Vikan - 08.01.1970, Blaðsíða 35
rangt að fara með barnið
eins og hún væri glæpa-
kvendi, en hún neitaði að
tala við mig. Óttalega hörmu-
legt, allt saman. Þegar ég sá
Nancy síðast var hún þegar
orðin breytt, hafði týnt nið-
ur lif sglampanum — hún var
sem gangandi lik. Auðvitað
er það hræðilegt og barbar-
ískt að gefa burtu eigið barn
— og ég veit að það hefur
verið mikið áfall fyrir Nan-
cy."
„Hún minntist aldrei á
föðurinn?"
„Nei."
„Munið þér hvað nafn
heimilisins, þar sem Nancy
ól barnið, var?"
„Nei, það eru svo mörg ár
síðan, en ég man að ég fór
með Nancy þangað í leigu-
bíl. Það var í Bronx, á Claud-
wellgötu og stjórnað af
nunnum. Veslings Nancy —
átti ekki einu sinni ættingja
sem hún gat snúið sér til."
„Jæja, þakka yður fyrir,"
sagði Hal og reis á fætur —
um leið og hann tók um stól-
bakið svo stóllinn færi ekki
um koll. „Þér hafið verið
mikil hjálparhella."
„Nancy Evans dáin. Hún
hef ur ekki getað verið nema
rétt þritug, Ef móðir henn-
ar hefði verið viti borin og
reynt að skilja barnið sitt —
við vitum að svona nokkuð
kemur fyrir — þá er ég viss
um að Nancy hefði lifað
ákaflega hamingjusömu lífi."
Hal kom á stöðina næsta
morgun og varð hálf vand-
ræðalegur þegar þar var jafn
fjölmennt og á sænskri kvik-
myndafrumsýningu. Ávisana-
og lyfseðlafalsari hafði verið
i nágrenninu daginn áður og
haft mikið upp úr krafsinu.
Bæði lyf og peninga. Hal
reyndi að flækjast ekki fyrir
á meðan hann beið eftir
tækifæri til að tala við Saund-
ers liðþjálfa og sagði honum
síðan að hann langaði til að
fara yfir í Bronx og vinna
að Evans-málinu. Saunders
losaði sig við Hal á einfald-
an hátt:
„Olræt, strákur. Þá gerir
þú það — og engan æsing."
I dag fannst Hal hann alls
ekki svo tilgangslaus, svo
hann lét þessi ummæli
Saunders sem vind um eyr-
un þjóta. Hann hafði orðið
sér úti um heimilisföng allra
heimila fyrir ógiftar mæður,
og fundið eitt i Cauldwell-
götu, rétt eins og ungfrú
Wallace hafði sagt.
Nunna í hvítum kyrtli tók
á móti honum og sagði hon-
um með litlausri röddu að
það væri rétt: „Eftir skýrsl-
um okkar að dæma, var ung-
frú Nancy Evans hér fyrir
tæpum sextán árum."
„Hafið þið nafn föðurins?"
„Nei. Annað hvort vissi
stúlkan það ekki eða þá vildi
hún ekki segja frá þvi."
„Mér þætti vænt um að fá
að vita hver tók barnið að
sér."
Systirin brosti asnalega.
„Þó þetta hafi verið áður en
ég kom hér, get ég ekki sagt
yður það. Við eyðileggjum
allar skýrslur af því tagi.
Móðirin veit aldrei hver tek-
ur barnið hennar og fóstur-
foreldrarnir vita aldrei hver
átti barnið. Það vill nefni-
lega oft til að eftir að stúlka
hefur fallizt á að gefa barn-
ið, giftist hún og þá vill hún
fá barnið sitt aftur. Auðvit-
að gæti þetta haft í för með
sér alls kyns leiðindi og
flækjur svo við eyðileggjum
allar skýrslur um ættleið-
ingar."
„Ég skil. systir, en þetta er
lögreglumál, morðmál, og
það mikilvægt. Ættleiðing
verður að fara fyrir rétt, svo
einhvers staðar hljóta að
vera til skýrslur."
„Mér þykir fyrir því, lög-
regluforingi. en staðreyndin
er sú, að öllum skýrslum
hefur verið hent og brennt."
