Vikan


Vikan - 08.01.1970, Blaðsíða 37

Vikan - 08.01.1970, Blaðsíða 37
„Maður frá Húsnæðis- málaráðuneytinu, mamma, til að rannsaka íbúðina okk- ar. Móður minni líður ekki rétt vel," bætti hún svo við i hálfum hljóðum. Hal fannst góð lykt af henni. Hann gekk út á svalirnar og gerði eins og hann hélt að alvörustarfsmaður frá ráðuneytinu myndi gera. — „Hafið þið tekið nokkuð eftir því hvort hér lekur eða blæs í gegn, ungfrú?" „Nei, það held ég eklci. En það er nú ekki nema vika síðan við fluttum hingað, svo við höfum ekld haft mik- inn tíma til annars en að koma okkur fyrir. Pabbi er enn í Syracuse að ganga frá einhverjum viðskiptum. É'g hélt að þú værir hann þegar þú komst." Hún flissaði. Hal fór aftur inn i stof- una og síðan fram á gang- inn. Hann opnaði nokkrar skúffur og skápa; lét líta þannig út að hann væri að athuga hvort dyrnar féllu vel að stöfunum. „Svo þú ert nýflutt til New York. Hvern- ig finnst þér?" „Alveg æðislegt, ofsafjör." „Ertu fædd í Syracuse?" „Já.« „Þú átt kannske mikið af ættingjum hér i New York?" spurði Hal og opnaði skúffu fulla af meðalaglösum og umbúðum utan af lyfjum. „Ég meina . . það virðast allir þekkja einhvern hér í New York. Er faðir þinn apótekari?" „Ekki alveg; hann vinnur fyrir tyfjafyrirtæki og fékk loksins stöðuhækkunina langþráðu, sem er ástæðan fyrir þvi að við fluttum hing- að. Og ég þekki engan hér, því öll fjölskyldan býr ein- livers staðar annars staðar í fylkinu. En ég er fljót að eignast vini " Hal gekk nú inn í nýtízku- legt eldhús og teygði sig upp yfir ísskápinn til að opna skáp þar. En um leið og hann tók í handfangið féll flaska niður úr skápnum, brotnaði í mél á gólfinu og Hal varð aliur útataðar í hvitri kvoðu. „Ó, mér þykir fyrir þessu," sagði hann með afsökun í rómnum. „Þetta er allt í lagi og okk- ur að kenna," svaraði stúlk- an. „Við settum hlutina bara þar sem hendinni var næst. Bíddu aðeins, ég skal hreinsa þetta af þér." Há kona, með beinabert andlit, íklædd bláum nátt- slopp og inniskóm, svart hárið úfið og syf juleg á svip- inn, kom i dyrnar. „Hvað gengur á hér, Glor- ia?" spurði hún. Augun voru djúpt inn í höfðinu á henni, svartir baugar undir þeim og hörundið var nærri hvitt. Hún gat verið hvar sem er á milli fertugs og sextugs. „Það var mér að kenna," sagði Hal. „É'g opnaði skáp- dyr og flaskan féll á mig. Ég er aðeins að sjá hvort hurð- irnar falla vel í falsið." „Þetta er móðir mín," sagði Gloria. „Hafið engar áhyggjur, — þetta er aðeins húsgagna- áburður," sagði konan með titrandi röddu. „Það ætti ekki að skemma fötin yðar." Hún tók svamp úr vaskin- um og fór að þurrka af Hal. Svo bætti hún við: „Þér get- ið ekki gert þetta svona ein- hentur. Ég er vi:ss um að fötin yðar verða jafngóð á eftir...". ." Hún hætti skyndilega að tala og sleikti varirnar. Glor- ia var önnum kafin við að týna upp flöskubrotin af gólfinu, og síðan hélt konan höstuglega áfram: „Farðu og þvoðu þér, Gloria, ég skal klára hér inni." „En mamma, þú ættir að hvíla þig." „Gerðu eins og ég segi þér, Gloria!" „Já, mamma, en ofreyndu þig ekki." Þegar stúlkan fór út úr eldhúsinu flýtti konan sér að þvo af fötum Haíl's og af gólfinu, henti siðan svamp- inum í vaskinn — og virtist hugsa sig aðeins um. ,.Ef yður líður ekki vel, frú, þá . . ." byrjaði Hal. „Æ, það er bara lítilshátt- ar höfuðverkur. Mér þykir vænt um að þér skuluð vera kominn lúngað. Niðurfallið á svölunum virðist vera eitt- hvað í ólagi. Mér sýnist það ekki nægilega djúpt, og þeg- ar fer að rigna eitthvað að BIBLÍAN RIT HENNAR í MYNDUM OG TEXTA BIBLÍAN — RIT HENNAR I MYNDUM OG TEXTA er falleg myndabók í alþjóða- útgáfu. Myndirnar, sem danska listakon- an Bierte Dietz hefur gert, eru litprentað- ar í Hollandi, en textinn er prentaður hér- lendis. Magnús Már Lárusson, háskóla- rektor, hefur annazt útgáfuna og ritar inn- gang og ágrip af sögu íslenzkra Biblíuþýð- inga frá upphafi. — Þetta er vönduð og glæsileg myndabók, sem hefur að geyma nýstárlega túlkun á Heilagri ritningu. Fæst hjá næsta bóksala HILMIR HF. SKIPHOLTI 33 POSTHÖLF 533 SÍMI 35320 REYKJAVÍK 2. tbi. VTKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.