Vikan


Vikan - 08.01.1970, Blaðsíða 34

Vikan - 08.01.1970, Blaðsíða 34
MIDA PRENTUN HILMIR HF SKIPHOLTI 33 - SlMI 35320 „Rraftaverk? Hverskonar kraftaverk?“ Frú Escobar yppti öxlum. „Hún sagði ekkert meira. Og maður talar lítið um trúmál hér. En ég sá að Nancv var ákaflega hamingjusöm.“ „Talaði hún um þetta kraftaverk aftur?“ „Nei, herra minn. Þetta var á föstudaginn og hún var myrt á sunnudaginn, eins og þú veizt.“ Hal þakkaði frú Escobar fyrir og stóð upp. „Drottinn minn!“ sagði hún og horfði upp til hans. „Þú ert aldeilis af stærri gerðinni. Hvernig meidd?“ „Ég lenti í slag við Risana, fótboltaliðið í New York.“ Hal ruddi sér braut í gegn- um hóp skólakrakka þegar hann kom að George Wash- ington menntaskólanum kl. 3:05. „Ungfrú Thelma Wallace? Nei, hér er enginn kennari með því nafni. Ó, bíðið and- artak, lögregluforingi.“ Hún gekk yfir að skjalaskáp. „Jú, ungfrú Wallace hætti og sett- ist í helgan stein árið 1959. Hér er heimilisfangið henn- 34 YIKAN 2-tw- ar — liún býr í hinum enda borgarinnar “ Hal hringdi á stöðina og fékk að tala við Sáunders. „Hvað? Ert þú veikur, Fish- er? Ha? Ójá. Þú lieldur þig bara við þetta Evans-mál. Og ef þú hefur nóg að gera á morgun, þá þarftu ekkert að vera að koma hingað.“ Klukkan var nærri því orð- in hálf sex þegar Hal komst í hverfið þar sem ungfrú Wallace bjó. Einbýlishúsa- hverfi,' og hvert húsið öðru líkara. Ung stúlka, um það bil 13 ára gömul, með gullið hár, íklædd þröngum galla- buxum og peysu sem sann- aði að hún var vel vaxin kom til dyra. Iiún flissaði þegar hún sá Hal: „Með þennan liandlegg ert þú ábyggilega ekki sölumað- ur.“ „Er ungfrú Thelma Wall- ace ekki til heimilis hér?“ „Amma liggur í rúminu. Ertu kannske rukkari?“ Dökk augu stúlkunnar fengu á sig hræðslublandinn blæ um stund þegar hún sá lögreglumerki hans. Svo flissaði hún aftur. „Þú hlýtur að hafa vitlausa ungfrú Wallace. Amma seldi bílinn sinn fyrir mörgum mánuðum síðan, svo hún hefur ekki getað keyrt á þig og nú hefur hún legið í rúm- inu með gigt í margar vik- ur.“ „Mig langar til að tala við hana um fyrrverandi nem- anda henanr“ Stúlkan glotti. „Oho, nú platarðu. Amma hefir ekki kennt svo árum skiptir. Heyrðu, ertu í alvöru lögga eða . ..“ „Sjáðu nú til, stúlka mín,“ sagði Hal þolinmóður. Ég er lögreglumaður og það er áríðandi að ég fái að tala við ömmu þína. Ég lofa þér þvi að ég skal ekki trufla hana nema í örfáar mínútur.“ „Jæja, það er kannske allt í lagi. Komdu með mér.“ Hal elti dinglandi mjaðm- irnar upp stigann og beáð fyrir utan herbergi á efri hæðinni. 1 gegnum dyrnar sá liann gamla konu sitjandi uppi í rúminum og horfa á sjónvarp. Andlit hennar var hrukkótt og hárið járngrátt, en hann sá, jafnvel úr þess- ari fjarlægð að hún var með björl og lifandi augu. Augnabliki síðar kallaði konan: „Komið þér inn, lög- regluforingi. Tina, slökktu á sjónvarpinu og taktu slopp- inn minn af stólnum. Fyrir- gefið þér óreiðuna í herberg- inu mínu og fáið þér yður sæti. Hvað kom fyrir hand- legginn á yður, foringi?“ „Ég datt/‘ svaraði Hal, sitjandi á stólnum og liorfði vandræðalega á gömlu kon- una sem skoðaði liann í krók og kring. „Ungfrú Wallace, munið þér eftir stúlku sem þér kennduð í George Was- hington menntaskólanum fyrir svo sem 15 árum; Nancy Evans?“ „Tina, farðu nú niður og haltu áfram að læra.“ Er stúlkan var farin sneri gamla konan sér aftur að Hal og sagði: „Auðvitað man ég eftir Nancy. Indæl stúlka. Er hún í einhverjum vandræðum aftur?“ „Aftur?“ „Ungi maður, þér eruð lögregluforingi. Hvað hefur komið fyrir Nancy? Ekki draga mig á þessu.“ „Hún varð fyrir skoti — myrt fyrir tveimur dögum. Það var á forsíðum allra blaðanna, ungfrú Wallace.“ „Æ, ég lít aldrei i blöðin. Þar er ekkert nema morð og svindl. Drottinn minn! Hver skyldi vilja drepa veslings Nancy?“ „Við vitum það ekld. Það er ástæðan fyrir því að ég er hér.“ „Já, en ég hef ekki séð Nancy í . . ó, mörg, mörg ár. Ég var aðalkennarinn hennar. Indæl stúlka, falleg og fjörug.“ „Hvernig vandræðum var hún í, ungfrú Wallace?” „Nancy varð ófrísk þegar hún var aðeins 17 ára. Móð- ir hennar var ein þessara heimsku, fordómafullu og siðavöndu kvenna, sem, i stað þess að hjálpa veslings barninu, lét eins og heimur- inn væri að farast. Hún rak stúlkuna á dvr.“ „0. Þekktuð ]>ér harnsföð- ur hennar?“ „Það hefur sjálfsagt verið einhver strákkjáninn. Ég spurði aldrei að því. Ef frú Evans hefði kennt dóttur sinni eitthvað um kynferðis- mál, hefði þetta aldrei kom- ið fyrir. Nei, það eina sem móðirin gat hugsað um var að lvoma stúlkunni á eitt- hvert heimili — til að losna við hana. Nancy var nærri þvi móðursjúk, og gat ekki hallað sér að neinum. Svo ég kom henni á heimili fyrir ógiftar mæður, og þegar barnið, sem reyndist vera stúlka, falleg eins og Nancy, fæddist, var hún gefin. Nokkrum mánuðum síðar beið Nancy eftir mér fyrir utan skólann, einn daginn, og bað mig að gefa sér með- mæli svo liún gæti fengið vinnu. Ég gerði það með glöðu geði og það var það síðasta sem ég frétti af henni. Og nú segir þér að hún sé dáin. Þetta mannfélag getur verið ákaflega grimmt, lög- regluforingi, eins og þér hljótið að vita. Yið eyðum fólki til einskis. Ég reyndi að segja frú Evans að Nan- cy hefðu orðið á mistök fyr- ir fákunnáttu; að það væri

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.