Vikan


Vikan - 08.01.1970, Qupperneq 40

Vikan - 08.01.1970, Qupperneq 40
ur. Lögregluforingi, hún hafði ekki hugmynd um hvað hún var að gera.“ „Það verður fyrir réttinn að dæma um það. Ég neyð- ist til að handtaka konu yð- ar fyrir morð.“ „Já, réttinn . . . auðvitað. Gloria var það bezta sem nokkurn tima hefur hent okkur og. . , . Er ekki betra að Jane fari í eitthvað? Má ég hringja í lækninn okkar? Og lögfræðing?“ „Vissulega. Má ég nota símann á undan?“ „Já. Það er sími á kaffi- horðinu í horninu.“ Saunders liðþjálfi var ön- ugur. „Fisher? Hringdu aft- ur á morgun eða seinna í dag. Ég er á kafi í árás... . “ „Ég verð ekki lengi að ljúka mér af, herra,“ sagði Hal og gaf honum upp heim- iHsfangið. „Viltu senda mér nokkra menn og bíl. Ég er húinn að ná í morðingja ungfrú Evans.“ ,.Þú hvað? Heyrðu dreng- ur minn! Ef þetta á að vera fyndið lijá þér, þá....“ „Þetta á ekki að vera fynd- ið. Ég er með morðingjann og jálninguna.“ „Vertu grafkyrr, þú ein- henti tikarsonur. Ég kem strax.“ Saunders var allt i einu orðinn glaðlegur í mál- rómnum. Hal leið vel um leið og hann lagði tólið niður, en svo sá hann vandræðaleg andlitin á Norton-fjölskyld- unni. Orðið „morðingi“ virt- ist bergmála í þöglu herberg- inu og allir gerðu sér grein fyrir því hverjar afleiðing- arnar myndu verða. Mvndir og nöfn í blöðin. . . . Hal leið innilega asnalega. Og í sekúndubrot leið hon- um þannig, að hann óskaði þess að hann hefði ekki ver- ið svona klár . . . tíkarson- ur.... ☆ Ösiqurinn Framhald af bls. 13 aði, og ég svaf illa. Ég sá Renu beygja sig yfir drenginn, sem dó, og hann varð allt í einu að Áka, —- en hún vildi ekki líta við mér. fig vaknaði við óskaplegar þrum- ur og kallaði á Renu og Áka, en fékk ekkert svar. fig hljóp út að glugganum, og sá þau koma hlaupandi eftir veginum. Hann hélt utan um hana. Eldingarnar komu hver á fætur annarri, og ég sá, að hann þrýsti henni að sér og kyssti hana. fig fór aftur upp í rúmið mitt. Síðan var hurðinni skellt aftur, og þau komu þjótandi inn í stof- una. Vatnið lak úr kápunum þeirra þarna sem þau stóðu á meðan þau sögðu frá óveðrinu. -—- Farið þið nú undir eins að hátta, sagði ég skipandi. Áki horfði á mig eins og hann ætlaði að segja eitthvað, en fór síðan inn í herbergið sitt. — Þakka þér fyrir, að þú skyldir vekja mig, Áki, kallaði Rena á eftir honum, — þetta var alveg stórkostlegt! — Þú hefðir líka getað vakið mig, Rene, sagði ég. — En Gerhard, ég tímdi ekki að vekja þig, og ég vissi heldur ekkert, hvort þú mundir kæra þig um það. fig hjálpaði henni að þurrka hárið og vafðí utan um hana teppunum. Elskar þú mig? hvíslaði ég að henni. Hún sagði brosandi: — Já, herra yfirlæknir. Skömmu síðar spurði hún syfj- andaleg: — Ætlar þú ekki að fara að hátta líka? — Rétt bráðum. — fig ætla að skreppa niður eftir og vita, hvort báturinn er með kyrrum kjörum. — Við hefðum nú getað gætt að því, en okkur þótti svo gam- an að óveðrinu, sagði hún and- varpandi eins og hamingjusamt, syfjað barn. fig fór fram ' eldhúsið og fékk mér glas af víni, síðan tók ég insulínið og hellti því í vaskinn. Flöskunni, sem insulínið var í, stakk ég i vasann á regnkápunni minni. Síðan Jæddist ég út úr húsinu og gekk niður að víkinni, þar sem báturinn var. fig leysti vélbátinn og sleppti honum út á ólgandi hafið. Því næst setti ég stóran stein í árabátinn, sem sökk um leið. Þegar ég kom heim aftur, steinsvaf Rena, og ég sofn- aði þungum svefni og vaknaði ekki fyrr en seint um morgun- inn við að Áki stóð brosandi yf- ir mér og horfði á mig. — Góðan daginn, yfirlæknir, vitið þér, hvað hefur komið fvr- ir? Við erum stödd á eyðieyju. Þú ert Robinson. Rena kom framan úr eldhús- inu með kaffi. — Hvað er að, Áki? sagði hún. Ekkert annað en það, að bátarnir eru horfnir, svaraði Áki. — En Gerhard, ég hélt byr.iaði