Vikan


Vikan - 08.01.1970, Blaðsíða 41

Vikan - 08.01.1970, Blaðsíða 41
Fæst núna í fyrsta sinni úr ijósum viði EINKAUMBOÐ FYRIR PIRA-SYSTEM Loksins. Loksins eftir allt tekkið: Pira- System gefur ySur kost á aS lífga uppá híbýli ySar. Ljósar viSartegundir eru sem óSast aS komast í tízku. Framúr- skarandi í barnaherbergi. SkrifborS úr Ijósri eik. UppistöSurnar svartar eSa Ijósgráar eftir vali. Smekklegt, nýtt, margir uppröSunarmöguleikar. Hvorki skrúfa né nagli í vegg. Ekkert annað hillukerfi hefur þessa kosti. Því ekki aS velja ódýrustu lausnina, þegar hún er um leiS sú fallegasta. LífgiS uppá skammdegisdrungann meS Ijósum viSi. SkiptiS stofunni meS Pira- vegg. Frístandandi. ESa upp viS vegg. Bezta lausnin í skrifstofuna. Höfum skápa, sem falla inní. BæSi í dökku og Ijósu. KomiS og skoSiS úrvaliS og möguleikana hjá okkur. Pira fæst ekki annarsstaSar. PIRA Frábær lausn í húsbóndaherbergið Á rSLANDI H0SODSKIP Ármúla 5 - Sími 84415-84416 þessa tvo tíma.. sem hún var í burtu. Áka var bjargað, og' við fórum undir eins heim, þegar hann gat farið Hann var alltaf kátur, en samt var hann eitthvað breyttur. Hann vildi strax fara heim til sín. Skyldi hann hafa grunað nokkuð? Og Rena? Já, hún virtist vera eins og áður, en frá því, að hún kom með insúlínið inn í herberg- ið til Áka, höfum við aldrei horfzt í augu. Við höfum aldrei minnzt á eyna, en hún virðist annars vera ánægð. Fyrir nokkrum dögum bauð ég henni frelsi, en hún brosti að- eins, hristi höfuðið og sagði: — Hvers vegna, Gerhard? — en -—■ hrópaði hún allt í einu — hefur þú nokkuð á móti því að ég taki að mér barn? "fr Já, við reyktum mariiuana Framhald af bls. 27 kenna, að einhverju leyti, hvern- ig komið er. Nei, við vorum ekki stanzlaust undir áhrifum þessa, magnið var Htið. Hefði öllu verið rúllað upp í sígarettur, og þessar marijuana- sígarettur eru venjulega ca. helmingi mjórri en venjulegar, þá hefðu þær orðið á að gizka 30. Það hefur verið í rúman mán- uð sem við neyttum þessa, og þá aðeins um helgar — á tyllidög- um, eins og maður segir. Jú, það kom fyrir að við not- uðum lyfið á meðan við vorum að spila, en það er alls ekki rétt sem ég var að heyra, að ég og við öll, hefðum ekki getað spilað nema að vera í „dópinu“! Nú, þegar einhver maður reykir t.d. eina og eina sígarettu, þá er varla hægt að segja annað en að hann sé að fikta. Og það er akkúrat það sem við vorum að gera — fikta. Marijuana er það eina sem við höfum nokkurn tíma reynt, og bað skal aldrei verða annað — jafnvel þó við ættum eftir að gera eitthvað í þessa áttina aftur. Fyrst þegar ég reyndi þetta, þá gerði ég það fyrir hreina for- vitni, og það sama er hægt að segja um hin þrjú. Ég þóttist vera búinn að lesa mér nægilega mikið til, til þess að ég væri öruggur um að þetta hefði engin skaðleg áhrif á mig. Og ennþá hef ég ekki rekist á neitt sem ritað hefur verið um þetta, og hef ég þó lesið allt sem ég hef náð í, sem bendir til þess að marijuana, eða kannabis yf- irleitt, hafi skaðleg áhrif á fólk. Og samanborið við vín er þetta — ja, það er eiginlega ekki hægt að bera þetta saman. Vín deyfir mann fyrir umhverfinu, en und- ir áhrifum marijuana verður maður ákaflega næmur og op- inn, og það er ástæðan fyrir því að við notuðum þetta einu sinni eða tvisvar á meðan við vorum að spila. En ég er alls ekki að mæla með þessu.