Vikan


Vikan - 29.01.1970, Qupperneq 27

Vikan - 29.01.1970, Qupperneq 27
Þegar hann kom niður á gólfið, stóðum við grafkyrr um stund, en ekkert heyrðist, engin hreyfing. Ég var hálfhissa á þeirri notakennd sem fór um mig, þegar ég fann fyrir nærveru frænda míns, en hann virtist ekki hafa hug á öðru en að fara strax á kreik og athuga að- stæðurnar. Ég vissi hvert fara skyldi, til að komast yfir í hina álmuna, það er að segja ef einhverjar dyr væru, en það fannst mér líklegast, þótt ég hefði ekki getað fundið þær um daginn. En Charles sýndi mér fram á það að einhvers staðar hefðu hundarnir geta komizt inn í kvenna- búrsgarðinn. — En það getur ekki verið neinn stígur í gegnum garðinn, sagði ég. — En að við reyndum að gá bet- ur að því, sagði Charles ákafur. Hann kveikti á vasaljósinu, og aft- ur biðum við, til að heyra hvort nokkur hefði orðið okkar var. Það virtist allt vera í lagi. Við snerum því við og gengum meðfram múrn- um, og allt í einu féll Ijósið á slétt- an flöt í múrnum, — það var greini- lega legsteinn, og þegar við gáðum betur að, þá sáum við að nafn var meitlað í steininn: JAZID. — Sjáðu, þetta er kirkjugarður, hrópaði ég upp, — hér inni? En . Ég þagnaði. Ljósgeislinn hafði fall- ið á annan stein: ERNIE. — Sérðu ekki, þetta er kirkju- garður hundanna? HAYDEE? LA- LOUK, það eru austurlenzkari nöfn. — Þeir hafa þá ekki náð því að múra hann inn hér, — Samson á ég við. John Lethman sagði að hann hefði dáið fyrir mánuði síðan. Hann slökkti á lampanum, vék Framhald á bls. 45. 5 tbi VIKAN 31

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.