síðustu stundu. Síðan fór hann til að liitta ráðn- ingastjóra tryggingafyrir- tækisins sem Nancy Evans liafði unnið fyrir. Ráðninga- stjórinn reyndist vera þokka- lega klædd rauðhærð fegurð- ardís sem lék sér að gullnu sígarettuveski um leið og hún skoðaði Hal upp og niður: „Eins og ég hef þegar sagt hinum lögreglumönnunum, hafði ungfrú Evans þegar unnið hér i átta ár þegar ég kom liingað. Hún var ein- staklega hæfur starfskraftur, aldrei veik og vann venjulega i fríum til að ná sér í nokkra auka-skildinga. Einu sinni eða tvisvar stakk ég upp á því við liana að liún fengi sér eitthvað af nýjum föt- um.... jú. hún var alltaf lirein og snyrtileg, en liafði hara hræðilegan smekk. Ég veit ekki hvar hún hefur grafið þessi föt sín upp. Og það skrýlna við þetta allt saman var, að hún liefði get- að verið virkilega aðlaðandi og falleg stúlka — hefði hún klætt sig vel.‘ „Já, ég veit. Sýndi hún karlmönnunum hér nokkurn tíma áliuga?“ „Hhha! þessi var góður. Hún vissi ekki einu sinni að til væri nokkuð sem hét karl- maður. Hún sýndi engum áliuga og kom aldrei á jóla- samkomuna hjá okkur. Hún fór ekki einu sinni út í mat; keypti alltaf brauðsneið frá stráknum sem kemur hér með snarl í liádeginu, fékk sér mjólkurhyrnu með og át við borðið. Hún fór aldrei frá horðinu allan daginn — ég man ekki einu sinni eftir ]iví að liún færi nokkurn tíma á salernið.“ „Hvers konar vinnu vann hún?“ „Hún vélritaði hagskýrsl- ur og var sú hezta sem við höfðum. Hún vann eins og lifandi vél. Vinna liennar var ávallt álitin einstaldega góð. Við buðum henni stöðu- hækkun hvað eftir annað en hún neitaði alltaf. Hún virt- ist ekki hafa snefil af metn- aði i sér. Virkilega skrýtin.“ Hal tókst að ná minnisbók- inni upp úr vasanum. „Við getum ekki fundið neina ætt- ingja. Faðir liennar dó þeg- ar hún var reifabarn og móð- ir liennar fór sömu leið fvrir mörgum árum. Húsið þar sem móðir hennar bjó var rifið árið 1959. Hafið þið ein- hverja ættingja skráða i spjaldskrám ykkar?“ „Nei. Hinn lögreglumaður- inn staðfesti það. Og ef það skiptir einhverju máli, ]iá á hún inni lijá okkur, sem hluta af tryggingu sinni, tvö þúsund dollara. Hún talaði aldrei um það.... ég skal sækja skýrsluna hennar.“ Skýrslan um Nancy Evans reyndist vera injög áþekk lífi liennar, tóm og heldur hald- 30 VIKAN 2- tbl-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.