Vikan


Vikan - 02.04.1970, Síða 10

Vikan - 02.04.1970, Síða 10
ARLJOM hnetti. Þar hrúgast saman skál- ar, sem sumir eru í lögun eins og diskar og kúlur, en aðrir sem turnar og pýramídar með allra handa tilbreytingum. Þar skipt- ist á stál, gler og alúmín. Reikn- að er með að milljón útlendingar heimsæki landið til að sjá sýn- inguna, sem sjötíu og tvær þjóð- ir taka þátt í. Sýningar sem þessar eru ekki einungis til að auglýsa vörur og leita markaða, heldur og til að sýna heimin- um dýrð sína og veldi almennt. Bandaríkin leggja þannig höfuð- áherzlu á að minna á tunglferðir sínar og hafa auk annars til sýn- is ekta mánagrjót, en hjá Sovét- mönnum yfirgengur aldarafmæli Leníns auðvitað allt annað. Þeir munu minnast afmælis hans jafnframt því sem þeir minna á sovézka sögu, tækni og vísindi. Skáli þeirra er auðvitað rauður og eins og sigð í laginu. Fleiri skálar eru þarna frumlegir að gerð og eiga þannig að vera táknrænir fyrir eigendur sína. Þannig er sýningarskáli Hawaii í laginu eins og eldfjall, en Fíla- beinsstrandar eins og fílstennur. En vitaskuld er það Japan sjálft og afrek þess á öllum sviðum sem þarna verða sýnd og auglýst fyrst og fremst. Sé gengið út frá því sem stað- reynd að mikil og hröð fram- þróun í tækniheimi nútímans sé hamingja mest á jörðu hér, þá hafa Japanir flestum fremur ástæðu til að vera ánægðir með lífið og sjálfa sig. Þangað til fyrir öld síðan bjuggu þeir við eins konar lénsskipulag, lifðu einkum á akuryrkju og voru næstum algerlega einangraðir. Nú er það svo að langtum auð- veldara reynist að breyta ytra borði hlutanna en kjarna þeirra, og þarf því engan að undra þótt japanskt þjóðlíf sé ótrúleg hræra af ævafornu oe splunku- 1 Í’. &*«$«** ■.ixíóírt Frá sýningarsvæðinu. Lengst til hægri eru rafreiknar scm settir hafa verið þannig saman að þeir minna á pagóðu. tréklossar. Lítil og snotur tréhús úr viði skiptast þar á við vold- uga skrifstofukassa úr steini og gleri, og tröllauknir kranar og skorsteinar iðjuvera gnæfa við hlið Búddahofa með mjúkar boglínur í þökum. Hinn forni arfur skreytir Jap- an, en hindrar það í engu í sókninni fram í hinn nýja tíma. Þvert á móti. Japanski sölumað- urinn, sem er tíður gestur í hót- elsölum hvar sem er í heimi, fljótur til að brosa og bukka sig og undirbjóða keppinautinn, snoturlega en ekki frumlega klæddur og með gleraugu, er arftaki tveggja annarra mann- Yfir sýningarbletti Ástralíumanna gnæfir gríðarmikill krókur, scm gagnsætt þak skálans hangir í.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.