Vikan


Vikan - 08.01.1970, Blaðsíða 43

Vikan - 08.01.1970, Blaðsíða 43
mælum. Síðan kvöddu þeir kur- teislega! Daginn eftir vorum við á æf- ingu hér í Reykjavík, þegar þessi sami lögreglumaður kom og sagði okkur að við ættum að koma strax með þeim suður í Keflavík, þar sem átti að yfir- heyra okkur. Jú, jú, það var í lagi, og við fórum með þeim suðureftir. Þar vorum við yfirheyrðir af íslenzku lögreglunni á Keflavíkurflugvelli, og fengum við að vita að Banda- ríkjamaðurinn,' sem hafði gefið okkur lyfið, hafði verið tekinn fastur. Síðan vorum við leidd fyrir rétt, og látin bera vitni í máli hans, þar sem við játuðum auðvitað að hann hefði gefið okk- ur fjórar litlar filmudósir með mariíuana. Og það er ekki rétt að það hafi fundist marijuana hjá Shady við húsrannsókn, því hún afhenti það strax sjálf. „Hvernig náungi var þessi Bandaríkjamaður og hvað verð- ur um hann?" „Okkur líkaði alltaf vel við hann, og þá á ég alls ekki við neitt í sambandi við þetta fíkni- lyfjamál. Hann var skemmtileg- ur og góður félagi, svo mikið sem maður getur dæmt um það eftir svo stutta viðkynningu. Tollvörður á Vellinum sagði mér um daginn, að það hefði komíð í Ijós, þegar farið var að kanna fortíð hans, að hann hafði aldrei gerzt sekur um neitt, og stóð til að gera hann að höfuðs- manni einhvern daginn, en hann var lautinant (undirforingi). Nú hefur herinn fengið hann í sín- ar hendur, og ég held mér sé óhætt að segja að hann fái senni- lega 10 ára fangelsi fyrir og 1000 dollara sekt. ef hann verður ekki rekinn úr hernum með skömm." „Það þýðir sennilega ekkert að þræta fyrir þá staðreynd að framtíð ykkar sem tónlistar- manna á fslandi er heldur dökk. Hvað ætlist þið fyrir?" „Ja, hvað við ætlumst fyrir, það er ekki gott að segja. f raun- inni getum við ekkert gert. Eina spilið sem viðhöfum í höndunum er músikkin okkar, og við verð- um að vinna á henni. Við höfum öll fjögur ákveðið að gefa öllum örfandi lyfjum frí, en nú er bara að bíða og sjá til hverju fram vindur. Og mig langar til að segja þetta einu sinni enn: Það er undarlegt réttarfar sem stimplar menn ótínda glæpamenn og þrjóta fyrir eitthvað sem ekki er ólög- legt, en lætur svo menn, stór- hættulega þjóðfélaginu, hvílast undir verndarvæng ríkisins." Aðdáendur hljómsveitarinnar verða að gjöra svo vel og bíða með þeim líka. Þetta hefur valdið þeim geysilegum von- brigðum að vita af átrúnaðar- goðum sínum í fíknilyfjaneyzlu, og margir hafa snúið við þeim bakinu. Ef aðdáendunum líkar PERSPARID MEDASKRIFT ÞÉR GETIÐ SPARAÐ FRA KR. 7.50 TIL KR. 15.38 MEÐ ÞVÍ AÐ GERAST ÁSKRIFANDI AÐ VIKUNNI OG ÞÉR ÞEKKHð EFN»: VERBLAUNAKROSSGATA VIKUNNAK VIKAN I!K HEIMILISBLAD OG f I"VÍ ERU GKEINAK OG EFNI FÍEIR AIXA Á HEIMILINU, — TJNGA OO GAMLA, SPENNANDI SÖGUR QG FRASAGNIB, FKÓDLEIKUR, FASTIK ÞÆTTHt O.FL., OJTL. Vinsamlegast sendíð mér Víkuna í áskrift n n D r m i l i l 4 TÖLUBLÖD Kr. 170.00. Hvert blaS á kr. 42.50. 3 MÁNUÐIR . 13 tolubl.. Kr. 475.00. Hvert blaS 6 kr. 36.58. 6 MÁNUÐIR . 26 tolubl. - Kr. 900.00. Hyert blað á kr. 34.62. Gjalddagar fyrir 13 tölubl. og 26 tolubl.: 1." febrúar — 1. maí — 1. ágúst — 1. nóvember. SkrifiS, hririgiS eða komiS. ¦¦I PÓSTSTÖÐ VIKAN SKIPH0LTI 33 P0STH0LF 533 REYKJAVÍK SÍMAR: 36720 - 35320 i i i j 2. tw. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.