“ „Hér í sumar tók einhver brandarakalhnn upp á því að senda nafnlaust bréf á öll blöð og fréttastofnanir í borginni, þar sem sagði að ung stúlka, flug- freyja, hefði játað við yfirheyrslu að hafa smyglað marijuana inn í landið handa ykkur, og hafi hún samstundis verði rekin úr starfi. Hvað er satt í þessu?“ „Ekkert. Þessi stúlka smygl- aði aldrei einu eða neinu inn í landið handa olckur, og því síður var hún rekin úr starfi fyrir það. Ástæðan fyrir því að hún hætti í starfinu var sú, að hún var bara ráðin til 1. nóvember eða eitthvað svoleiðis, og sá tími var einmit.t útrunninn þegar þetta bréf var samið. þannig að þessi saga er uppspuni frá rótum.“ „Nú hafið þið verið bannaðir fyrir fullt og allt á einum skemmtistaðnum í borginni, og samband vínveitingahúsa hefur farið þess á leit við húsin að þið verðið ekki látnir spila á meðan þetta er í algleymingi. Hvernig lítið þið á þetta?“ „Auðvitað er þetta slæmt, en okkur finnst þetta eiginlega óskiljanlegt. Við höfum ekki gert neitt sem gengur í berhögg við lögin, en samt erum við stimpl- aðir sem ótíndir glæpamenn og skúrkar, á roeðan illmennum eins og þeim sem fleka smábörn og þaðan af verra, er hlíft á all- an hugsanlegan hátt af ríkis- valdinu. Mér finnst blaðamennska á fs- landi skítug, en það er varla við öðru að búast, því blöðin verða náttúrlega að innihalda eitthvað sem fólk vill lesa, og æsifregnir eins og „TRÚBROT MEÐ EITURLYF" er vitaskuld fyrsta flokks söluvara. Og mér fannst það nokkuð undarlegt, svo ekki sé meira sagt, að hátt- settur laganna vörður hér á landi lét hafa það efir sér í blaðavið- tali að hann „héldi“ að þetta hefðu verið einhverjir meðlimir úr þessari hljómsveit, sem tekn- ir voru fyrir „eiturlyfjaneyzlu". Það var slæmt að manngreyið skuli ekki hafa vitað þetta fyrir víst.“ „Dagblöðin, sum hver, slógu því duglega upp, daginn sem þið hélduð til Danmerkur, að lög- reglan hafi komið að ykkur í „eiturlyfjasvalli“ eina nóttina, og þar með hefði sannast á ykk- ur þessi sögusögn. Hvar voruð þið þegar þetta skeði?“ „Við vorum allavega ekki í neinu eituryfjasvalli, og við vor- um nú bara hérna í Reykjavík, heima hjá mér. Fyrir tveimur árum kynntist ég Bandaríkjamanni á Vellinum, er við vorum að spila þar, og síðan höfum við alltaf verið góðir kunningjar. Þessa nótt, sem lögreglan kom hér, var ég að kveðja hann, og við sátum hér í stofunni ásamt Rúnari og Shady — konan mín var sofandi inni. Og það er eins satt og að ég er Gunnar Þórðarson, að eina „eitrið“ sem hér var haft um hönd í það skiptið, voru sígarett- ur af gerðinni Salem; við sátum hér í bróðerni og töluðum um músik. Klukkan hálf fimm, vinur minn bandaríski átti að fara heim um morguninn og því sátum við svona lengi, þá komu inn fimm lögregluþjónar, með að- stoðaryfirlögregluþjóninn í broddi fylkingar. Ég fór til dyra, og þar er strax borið upp á mig að ég sé þrældópaður, og hvort, ég vildi ekki gefa þeim sýnis- horn. Því miður varð ég að neita því; ég átti bara ekkert sýnis- horn handa honum! Svo vorum við tekin fram, eitt og eitt í einu og yfirheyrð; að- stoðaryfirlögregluþjónninn til- kynnti mér þegar hann kom inn að hann gæti nú bara séð það á mér að ég væri í dópinu, og að þeir væru vissir um að hér væri heilmikið eiturlyfjasukk! Þeir fóru strax fram á það að við kæmum með þeim á stöðina, en þegar við samþykktum það, féllu þeir frá því. Þá áttum við að bíða eftir lækni, sem átti að skera úr um það hvort við vær- um undir áhrifum lyfja eða ekki, en það var líka hætt við það þegar við hreyfðum engum mót- 2. tbi. VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.