Vikan


Vikan - 08.01.1970, Síða 49

Vikan - 08.01.1970, Síða 49
sama. Þér viljið kannski vera í næði ofurlitla stund, áður en hin- ir vakna? —- Nei, alls ekki. Hann tók blað á borðinu, sett- ist og grúfði sig niður í það. Ég valdi númer Erics Allenbys og bað þess heitt, að Eric væri enn ekki farinn út að huga að segl- bátnum sínum, en það gerði hann víst snemma á hverjum morgni. Þegar ég heyrði, að það var einmitt hann sem svaraði, varð ég svo fegin, að mig langaði í svip að segja honum allt af létta. Ég var hikandi fyrst í stað, en loks tókst mér að segja það sem ég ætlaði mér. •—• O, ég er svo glöð að ég skyldi ná í þig. 'Ég hef beðið og beðið kvöld eftir kvöld og vonað að þú mundir hringja, en ég skil mætavel, að þú hafir ekki haft minnstu löngun til þess. En nú get ég ekki afborið þetta lengur. Ég varð að hringja til þín og biðja þig að fyrirgefa mér. Ég gat ekki séð Roberts, en vonaði, að mér hefði tekizt að leika hlutverk mitt vel og eðli- lega. — Fyrirgefa hvað? Ég skil ekki hvað þú ert að fara.... Sem betur fer talaði hann svo lágt, að Roberts hefur áreiðan- lega ekki heyrt það. Og allt ann- að heimilisfólk var jú enn í fasta- svefni. Vertu nú ekki svona stolt- ur, hélt ég áfram. — Veittu mér nú tækifæri til að bæta fyrir brot mitt og taka mig á eftirleiðis. Ég hegðaði mér óskynsamlega. Ég var ranglát í þinn garð og mig tekur það sárt. Ég veit ekki eig- inlega hvað kom yfir mig ... Roberts gekk út að dyrunum, sem lágu út í eldhúsgarðinn, en ég vonaði, að hann heyrði enn, hvað ég sagði. Eric reyndi að hlæja, en vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið. —• Ég veit ekki hætishót hvað þú ert að tala um. Þú hlýtur að rugla mér saman við einhvern annan. Eða kannski ertu ekki vöknuð almennilega ennþá. Ég ætlaði að hringja til þín á morg- un ... — Góði Eric! Ég get ekki beð- ið þangað til á miðvikudaginn. Geturðu ekki komið hingað strax í dag? Nei, þú þarft ekki að koma alla leið upp að húsinu. En ef þú stanzar við hliðið um tíuleytið, þá gæti ég talað við þig í fáeinar mínútur ... Eric? — Eg skal koma, fyrst þú bið- ur mig þess enda þótt ég botni hvorki upp né niður í því, hvað þetta á að þýða. Hann var hættur að hlæja og orðinn alvarlegur. — Carol! Hvað er eiginlega á seyði? Ég svaraði honum ekki, heldur lék hlutverk mitt af hinum prýðilegasta virðuleik. — Þakka þér kærlega fyrir, sagði ég. — Þú veizt ekki hvað þetta er mér mikilvægt. Þú kem- ur þá klukkan tíu. Þetta tekur enga stund. Eg skal ekki tefja þig nema í örfáar mínútur. Eg gekk út til Roberts, sem sat í stól úti í eldhúsgarðinum og var enn að lesa blaðið sitt. — Þér hafið ef til vill heyrt símtalið og skilið, hvað ég var að biðja um? Ég vona, að það skaði ekki, þótt ég tali við hann í fáeinar mínútur við hliðið? Ég get ekki verið óvinur neins í langan tíma. Mér er það ómögu- legt. Ég verð að sættast við hann, jafnvel þótt okkur hafi sinnazt út af smámunum. — Já, auðvitað verðið þér að sættast við hann. Það skil ég ósköp vel. Ég sneri mér undan og tók að fitla við rósablað. — É’g vona, að þér skiljið líka, að ég .. Ég blóðroðnaði og það var síð- ur en svo nein uppgerð. Ég logaði öll af ótta og taugaæsingi. — É'g vona, að þér skiljið líka, að ég vil helzt ekki að herra Morgan fái neitt að vita um þetta. Já, ungfrú Brewster, svar- aði hann. Að sjálfsögðu. Rödd hans og viðbrögð öll voru sem sjálfkrafa, en samt var ég þess fullviss, að mér mundi tak- ast að hitta Eric klukkan tíu um morguninn. Ég var létt í spori, þegar ég gekk upp stigann til að

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.