Vikan


Vikan - 08.01.1970, Page 48

Vikan - 08.01.1970, Page 48
Húsicf med iárnlilicfunum —• Vertu ekki hrædd, Carol, sagði hann. — Það gerðist ekk- ert. Þetta var óhapp. Ég gekk um húsið í gærkveldi, reykti síð- ustu pípuna og var svo annars hugar, að mér skrikaði fótur og andlitið skall beint á neðsta stigaþrepið. Um hvað heldurðu, að ég hafi verið að hugsa? Hann tók mig í fang sér. — Fyrirgefðu mér, Carol, hélt hann áfram. — En mig kenndi svo til í þessu, að ég gat eigin- lega ekkert sofið í nótt fyrir kvölum. Vegna sársaukans gat ég ekki hugsað mér að ... Hann hefði átt að vita, hve heitt ég óskaði þess, að hann hefði meitt sig ofurlítið meira, svo að hann væri úr leik að minnsta kosti i bili. En ég hafði þó góðu heilli fengið frest í eina nótt, og ekki bar að vanþakka það. Klukkan tólf komu Tim og Roberts, og þá fylltist húsið aft- ur af hinu venjulega lífi og starfi. Það var næstum eins og allt væri orðið eðlilegt aftur. Allt í einu kom mér í hug undankomuleið, sem var svo einföld og sjálfsögð, að ég trúði næstum, að hún mundi heppnast. Ef ég gæti af- borið að dveljast hér þar til á miðvikudag, þá mundi ég geta farið fyrir fullt og allt um leið og ég fengi fríið mitt. Um kvöldið mundi ég síðan senda lögregluna i staðinn fyrir mig. Einnig var ef til vill mögulegt, að ég segði upp starfi mínu á einhverri tilbúinni forsendu og færi að svo búnu. Síðar tók ég að hugleiða betur hugmyndir mínar og reyna að sannprófa þær. Hugsanlegt væri, að Rees mundi koma með þá uppástungu. að ég frestaði frídegi mínum af einhverjum orsökum og yrði heima. Og hvaða ástæðu gat ég fundið upp til að hætta, eftir að ég hafði svona greinilega látið í ljós ást mína á húsbónd- anum? ' Tim bankaði á dyrnar hjá mér og kom inn til að segja mér frá því, sem borið hafði fyrir hann um helgina. Ég horfði á hann, á ljósblá, greindarleg og saklaus 48 VIKAN 2-tbl- augu hans og viðkvæmnislegan munninn. Hins vegar hlustaði ég aðeins á það, sem hann sagði með öðru eyranu: — Þetta hérna er rósakvarts- steinn, sagði hann íbygginn og hátíðlegur á svip. — Þú mátt eiga hann. Ég fann hann sjálfur 03 Tony sagði, að það væri mjög sjaldgæft að finna svona stein. Við sáum lík'i slys á leiðinni heim. Þeir drógu bíl upp úr gili. Það var fullt af mönnum að gera við símastaurana, sem brotnuðu. Síminn okkar hlýtur að hafa verið bilaður í gær. Ro- berts sagði það. Ég skynjaði áhugalaust, að þarna væri skýring fengin á því, að enginn sónn kom í símann, þegar ég ætlaði að hringja í gær. En jafnframt skynjaði ég, að ég hafði Inú gert mikilsverða og óhugnanlega uppgötvun í sam- bandi við Tim. Mér varð hún ljós, þar sem ég sat og horfði í skýr og greindarleg augu hans. Vissulega hafði þetta hvarflað að mér áður, en þá hafði aðeins ver- ið um illan grun og óljóst hug- boð að ræða. Nú var ég fullviss. Ég rifjaði upp í huganum það sem Rees hafði sagt mér um Tim, þegar ég kom hingað fyrst. Ég hugleiddi allar reglurnar, sem ég átti að fara eftir. Ég hafði talið víst, að þær væru nauðsynlegar og óumflýjanlegar. En nú blasti staðreyndin við mér í allri sinni skelfilegu nekt. Hvernig gat nokkur maður gert barni sínu annað eins og þetta? Rees hafði tekið skýrt fram, að hann kærði sig ekki um, að Tim hefði neitt samband við umheiminn til þess að hann færi ekki að bera sig saman við þá, sem heilbrigðir væru. En nú var ég orðin sann- færð um, að það var ekkert að honum. Hann var alls ekkert öðruvísi en önnur börn. Hins vegar átti að svipta hann öllu frelsi og eðlilegu samneyti við annað fólk til þess að hæfileikar hans fengju ekki að þroskast og vaxa. Rees ætlaði að steypa hann í ákveðið mót. Ég efaðist líka stórlega um, að hann hefði nokk- urn tíma orðið fyrir nokkru slysi. Framhaldssaga