Vikan


Vikan - 08.01.1970, Blaðsíða 46

Vikan - 08.01.1970, Blaðsíða 46
Skæruhemaður í birgum Brasilíi Örlög Che Guevara sannfæröu brasilíska byltingarmenn um aö frumskógarnir væru þeim óheppilegur vettvangur. Stórborgir lands þeirra hafa reynst þeim miklu heppilegri frumskógur. Kona Elbricks, bandaríska sendiherrans, fagnar honum eftir að byltingarmenn höfðu sleppt honum úr haldi. -4^ Nýverið var tilkynnt lát manns að nafni Costa e Silva, sem um nokkurra ára skeið hafði verið forseti Brasilíu, langstærsta rík- is Rómönsku-Ameríku, þar sem íbúatalan kvað komin upp í níu- tíu milljónir. Þessi forseti hafði haft forstöðu fyrir herforingja- stjórn þeirri, er ríkt hefur yfir landinu um fjögurra ára skeið og er engu góðkynjaðri en sú í Grikklandi. Brasilískt lýðræði hefur aldrei verið mikill bógur, og þessi herforingjastjórn hefur útrýmt því með öllu. Þingið hef- ur verið sent heim í „frí“, rit- skoðun tekin upp, „ósamvinnu- þýðum“ prófessorum vikið úr há- skólunum og pólitískir andstæð- ingar sviptir athafnafrelsi. Raun- ar var sagt að Costa heitinn e Silva hefði verið skömminni til skárri en margir samstarfsmanna hans og reynt að draga úr mesta ofsanum í þeim, en alllöngu áður en hann burtsofnaðist fékk hann slag og gat engin afskipti haft af stjórnmálum uppfrá því. Völd- um hans skiptu þá með sér þrír herforingjar, og er flestra mál að þar sitji illir dólgar og til einsk- is góðs líklegir. Eins og líklegt má kalla eru ekki allir Brasilíumenn jafn- ánægðir með þetta og úir nú og grúir í landinu af byltingarsam- tökum, sem sparka vilja ófögn- uðinum ofan af þjóðinni. Öflug- ast þessara samtaka er „Bylting- arsinnaði þjóðfronturinn", og er leiðtogi hans Carlos nokkur Marighela, sem fyrrmeir var kommúnisti en þótti standa illa á línunni. Marighela er raunar sagður fræðimaður fyrst og fremst, en verkleg stjórn hreyf- ingarinnar kvað vera í höndum Carlosar Lamarca, þrjátíu og þriggja ára gamals fyrrverandi höfuðsmanns úr Brasilíuher. — Lamarca hafði verið ein fjórtán ár í hernum, var talinn fyrir- myndar liðsforingi og hafði með- al annars þjónað í gæzluliði 46 VIKAN 2-tbl- Lamarca, leiðtogi brasilísku skærulið- t anna. Verður hann Guevara hinn nýi? Sjónvarpsstöðin í Sao Paulo í báli eftir íkveikju byltingarmanna. -4^- Sameinuðu þjóðanna á Súes-eiði, en svo var það einn góðan veð- urdag að hann hvarf „undir jörð- ina“ og tók með sér að skilnaði sextíu og níu sjálfvirka riffla, tíu vélskammbyssur, tvær skrið- drekabyssur og álitlegt magn skotfæra í þessi áhöld Hann hef- ur nú verið lýstur óvinur brasi- líska ríkisins númer eitt. Langfrægasta afrek skæruliða Lamarcas til þessa var ránið á sendiherra Bandaríkjanna í Rio de Janeiro, Charles Burke El- brick. í rómansk-amerískum löndum ganga bandarískir sendi- herrar næst guði og páfanum að vegsemd og tilbeiðslu, svo að ránið vakti gífurlega athygli og varð ómetanleg auglýsing fyrir byltingarsamtökin, eins og auð- vitað var ætlazt til. Sendiherran- um var síðar sleppt ósködduð- um, en ekki án lausnargjalds, sem byltingarmenn ákváðu sjálf- ir: fimmtán pólitískum föngum var sleppt úr myrkvastofum Brasilíustjórnar og í allar út- varpsstöðvar landsins var lesið ávarp frá byltingarfrontinum. í því var kunngert að byltingar- stríð væri hafið í landinu. Ekki er þessi skæruhernaður svipaður og hjá Castro á árunum eða hjá Guevara í Bólivíu. Ófar- ir þess síðarnefnda gerðu að verkum að brasilískir byltingar- menn hafa ótrú á frumskóginum sem vettvangi skæruhernaðar. Þeir halda sig mest í stærstu borgunum og stunda þar skemmdarverk og bankarán, hið síðarnefnda til að fínansera bylt- inguna, auðvitað. Nýlega kveiktu þeir einnig í húsnæði sjónvarps og hljóðvarps í Sao Paulo til að mótmæla skoðanakúguninni. Brasilískum forustumönnum segir þungt hugur um baráttuna gegn byltingarmönnunum. „í Sao Paulo búa sex milljónir manna,“ sagði einn þeirra nýlega, „og borgin er miklu meiri frumskóg- ur en þykknin við Amason.“ dþ.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.