Vikan


Vikan - 02.04.1970, Blaðsíða 12

Vikan - 02.04.1970, Blaðsíða 12
ÞaS er margra barna móðir, sem skrifar þessa grein, móðir, sem elskar börn, hatar börn, skilur börn, skemmtir sér með börnum, verður að berjast við börn. f stuttu máli móðir, sem er öllum öðrum mæðrum lík. Ef þér eruð sjálf móðir, þá leitið (skemmtilegrar) huggunar hjá þessari þjáningasystur, ef þér eigið von á því að verða móðir, þá látið þetta greinarkorn verða bæði til viðvörunar og hvatningar, ef þér eruð barnasálfræðing- ur, þá lesið þetta og lærið af því.... sennilegt að hún rífi í hár sitt og hrópi: — Drottinn minn, ég verð að flytja héðan! Á þess- um árum hefir hún misst bjartsýnina og um- burðárlyndið; það eina sem hún hefir ekki misst eru pundin, þeim hefir hún bætt við sig. Vandamálið, sem stór —, eða meðalstór fjöl- skylda hefir við að stríða, er það að foreldrarnir eldast, en börnin eru alltaf sjálfum sér lík. Hvert á eftir öðru komu þau með sömu rembihnútana á skóreimunum. Þau týna sömu skólatöskunum, rífa göt á sömu peysurnar (stundum eru það í raun og veru sömu peysurnar), og öll sem eitt sjá þau svo um að aldrei er hægt að matast í friði. Það er hægt að segja mart um lítil börn, en eitt er víst; þau halda manni gömlum. Þau gera það auðvitað ekki að yfirlögðu ráði, og þegar fjögra ára snáði réttir móður sinni blómvönd, sem hann hefir tínt í fallegasta blómbeði ná- grannans, þá er það gert í allra beztu meiningu. Og þegar ung móðir á i hlut, segjum að hún sé um tvítugt, þá drúpir hún ekki höfði, þótt blómin hljóti að gera það. Þessi hugmynd drengsins var svo hugljúf, að það hlaut að vera hægt að kippa þessu í lag, með því að skrifa frúnni í næsta húsi afsökunarbréf, og senda henni nokkrar fallegar rósir. Ef þessi sama móðir lendir í sömu aðstöðu, 19 árum síðar, með litla bróður þess hins sama, sem einu sinni var litli bróðir, þá er meira en • Nú skal ég gera nokkra grein fyrir þessu. Elzti sonur okkar, hann er orðinn tuttugu og eins árs, hellir auðvitað ekki úr mjólkurglasinu yfir matborðið (ég er ekki að gorta, þetta er sann- leikur), en litla systir hans, sem er aðeins þriggja ára, gerir það auðvitað ennþá. Nú er það ekki svo að skilja að ég gráti þessa mjólk. Ég hefi jafnvel ekkert á móti því að þurrka hana upp. 12 VÍKAX 14- *w-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.