Rena. — Já, þeir voru farnir, þegar ég kom niður eftir í gærkvöldi, en þið sváfuð og ée tímdi ekki að vekja ykkur, sagði ég óþolin- móður. — Og þar að auki er ekkert að óttast. Hér er nóg af fiskimönnum, sem við getum alltaf náð í. — Já, það getum við hæglega, þó að veðrið sé vont núna, sagði Rena. — Kæra „frænka“, við skul- um fyrst borða kökuna þína, sagði Áki hlæjandi. — Ef storm- inn lægir ekki, þá verður þú líklega að búa til kaffi úr greni- nöglunum, sem hér er svo mik- ið af. Um 11 leytið, þegar Áki var að lesa, kom Rena þjótandi inn og sagði: — Ég finn hvergi insulínið hans Áka, Gerhard! — Það hlýtur að vera þarna frammi, Rena. Ég skal hjálpa þér að leita — kannske við höf- um gleymt að leggja það til hlið- ar í gærkvöldi. Sástu það í gærkvöldi? — Ég man það ekki. Ég finn það hvergi. Hvað eigum við að gera? — Hann kemst vel af án þess í dag. Á morgun kemur hingað fólk. —- En ef enginn kemur? —Vertu nú ekki barnaleg, Rena. Auðvitað verður okkur hjálpað. — Við verðum að segja hon- um þetta, hvíslaði hún. Við gerðum það, og hann ef- aðist ekki um, að einhver kæmi til hjálpar eins og ég sagði. Allan daginn og næstu nótt geisaði stormurinn, og ég reyndi árangurslaust að vinna. Á nótt- unni lá ég undir martröð. Ég vaknaði og kallaði á Áka. Rena hreyfði sig ekki. '■— Hvað er að, frændi? spurði drengurinn undrandi. Hvernig líður þér, Áki? Áeætlega, frændi. Er ekk- ert að þér? Nei nei, mig var að dreyma einhverjs vitleysu. Fyrirgefðu, að ég skyldi ónáða þig, góði minn. Átti ég að drepa systurson minn? Mér kom ekki dúr á auga þá nótt. Morguninn eftir kveiktum við bál, en enginn sá það. Ég reyndi að hugga þau með því, að vind- urinn væri að skipta um átt, svo að veðrið væri að batna. Áki tók þessu með mesta jafnaðargeði, en Rena horfði kvíðafull á hann. þegar hún hélt. að enginn tæki eftir því. Alla næstu nótt æddi ég fram og aftur um ströndina, og ég, sem hafði aldrei beðizt fyrir áður, bað guð að hjálpa okkur — hjálpa okkur öllum þremur. Örmagna úr þreytu fór ég aft- ur heim. Rena lá í rúminu. Hún var með galopin augun, en virt- ist ekki sjá mig. Ég beygði mig yfir hana. — Rena, Rena, vertu góð við mi<\ f guðs bænum. Eg kyssti hana á kinnina. Hún var köld, og augun þurr. Að lokum stundi hún þungan og hvíslaði: Hvers vegna ferðu ekki að hátta, Gerhard? Þú vekur Áka. Ég hlýddi. En tveim tímum síðar vaknaði ég við að hún reif í öxlina á mér. — Vaknaðu, sagði hún í ör- væntingu sinni, -—• ég get ekki vakið Áka. Ég opnaði augun. Sólin skein inn um gluggana, og storminn hafði lægt. Hvað var hún að segja? — Áki vaknar ekki. Skilur þú það ekki? Ég ætla að synda í land og sækja insúlínið. Reyndu að láta hann lifa þangað til ég kem! — Ertu að missa vitið, Rena! Vatnið er svo kalt eftir rigning- una. Þetta er hrein lífshætta! hrópaði ég. En hún anzaði mér ekki. Ég sá, að hún var í baðfötum, og áður en ég gat stöðvað hana, var hún þotin niður að ströndinni og út í vatnið. Ég óð á eftir henni og þreif í handlegginn á henni. — Þú mátt ekki fara, Rena, sagði ég stynjandi. — Ég verð, svaraði hún ró- lega, — ég fann flöskuna í regn- kápuvasa þínum Ég sleppti henni, og hún fór af stað og tók stór sundtök. Ég mátti standa þarna og ef til vill horfa á hana drukkna. Hvers vegna hafði ég ekki lært að synda? Ég sá, að hún fjarlægð- ist óðum. Við og við hvarf hún undir bylgjurnar, og mér fannst líða margir tímar áður en hún kom upp aftur. Eg hafði syndg- að — en ég vók út hegninguna á þessum örfáu mínútum! Þá gerðist kraftaverkið. Þarna kom bátur, og hún var dregin upp í hann. Það var alveg eins og eitt- hvað brysti innan í mér, og ég fór að hlæja upphátt. Ég vil helzt ekki minnast á — Þetta er fyrsti brúðkaupsdagurinn okkar, og ég er með gjöf handa þér! 40 VIKAN 2- «*•

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.