Vikan


Vikan - 08.01.1970, Blaðsíða 44

Vikan - 08.01.1970, Blaðsíða 44
ekki liturinn á spilinu sem TRÚ- BROT ætlar að leggja á borðið — þá er hljómsveitin Trúbrot e£ til vill úr sögunni innan tíðar. Það væri mikill skaði. ó.vald. Palladómar Framhald af bls. 25 könnuði málamiðlunarinnar og reiknimeistara samkomu- lagsins nauðsynlega tillits- semi. Hins vegar er Emil svo laginn að leysa þraut deilna og samninga, að skapsmunir hans batna við þann vanda, sem margan ergir. Þá lætur hann málefni ráða, en hon- um dettur aldrei í hug að leita sátta fyrir sjálfan sig að fyrra bragði. Þess vegna er hann misskilinn og ekki það átrúnaðargoð heimtu- frekra kjósenda, sem vænta mætti af jafn opinskáum manni og viljasterkum. — Hann nýtur álits fremur en vinsælda og er hvorki bæn- heitur né hjartahlýr. Þó mun Emil vinur þeim, sem taka því, og drengur góður, ef hann veit einhvern standa höllum fæti. Þess eru dæmi, að hann gerist hýr í bragði og skemmtilegur í viðmóti, og bregður þá gjarnan fyrir sig hugkvæmri glettni — sér i lagi, ef öl er á könnu. Málalengingar hafa jafnan verið Emil Jónssyni hégómi og mótlæti. Hann lætur slík- ar umræður löngum fram- hjá sér fara eins og fjallið goluþytinn, en íhugar af- stöðu sína og fyrirætlanir þungur á brún og fráneyg- ur og kann því illa, ef til hans er talað í því skyni að inna hann eftir hlutdeild i litilmótlegum formsatriðum atkvæðagreiðslunnar. Séu hugðarefni Emils á dagskrá, munar hins vegar um hann, svo að tíðindum sætir. Þá reiknar hann í huganum bet ur en aðrir á vél, greinir kjarna frá hismi, brýtur við- fangsefnin til mergjar og sækir og ver málefni sin af íþrótt vitsmuna og þekking- ar. Emil Jónsson er fulltrúi rökhyggjunnar og úrræð- anna. Hann flíkar naumast róttækni sinni í orði og hef- ur gerzt varfærinn með ár- unum, en telst eigi að síður 44 VIKAN 2- «* ákveðinn og sannfærður jafnaðarmaður. Skoðunum sínum gleymir hann engan veginn i samstarfi við and- stæðinga á liðandi stund og lætur eftirminnilega skerast i odda, ef honum býður svo við að horfa. Velferðarriki jafnaðarstefnunnar er hon- um ásetningur, og hann fyr- irlítur sýndarmennsku tæki- færissinnanna svo afdráttar- laust, að nærri stappar hatri. Hann situr ekki í ríkisstjórn til þess að límast við ráð- herrastól eins og strákurinn á hross séra Eiríks í Vogs- ósum. Þess vegna kemur hann fram ýmsu því, sem öðrum brosleitari og tungu- mýkri mistekst. Andstæðing- ar, sem eiga skipti við Emil Jónsson, vita á hverju er von, ef honum mislíkar eða blöskrar. Þeim stendur beyg- ur af þessum lágvaxna en knálega manni, sem mundar vopn sín af festu og karl- mennsku, ef hann tekur þau ofan af þili. Hann beitir raunar ekki atgeiri Gunnars, en öxi Kolskeggs leikur i hendi honum, ef á hann rennur vígamóður. Samlík- ingin skal þó færð til frið- samlegra þjóðhátta nútim- ans á landi hér: Aðrir sjóða járnið í heitari og bjartari eldi, en sleggjan og steðjinn ráða úrslitum, þegar Emil Jónsson hamrar i smiðjunni. Lúpus. Fyrsta konan mín systir Farúks Framhald af bls. 11 eldri systrum mínum tveimur. Hún þoldi ekki að hleypa nein- um framfyrir sig. Að lokum var svo komið að hún reiddist ef ég talaði við einhvern úr fjöl- skyldunni á persnesku, þá fannst henni framhjá sér gengið. 1944 byrjuðum við að rífast. Samkomulagið hriðversnaði, og þar kom að hvorugt okkar þoldi við. Um síðir skrapp Fosía til Kaíró að heilsa upp á bróður sinn og ákvað þá einfaldlega að koma ekki heim aftur. Það fór bezt á því. Sjahnas dóttir okkar var þá nýkomin í skóla í Sviss, og hugsaði ég sem svo að það gerði að verkum að hún tæki sér ekki skilnað okkar foreldranna mjög nærri. Margt hefur verið skrifað um Fosíu af lítilli sanngirni, og það þykir mér leitt. Það kann að vera að hún hafi erfitt skap og því ekki verið auðvelt að um- gangast hana, en einu má ekki gleyma: hún kvaldist stöðugt yf- ir að geta ekki fætt mér son, hvað hún vissi að allir ætluðust til af henni fyrst og fremst. Það var því ekki nema von að hún ákvæði að yfirgefa mig að lok- um. Tíu árum eftir brúðkaupið tvö- falda í Kaíró og Teheran hafði ég enn