Vikan


Vikan - 08.01.1970, Blaðsíða 47

Vikan - 08.01.1970, Blaðsíða 47
ÖRSTUTT SAGA EFTIR BERKELY MATHER EFTIRSKRIFT $ ~\ Hann leit á úrið sitt. Enn voru sjö mínútur eftir og hann var næstum kominn...... Þegar þau komu út á flugvöll- inn, fór Chrylla aftur að vatna músum. Bræðin logaði í brjósti Clive, en hann reyndi að bæla hana niður. Hann lagði bílnum á bílastæðinu, sneri sér síðan að henni og sagði með upgerðar þolinmæði: — Hlustaðu nú á: Móðir þín bauð þér til mánaðardvalar í Róm. Þú sagðist gjarnan vilja fara, síðan varst þú skyndilega orðin afhuga því. Á þetta nú allt saman að enda með tárum og volæði? Geturðu ekki ákveðið þig? — Ég bæði vil og vil ekki fara, snökti hún. Hann hallaði sér aftur á bak í framsætinu og horfði upp í loft- ið, eins og fakír, sem lengi hef- ur legið á naglabretti. — Þú ferð, sagði hann skyndi- lega og beit saamn vörunum. Að svo mæltu sneri hann sér við og opnaði afturhurðina fyr- ir burðarmanninum. Tvær ferðatöskur og ein hand- taska, sagði hann. — Leið A24 til Rómaborgar. — Hvar er skartgripaskrínið? spurði hún. — f stóru töskunni. Ég lét það þar sjálfur. Ef þú hefur það hjá þér, þá týnir þú því, eins og þegar þú fórst til Mílanó. Hann rétti henni vegabréfið. — Farðu og fáðu það stimplað. Ég skal sjá um farangurinn á meðan. Hann leit við, þegar hann var kominn að hverfidyrunum í af- greiðslunni. Hún stóð enn við bílinn og þerraði augun með samanvöndl- uðum vasaklút. Samtímis rótaði hún í handtöskunni, meðan burðarmaðurinn tók töskurnar út úr farangursgeymslunni. Hann varð óttasleginn, þegar hann leit spegilmynd sína í gler- hurðinni. Við honum blasti und- arlega harðneskjulegt og reiði- legt andlit. Hann reyndi að herða sig upp og kveikti sér í vindlingi, en reykurinn var beiskur og brenndi hann í þurran hálsinn. Hann kramdi vindlinginn undir hælnum og fór í biðröðina við miðalúguna. Að því búnu svip- aðist hann um eftir burðarman- inum. Hann fékk ferðatöskurn- ar vegnar og merktar og sá þær hverfa á flutningsvagninn. Þeg- ar farþegarnir voru kallaðir út í hátalaranum í síðasta sinn, stóðu þau hlið við hlið við dyrn- ar að braut 9. Hann rétti henni farseðilinn. — Þetta er allt í lagi, sagði hann. — Hér eru kvittanir fyrir farangrinum. Þú sækir bará töskurnar hjá tollinum þarna niðri. Misstu nú ekki af þeim. Hann bjóst við að hún færi enn einu sinni að vatna músum, en létti, þegar hann sá, að svo var ekki. Hún þagði andartak, og það var eins og hún væri að búa sig undir að segja eitthvað. En hún stundi aðeins og andvarp- aði og slóst síðan í för með hin- um farþegunum. Þeir streymdu að strætisvagninum, sem átti að aka þeim til flugvélarinnar. Hann var kominn hálfa leið að barn- um, þegar hún kallaði til hans. Hann sneri sér snöggt við og var auðsjáanlega bæði óþolin- móður og æstur: — Hvað er nú að? Ætlarðu að missa af vélinni? Án þess að segja eitt einasta orð, stakk hún bréfi í hönd hans, en hljóp síðan umsvifalaust til strætisvagnsins. Hann stakk bréfinu í vasa sinn og settist við barinn. Þegar hann hafði setið þar drykklanga stund, gekk hann að bílnum sínum, settist inn í hann og beið, þar til flugvélin brun- aði af stað. Þá setti hann bíl sihn í gang og ók hægt í burtu. Klukkan var stundarfjórðung yfir eitt. Það var nákvæmlega klukkutími, þar til hún springi, það er að segja, ef hún virkaði, og það hlaut hún að gera. Hann yppti öxlum óþolinmóður. Auð- vitað hlaut hún að virka. Hvers vegn skyldi svissneska vekjara- klukkan, tundurþráðurinn og sjö pundin af sprengiefninu ekki virka? Vélin mundi splundrast og brotin dreifast yfir tuttugu ferkílómetra einhversstaðar í Haute-Savoie. Sérfræðingarnir fengju nóg að gera næstu tutt- ugu árin við að rannsaka þetta dularfulla slys! Hann velti fyrir sér, hvernig fréttin mundi berast. Hann von- aði, að hún mundi berast honum til eyrna í stórum hópi manna, svo að sem flestir gætu orðið vitni að viðbrögðum hans. Hann mundi hrópa upp yfir sig, verða náfölur í framan og þjóta í sím- ann til þess að spyrja hvort nokkur hefði komizt lífs af. Hann hlaut að geta leikið þennan þátt eins og alla hina, ekki sízt þar sem launin voru fimmtán þúsund pund frá líf- tryggingarfélaginu — og Ella. Hann leit á úrið sitt. Enn voru sjö mínútur eftir og hann var næstum kominn til Winehester. Hann hlaut að hafa ekið hratt — allt of hratt. Hann langaði ekki til þess að koma of fljótt til Longlands, og hann vildi gjarnan vera rólegur og eðlileg- ur, þegar þangað kæmi. Hann tók fótinn af bensíngjöfinni, ók til hliðar og stanzaði undir tré. Nú voru þrjár mínútur eftir. Hann fór ofan í vasa sinn eftir vindlingum, en rakst þá á bréf- ið, sem hún hafði afhent hon- um. Hann leit á utanáskriftina: Að- eins eitt orð, párað í flýti: Clive. Hann fór að velta fyrir sér, hvað stæði í bréfinu. Sennilega þetta sama og venjulega: ..Getum við ekki byrjað aftur upp á nýtt? Eigum við ekki að gera eina til- raun enn og sjá til hvort hjóna- bandið verður ekki betra?" Og síðan allt þetta gamla, sem hann kunni næstum utanað. En nú var það of seint. Ein mínúta. Átti hann að brenna bréfið, án þess að opna það? Nei, hann ætlaði að líta á hennar síðasta neyðaróp. Hann reif upp umslagið. Bréfið var örstutt: — Ég hef reynt árangurslaust. Ég hef gert mitt bezta allt til hins síðasta. En nú er þolinmæði mín á þrotum. Ég kem ekki aft- ur. Ég kveð þig og óska Ellu gæfu og gengis í sambúðinni við þig. Chrylla." Og síðan renndi hann augun- um yfir eftirskriftina: — Ég tek ekki með mér það, sem þú hefur gefið mér. Ég setti skartgripaskfrínið i aftursætið á bílnum þínum. Sprengingin varð ffeama mund og hann ætlaði að fleygja sér út úr bifreiðinni .... 2. tw. VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.