Vikan


Vikan - 29.01.1970, Side 24

Vikan - 29.01.1970, Side 24
að finna lítið hús í Princeton, þar sem hún gat fengið leigt fyrst um sinn. Þeir útveguðu henni einnig fastan lækni og hjálpuðu henni að fá amerískt ökuskírteini og enn fremur hlupu þeir undir bagga með henni, svo að hún gæti eignast grænan Dodge-bíl, sem stendur fyrir utan húsið. Þeir útveguðu henni bankareikn- ing, ávísanahefti og ýmiss konar lánakort. —• Slíkt þekkjum við ekki í Rússlandi. Þar er aðeins hægt að kaupa gegn staðgreiðslu. Ef mað- hafa hlaupist svona á brott, verð- ur hún þögul og niðurdregin. — Ég mun aldrei geta snúið aftur heim. Það væri sama og að fremja sjálfsmorð. Og það mundi vera ennþá verra fyrir börnin mín. Síðan bætir hún við eftir nokkra þögn: — Þeir sem gagnrýna mig, gleyma aðstæðunum í sínu eigin landi. Hversu margir ungir Bandaríkjamenn, 19 og 24 ára, búa enn heima hjá foreldrum sínum? Hversu margir eru ekki ÞnnniG iiiir suETinnn nú Hún er orðin ein af fjöldanum og engum dettur í hug, að hún sé dóttir Stalins. Svetlana — hún mun aldrei snúa aftur til heimalands síns. 4 Þetta er teikningin eftir hinn átta ára gamla Marco, sem kvaðst vilja giftast Svetlönu. Einn af hinum mörgu ungu vinum, sem Svetlana hefur eignazt í Bandaríkjunum, Christopher Cushman. ur á ekki peninga, verður maður að bíða með að eignast hluti, þangað til maður á fyrir þeim. í desember í fyrra hjálpuðu vinirnir henni að finna og kaupa húsið, sem hún býr nú í. Það kostaði 60 þúsund dollara. Mig langaði til að eignast þetta hús, strax og ég sá það. Það minnti mig svo mikið á heimili mitt í Zhukovka, þar sem börnin mín búa nú. Ég hef að vísu ekki þörf fyrir svo stórt húsnæði; gæti sem hægast látið mér nægja tvö herbergi. En mér geðjaðist vel að þessu húsi, og það stóð autt svo að ég lét slag standa. Það er enn mjög tómlegt í hús- inu, og þégar Svetlana er að því spurð, hve mikið af eignum sín- um hún hafi getað tekið með sér frá Sovétríkjunum, svarar hún: Frá heimili mínu í Moskvu? Látum okkur sjá .. . Þennan poka hérna, en í honum flutti ég ösku mannsins míns sáluga, Brijesh Singhs, frá Moskvu til Kalakank- ar í Indlandi.. . eitt handklæði.. eina sápuskál. .. sumarfrakkann minn . . . En engar ljósmyndir. — Þegar ég lagði af stað, datt mér ekki í hug, að ég mundi ekki snúa heim aftur. Ég fór þessa sorgarferð til Indlands í ákveðnum erindagerðum sam- kvæmt ósk mannsins míns sál- uga. Mér bauð ekki í grun, að ég mundi ekki sjá börnin mín fram- ar. Það var ekki fyrr en ég var komin til Indlands, að ég tók ákvörðunina. Maður gerir allt sem maður getur til þess að sætta sig við aðstæðurnar í heimalandi sínu og aðlagast þeim. En skyndi- lega einn góðan veðurdag hefur maður fengið nóg. Þetta er til- finning sem grípur mann mjög óvænt og allt í einu. Þetta er ekki fyrirfram ákveðin og skipu- lögð ráðagerð. En nú hefur hún yfirgefið börn sín. Þegar hún er að því spurð, hvernig hún afberi söknuðinn og hverjum augum hún líti gagn- rýni gamalla vina sinna fyrir að sjálfir giftir á þeim aldri? Ég giftist til dæmis í fyrsta sinn, þegar ég var 18 ára... Einu myndirnar, sem Svetlana á af börnum sínum, eru klipptar úr blöðum. Yfir skrifborðinu hangir stór blaðamynd af Kathie, sem nú er 19 ára og stundar nám í efnafræði við háskólann í Moskvu. SAKNAR BARNABARNANNA Á skrifborðinu stendur inn- römmuð blaðamynd af syni hennar, Jósep, sem er 24 ára, og konu hans, Helene. Jósep lauk læknanámi síðastliðið sumar. — Ég hef aðeins fengið eitt bréf frá syni mínum. Það var hálfan annan mánuð á leiðinni. Síðar, eða nánar tiltekið fjórum dögum eftir að ég fluttist inn í þetta hús, fékk ég nýárskort. Sjálf skrifa ég ekki börnum mín- um bréf. Ég vil ekki eiga á hættu að þau ler.di í vandræðum mín vegna. En auðvitað sakna ég þeirra. Um daginn heyrði ég mann nokkurn segja: „Hvaða ánægju hefur maður af börnum sínum, begar þau eru vaxin úr grasi og farin að búa sjálf?“ É'g svaraði um hæl: „En þá nýtur maður barnabarnanna." Hversu mjög vildi ég ekki hafa þau hérna í kringum mig! Og litlu síðar heldur hún áfram: — En ég er glöð á meðan ég veit, að börnunum mínum líður vel, og ég hef ekki áhyggjur af þeim svo lengi sem ég veit að þau hafa ekki breytt fyrri lifnaðar- háttum sínum. Þau eru saman og það er mikilvægast. Svetlana hefur átt annríkt við að ljúka við aðra bók sina, „Að- eins eitt ár“, en hún kom út fyr- ir síðustu jól. Þegar hún er að því spurð, hvort bókin fjalli um fyrsta ár hennar hér í Banda- ríkjunum og starf hennar sem rithöfundur í Princeton, svarar hún: — Nei. Bók min segir frá ár- inu, sem hófst 10. desember 1966, Framhald á bls. 45 24 VIKAN 5- tbl-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.