eftir Elisabeth Ogilvie --10. hluti Hann var hafður í spelkum, en samt háfði ég orðið vitni að því, að hann gat gengið. Mig hryllti við þessari tilhugsun. En hver var ástæðan? Það átti að halda honum í fangelsi jafnt andlega sem líkamlega. En kannski vor- um við öll fangar hér á Bell- wood? Roberts! Var hann líka fangi hér? Hann hlaut að vita, að Fara- day var í steinhúsinu. Ég hafði séð hann bera mat þangað öðru hverju, en alltaf haldið að hann væri ætlaður Rees, Roberts hlaut líka að vita sannleikann um Tim. En ég .gat ekki beðið hann um hjálp. Rees hlaut að hafa eitt- hvert tangarhald á honum, hvernig sem því var annars varið. — Carol. Hlustaðu á mig, sagði Tim og togaði í handlegginn á mér. —• Ég er búinn að fá nýjan bát. Tony gaf mér hann. Eigum við að sigla honum núna? Sunnudagur í júlí á Bellwood. Sumarið skartar sínu fegursta: fuglasöngur, hægur andvari frá hafinu og heiðblár himinn; sæt- ur ilmur af grasi og rósum. Og þarna stóð Bellwood, þetta leyndardómsfulla hús, sem mér þótti svo heillandi og ævintýra- legt, þegar ég kom hingað fyrst. Ég sat í hvíldarstól undir bjarkargreinum og horfði á Tim leika sér með bátana sína í tjörn- inni. Allt var nákvæmlega eins og það hafði verið viku áður. Eini munurinn var sá, að nú skalf ég í. sólskininu. Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds af lamandi ótta. Drengurinn talaði við sjálfan sig á meðan hann lék sér. Hann skipti stöðugt um raddir og lék hverja persónuna á fætur ann- arri, eins og einmana börn gera gjarna(n. Sólin var logheit og baðaði okkur bæði. Ég reyndi að einbeita huganum að Tim. Hans vegna varð ég að reyna eftir beztu getu að harka af mér og láta ekki örvæntinguna ná tök- um á mér. En ég varð að taka á öllu sem ég átti til að forðast að láta ekki hugann hvarfla að skóg- arstígnum, sem lá að steinhúsinu. Sunnudagskvöld. Og síðan andvökunótt með ringulreið hugsana og stöðugs nagandi ótta. Klukkan niðri sló á hálftíma fresti. Eg fékk ekki við tímann ráðið. Ég gat ekki sofið og þorði ekki að gera fleiri misheppnaðar tilraunir til flótta. Þegar tekið var að birta af degi, sofnaði ég loks og mig dreymdi draum Hann var svo skýr og greinilegur, að engu var líkara en að um raunveruleika væri að ræða. Mig dreymdi, að Eric og ég rifumst og létum í ljós okkar innstu tilAnningar, eins og elskendur gera í uppgjöri. Þegar ég vaknaði dauðskamm- aðist ég mín fyrir það, sem ég hafði sagt við hann og hugsaði Eric þegjapdi þörfina fyrir það, sem hann hafði sagt við mig. Ég gat ekki með nokkru móti gleymt draumnum. Hann vék ekki úr huga mínum eitt andar- tak. Ég var enn tæpast vöknuð. Ég var í rauninni enn á milli svefns og vöku og óskaði þess, að ég hefði beðið Eric fyrirgefning- ar á því sem ég sagði við hann, áður en ég vaknaði. Á sama and- artaki var ég allt í einu glað- vöknuð og spratt fram úr rúm- inu. Að biðja hann um fyrirgefn- ingu! Það var ráðið Það var lausnin úr minni óhugnanlegu aðstöðu, svo undarlega sem það hljómaði. í undirmeðvitundinni hafði ég fengið snjalla hugmynd, sem ég hefði aldrei getað fengið í vöku vegna öi’væntingar minn- ar og hins nagandi ótta. Tim var enn sofandi, þegar ég kom niður. Ég fann ilm af kaffi, sem benti til þess, að Roberts væri kominn á fætur og væri í eldhúsinu. — Ég skal ekki trufla, sagði ég og brosti vingjarnlega til hans. — En ég vildi gjarnan fá lánað- an síma, svo að ég geti talað í góðu næði, áður en Tim vaknar. — Gjörið svo vel, sagði hann og kinkaði kolli í áttina að sím- anum í eldhúsinu. — Eða kannski vill ungfrú Brewster heldur tala ein inni í bókaher- berginu. Þar er betra næði. — Nei, það er ágætt að tala hér, það er að segja, ef yður er

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.