Vikan


Vikan - 02.04.1970, Blaðsíða 8

Vikan - 02.04.1970, Blaðsíða 8
OSRAM PERUR Lýsa 20% betur Með TVÖFÖLDUM Ijósgormi, sérstaklega gerðum, framleiða OSRAM verksmiðjurnar liósaperur, sem lýsa allt að 20% betur, — án aukinnar rafmagnseyðslu. vegna gæðanna. B l )S L 0 Ð Hvíldarstóll ný gerö á snuningsfæti meö ruggu. BÚSLOÐ HÚSGAGNAVERZLUN VIÐ NÓATÚN — SfMI 18520 MIG DREYMDI Draumur um dans Kæri draumráðandi! Fyrir skömmu dreymdi mig draum sem mig larigar til að fá ráðningu á. Ekki er draumurinn langur, en ég verð að hafa smá formála svo að línurnar verði skýrari. I vetur hef ég stundað dansnám og er í byrjendaflokki. Kennarinn er kona og henni til aðstoðar eru tveir herrar sem lengra eru komnir í danslistinni en við. Annar þeirra er mjög myndarlegur og hef ég oft verið svo heppin að fá að dansa við hann, er herrarnir hafa ekki allir mætt í tíma. Draumurinn er þá svona: Mér finnst ég vera mætt í danstíma, og sitja herrarnir hægra megin í salnum en dömurnar á móti vinstra megin, og situr þessi umtalaði „herra“ á ská við mig. Finnst mér í draumnum ég vera mjög hrifin af honum. Kennarinn segir aS næst skul- um við dansa „vals“ (sem er minn uppáhalds dans) og nú eiga dömurnar að bjóða herrunum upp. Mikið langaði mig til að bjóða „honum“ upp, en hugsaði mér, að bezt væri að láta það eiga sig því þá gæti hann farið að gruna eitthvað. Rétt í því að ég er að velta vöngum yfir þessu kemur dökkhærð stúlka og býður „herranum" upp. Ég fylgdist vel með þeim, og sá mér til mikillar ánægju að stúlka þessi kunni ekkert að dansa, og vorkenndi ég „honum“ að dansa við svo kunnáttulitla dömu.. Er dansinn var tæplega hálfnaður gafst hún upp og sett- ust þau bæði. Þá var ég nú ekkert að hika lengur, og bauð „honum“ upp. Fyrst varð ég fyrir mjög mikl- um vonbrigðum, því ,,hann“ dansaði svo losaralega og takt- laust að ég hafði enga ánægju af dansinum. Er á dansinn leið finnst mér lagið verða alltaf hægara og hæeara, og um leið tók „herr- ann“ fastara og fastara utan um mig. Þessu lauk þannig að ,,hann“ vangaði mig, og var ég í algerri sælu þá stundina, en þó þorði ég ekki að treysta hon- um, fannst eins og honum væri ekki alvara, þó hann væri svona indæll og ákafur. Allan tímann vorum við ein á gólfinu. Það skal tekið fram, að ég hef aldrei hugsað neitt um þennan pilt annað en hversu gott er að dansa við hann. Með fyrirfram þakklæti. M. ÞaS er yfirleitt fyrir góðu að stíga dans í draumi, auðlegð, hamingju eða óvæntri gleði. Það er að vísu fyrir vonbrigðum að sjá aðra dansa, en gera það ekki sjálfur. En í þessum draumi leið þér ágætlega á meðan hin stúlk- an dansaði við „herrann“, -— af því að hún dansaði svo illa. Ekki ætti þetta því að eiga við þig. Það fer nokkuð eftir nafni þess, sem dansað er við, hvort draum- urinn er fyrir góðu eða illu. En enda þótt við vitum ekki nafn- ið, finnst okkur blær draumsins allur mjög jákvæður og ráðum hann því á þá leið. að þú munir innan skamms stofna til ástar- sambands — ekki endilega við piltinn sem þig dreymdi, heldur aðeins einhvern, sem þú verður fjarska hrifin af. Og samband ykkar mun verða þér til mik- illar ánægju. Blóð úr brjósti Kæri draumráðandi! Mig dreymdi, að ég stæði fljót- andi í blóði. Það spýttist út úr vinstra brjóstinu. Ég vaknaði við það og gat alls ekki sofnað aftur. Hvað merkir svona draumur? A.H. Það getur verið fyrir ástvina- missi að dreyma brjóst sitt blæð- andi. Annars er blóð alls ekki eins hættulegt tákn í draumi og margir ætla. Það getur einfald- lega boðað hláku að dreyma mikið blóð að vetrarlagi, og einnig getur það táknað ofur- lítinn lasleika að sjá líkama sinn blóðugan. Hins vegar er það fyrir tjóni að spýta blóði og geðshræringu og erfiðleikum að sjá það renna úr öðrum. Prestur oec leyndarmál Svar til H. S. J.: Presturinn, sem þú sást í draumi þínum, er líklega fyrir því, að þér verður trúað fyrir leyndarmáli. Hins vegar er fyrir illu að dreyma prest í fullum skrúða við embættisverk sín. Gegn betri vitund Svar til „Dúu“: Þessi draumur er í hæsta máta sérkennilegur og engan veginn auðvelt að ráða hann. Við höf- um helzt komizt að þeirri nið- urstöðu, að hann sé bergmál af einhverjum verknaði, sem þú liefur gert gegn betri vitund þinni. Samvizkubit þitt er sem sagt svo sterkt, að það lætur þig ekki einu sinni í friði á nótt- unni. Eða kannski það læðist að þér á nóttunni, af því að þú bægir því frá þér í vöku? 8 VIKAN 14. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.