Hal var kominn aftur á
stöðina um hádegi. Saund-
ers var í símanum og tók
niður lýsingu stolins bíls.
Þegar hann sá Hal, rétti hann
fram höndina og sagði:
„Fisher, náðu í brauðsneið
með nautakjöti, miklu sinn-
epi og gleymdu ekki laukn-
um. Kaffibolla líka, sykur-
laust."
Þegar Hal kom aftur rót-
STJÖRNUSPÁ -•**#•-
n Hrútsmerkið (21. marz — 20. aprll): Þú hefur beðið eftir því undanfarið að ákveðinn at-burður gerist og nú er liklegt að svo verði. Vertu vel viðbúinn. Sunnudagurinn skiptir þig mestu, þú þarft að koma miklu í verk þá. 0 Vogarmerkið (24. september — 23. október): Þú verður mjög mislyndur næstu daga og muntu nokkrum sinnum eiga bágt með að halda aftur af þér. Föstudagurinn er varhugaverður, einkum ef þú átt stefnumót við ástvin þinn. Heillalitur er fjórir.
109 NautsmerkiS (21. aprll — 21. maO: Reynt verður að bendla þig við mál, sem þú vilt alls ekki koma nálægt. Á vlnnustað gerist nokkuð óvænt, að minnsta kosti áttir þú ekki von á þessum viðbrögðum úr þessari átt. ^p Drekamerkið (24. október — 22. nóvember): Vikan verður fremur sviplaus. Þú eyðir miklum tíma I að lagfæra verk sem hefur gengið úr skorð-um. Gættu þess að lofa ekki meiru en þvi, sem þú getur staðið við. Heilladagur laugardagur.
fl Tvfburamerkið (22. mol — 21. júnQ-. Maður. sem vill þér vel, kemur talsvert við sögu þina i vikunni, en þér mun þykja hann helzt til ráðríkur. Þú skuldar einhverjum bréf og ættir alls ekki að draga lengur að svara þvi. $# BogmannsmerkiS (23. nóvember — 21. des.): Kunningi þinn verður til að opna augu þín fyrir nýjungum, sem verða þér að miklum notum við áhugamál þín. Einhverjar mikilvægar breytingar gætu orðið á starfi þinu á næstunni.
^^^^^ KrabbamerkiB (22. |ún( - 23. júlO: Engin stórtiðindi gerast í vikunni, en þú færð nú uppfyllta eina ósk sem þú hefur lengi þráð. Einhver náskyldur þér hverfur af sjónarsviðinu um stundar-sakir. Þú saknar hans mikið. & SteingeitarmerkiS (22. desember — 20. janúar): Þvi miður verðurðu fyrir vonbrigðum, sem þú tekur-nærri þér. Helgin verður nokkuð óvenjuleg og mun hún draga nokkuð úr sviðanum. Likur eru á kunn-ingjaheimsókn, sem flytur góð tíðindi.
*
^igjr
LjónsmorkiB (24. júll - 23. ágúst): Allt bendir til þess að fristundirnar verði bezt not-aðar til heimavinnu. Komdu ýmsu i lag. sem þú hefur trassað undanfarið. Illur orðrómur verður til að koma vini þinum i klípu. J& VatnsberamerkiS £21. janúar — 19. febrúar): Vandaðu vel allt skrifað sem þú lætur frá þér fara i vikunni. Sérstaklega skaltu varast samningsgerðir. Þú kemur fram fyrir hönd einhvers annars og tekst mjög vel til. Heilladagur er föstudagur.
4íf MeyjarmerklS (24. ágúst — 23. iopt«mb»r)-. Þú ert rrvjög kröfuharður og eru kröfur þinar alls ekki sanngjarnar og óvist hvort þú græðir nokkuð á þeim. Þú lendir i fjölmennu samkvæmi, en þú verður að gæta hófsemi. m FiskamerkiS (20. febrúar — 20. morz): Þú heldur að þú getir annað miklu meira en raun er á og kemur það niður á þinum nánustu, vegna þess hve úrillur og uppstökkur þú ert. Gagnrýndu ! þetta atriði hjá þér, kannske finnurðu lausn sjálfur. 1
2. tw. VIKAN 35