Vikan


Vikan - 08.01.1970, Blaðsíða 33

Vikan - 08.01.1970, Blaðsíða 33
laus. Þetta var fyrsta og eina vinnan sem hún hafði nokk- urn tíma nnnið. Hún hafði hætt í George Washington menntaskólanum á síðasta ári til þess að fara að vinna, þá 17 ára gömul. Einu með- mælin sem hún hafði voru frá ungfrú Thelmu Wallace, kennara. Hal stóð upp: „Gæti ég fengið að tala við þann sem vann á næsta borði við ungfrú Evans?“ „Það verður bara tíma- eyðsla. Nancy Var manna- fæla og svo talaði hin löggan við allar stúlkurnar sem unnu með llenni... bíddu við; Frú Escobar var ekki við daginn sem hann kom. Þú getur talað við hana. Komdu með mér.“ Hal var rétt búinn að ganga þá rauðhærðu niður við dyrnar og átti fullt í fangi með að forða sér. Hún glotti. „Þú ert aldeilis snöggur að standa upp svona stór. Þú hlýtur að vera heilmikill dansari.“ „Já,“ svaraði Hal. „Ég handleggsbrotnaði á dans- leik.“ Hann braut heilann um það hvort liún væri að gera grin að honum. Hann beið á ganginum, sem var fullur af sælgætis- vélum. Beint á móti honum var stór salur þar sem ábyggilega 50 konur sátu og vélrituðu. Þegar frú Escobar, lítil og feitlagin kona um þrí- tugt kom inn, sagði hún: „Ég var lasin heima þegar ég las um vesalings Nancy í blöðunum. Ég trúi því varla ennþá. Hvern myndi langa til að drepa einstæðingskonu eins og Nancy?“ „Það er akkúrat það sem ég er að reyna að komast að. Voruð þið Nancy vinir?“ „Sjáðu nú til. Ég sat við hliðina á henni í nærri 6 ár, og það eina sem við sögðum hvor við aðra var að bjóða góðan dag eða góða nótt. Og það er það eina sem hún sagði við nokkurn nlann. Hún borðaði við skrifborðið sitt og byrjaði að vinna aftur um leið og hún var búin. Fór aldrei út með hinum stúlk- unum og aldrei í búðir eftir útborgun." „Talaði liún nokkurn tima um karlmenn?“ „Nei, því er nú ver og mið- ur. Ég hélt því alltaf fram að liún þyrfti að ná sér í karl- mann. En hún hafði ekki áhuga á neinu — ekki einu sinni karlmönnum. Nancy var undarleg kona. Hún var með fallegt Ijóst hár í raun og veru, en hún litaði það með þessum leiðinlega gráa lit. Stundum horfði ég á hana og hugsaði með mér hversu glæsileg og falleg kona lnin gæti verið ef liún reyndi eitt- hvað til þess “ Hal kinkaði kolli. „Skeði ikannske eitthvað undarlegt nýlega? Eittlivað óvenjulegt? Ég meina .. virtist hún eitt- livað æst eða hrædd?“ „Nei. Hún talaði aldrei. Ég er aftur á móti heilmikil blaðurskjóða. Maðurinn minn segir .... bíddu hægur: Ég man svolítið. I síðustu viku, ég lield það hafi vei’ið á föstudagikm, þá sat hún nokkuð lengi í kaffitímanum og hrosti að engu. Hún virt- ist æst — ég meina fyrir hana var það eitthvað sem var óvenjulegt. Hún var eins og engill. Ég hafði aldrei séð liana brosa áður, svo ég spurði hana hvort eitthvað væri að og liún brosti til min. Svo sagði hún blíðlega: „Kraftaverk hefur skeð.“ 2. tbi. viKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.