ekki eignast erfingja. EINN MEÐ MORÐINGJA Árið 1949 fannst mér ósköp lítið skemmtilegt. Fyrst var það skilnaðurinn. Síðan voru jarð- neskar leifar föður míns, sem fluttar höfðu verið frá Suður- Afríku, þar sem hann hafði dá- ið, jarðsettar í minningarhofi úr svörtum marmara, er honum hafði verið reist. Athöfnin var hátíðleg, en dapurleg og mjög þreytandi. Að lokum kom svo fyrsta banatilræðið, sem mér var sýnt; það hættulegasta af þeim öllum af því að það kom mjög óvænt og var framkvæmt af miklu snarræði. Þetta gerðist 4. febrúar 1949, þegar ég kom til háskólans okk- ar í tilefni fimmtán ára afmælis hans. Klæddur viðhafnareinkennis- búningi var ég á leið upp stóru þrepin þegar ég heyrði skammbyssuskot og kenndi ákafs sársauka í öxlinni. Tveimur skotum var hleypt af í viðbót, og lömdu þau mig um koll. Önn- ur þessara kúlna særði mig á kinn, hin í hnakkann. E"g var stöðugt með fulla meðvitund og veitti því athygli á þeim fáu sekúndum, sem liðu frá því að fyrsta skotinu var hleypt af og því síðasta, þá höfðu öll þau hundruð manna, borgaralegra og úr hernum, sem verið höfðu um- hverfis, horfíð eins og jörðrn hefði gleypt þá. Svo sá ég óvin minn. Við vor- um nú tveir einir, og hann kom í áttina til mín, en fór sér að engu óðslega. Hann átti þrjár kúlur eftir í byssunni og ætlaði ekki að láta þær fara til ónýtis. Mér blæddi og sársaukinn var mikill, en ég var harðákveðinn í að láta ekki slátra mér eins og skepnu. Ég velti mér niður tröppurnar og reyndi að fara í króka. Það bjargaði lífi mínu. Ein kúlan missti marks og önn- ur plægði rák í höfuðleðrið. Ein kúla var eftir. Maðurinn var nú aðeins tvo metra frá mér og beindi að mér byssunni. Ósjálfrátt taldi ég upp að þrem- ur eins og ég hyggðist skjóta samtímis honum. Um leið og ég taldi þr.iá þeytti ég mér út á hlið, morðinginn hleypti af — en byssan klikkaði. Varðmaður kom og greip morðingjann. Hann reyndist vera liósmyndari að atvinnu, meðlim- ur kommúnistaflokksins og hafði fengið fyrirmæli um að drepa mig. Eftir slíka undraheppni er naumast hægt að efast um ná- lægð Guðs. FYRSTI FUNDUR OKKAR SORAJU Þrátt fyrir allt varð ég að hugsa um ríkiserfðirnar, og eftir eins árs einsemd færði ég málið í tal við móður mína og systur. Þær ferðuðust mikið og ég bað þær að leita ungrar konu er gæti orðið eiginkona mín. Sjams systir mín var sú sem fann hana.. f september 1950 kom Sjams heim úr langri ferð til Evrópu, og móðir mín hélt henni veizlu. Skyndilega kom ég auga á unga konu, rúmlega tvítuga, sem sat við hlið systur minnar. Hún var mjög hlédræg. Við vorum kynnt; hún hét Soraja Esfandí- ary. Ég hreifst undireins af feg- urð hennar. Við töluðumst við lítið eitt. Hún bjó í Sviss, móðir hennar var þýzk og hún talaði reiprenn- andi frönsku, þýzku og ensku og persnesku með erlendum áherzl- um. Hún ætlaði fljótlega aftur til Evrópu. Þegar veizlunni var lokið og við móðir mín buðum hvort öðru góða nótt, sagði móðir mín allt í einu: — Soraja yrði þér frábær eig- inkona! Þá fyrst skildi ég að Soraju hafði verið boðið til írans til þess eins að við gætum sést. Dag- inn eftir bauð ég henni til hádeg- isverðar. Við sáumst á hverjum degi. Soraja fór ekki aftur til Evrópu. Þess í stað trúlofuðumst við í október. Hringur soldánsins Framhald af bls. 21 bændunum hefur alltaf verið í lófa lagið að rækta meira en þeir gefa upp„ hér er. svo afskekkt, þeir skera hampinn, áður en eftirlits- mennirni rkoma. Þér sáuð gamla manninn í þorpinu, hann reykti hamp. — Eigið þér við að þetta vaxi hér? Hann slá. — Já, við húsvegginn, milli matjurtanna bak við húsin. — Hvernig lítur þessi jurt út? — Hávaxin, gráleit jurt. Eitrið er í blómunum. Þau eru brúnleit. — Það vex eitthvað því líkt und- ir sólrósunum. — Það verður horfið, þegar eft- irlitsmennirnir koma. Eigum viS að aka af stað. Hann opnaði bílhurð- ina. — Þér sögðust ætla að sýna mér Dar Ibrahim á heimleiðinni, sagði ég. — Ef við höfu mtíma, hefði ég gaman af að heimsækja frænku mína í dag. Um fjögurleytið ókum við inn í þorpið Sal"q. Hamid stöðvaði bíl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.