Vikan


Vikan - 02.04.1970, Side 15

Vikan - 02.04.1970, Side 15
Opinber bygging í Glen Ellen. Þar varS Jack svo ástfanginn af Charmain, að hann yfirgaf konu og böm og hóf nýtt líf, sem hann bjóst við að mundi færa honum hina fullkomnu hamingju. daga. Hann þekkti engan af starfsrnönnum þess, og gerði sér litlar vonir um að þeir tækju hana. En hið ótrúlega gerðist. í stað handritsins, sem hann bjóst við að fá end- ursent, fékk hann þunnt um- slag með ávísun upp á 2000 dollara. Tvö þúsund dollarar fvrir mánaðar vinnu. Jack hafði alltaf haldið því fram, að góð- ar bókmenntir væru arðvæn- legar. Hann hafði sagt, að hann ætlaði að skrifa eins og honum sýndist og honumu yrði ekki skotaskuld úr því að sannfæra ritstjórana um ágæti framleiðslu sinnar. Tvö þúsund dollara — nægilega upphæð til að borga allar skuldir hans og hjálpa vinum hans að auki. Hann fann, að Alelnn um borð i „The Spray“ skrif- aði Jack London um 1500 orð af „Úlf Larsen" á hverjum morgni. hann hafði unnið mikinn sig- ur. Jack hafði ekki sett bókina „Þegar náttúran kallar‘“ með á lýstann til „MacMillans“ yfir þær bækur, sem hann ætlaði að skrifa, af þeirri ein- földu ástæðu, að hann hafði ekki haft hugmynd um, að liann mundi ákrifa hana. Hann sendi handritið til Brett, sem 5. marz 1002 svar- aði honum með því að segja, að honum líkaði ekki nafnið á bókinni. „Mér líkar sagan ágætlega, þó að ég sé hálf- hræddur um, að hún beri of mikinn raunsæisblæ til þess að hún falli hinum tilfinn- ingasjúka lesendahópi okkar í geð.“ Brett bauð honum tvö þúsund dollara fyrir full útgáfuréttindi, í staðinn fyr- ir að semja um ágóðahluta og fresta útgáfunni í eitt eða tvö ár. Jack hafði þegar notað 2000 dollarana frá „Saturday Evening Post“. Þeir 150 doll- arar sem hann fékk á mán- uði frá Brett nægðu ekki handa fjölskyldunni til að lifa af. Agóðahlutinn hafði al- drei gefið honum svo mikla peninga í aðra hönd, og auk þess gat hann ekki beðið eft- ir því. Peningar í reiðufé greiddir strax gáfu honum tækifæri til að nota peninga. Og núna hafði hann einmitt augastað á litlum, snotrum bát, sem hét „The Spray“. Ilann gekk að skilmálunum og seldi öll réttindi að einni af beztu bókum sínum og þeirri bók, sem átti eftir að verða vinsælli en nokkur önn- ur og seljast einna mest. í bátnum var rúmgóð ká- eta, þar sem tveir gátu sofið og hægt var að búa til mat þar. Jack London keypti þennan bát, af því að hann hafði í hyggju að skrifa sjó- mannasögu, og taldi heppi- legast að komast á sjóinn áð- ur — til þess að rifja upp þá einu og sönnu tilfinningu, sem fylgdi því að vera á sjó. Það voru nú liðin níu ár, síð- an hann hafði farið af „Sophie Jack London, þcgar hann skrifaöl sfna frægu sögu „Úlfur Larson". Sutherland“ og hann var al- veg orðinn afvanur sjónum. „Það verður næstum alveg rétt lýsing á þeim atburð- um, sem komu fyrir á sjö mánaða siglingu, sem ég fór einu sinni sem sjómaður. Því oftar sem ég hugsa um það sem gerðist í þessari ferð, því undarlegra finnst mér það allt,“ skrifaði hann útgefanda sínum. Brett svaraði: „Eg geri mér miklar vonir um sjóferðasögu yðar. Það eru svo fáar slíkar sögur til, og engin sem er nokkurs virði. svo að góð saga ætti að geta náð mikilli útbreiðslu.“ Með þessi hvatningarorð í eyrum, bjó Jack London „The Spray“ út með vistum og ábreiðum og fór í viku ferð um flóann og leitaði uppi þá króka og kima, sem liann hafði farið um sem ostruræn- ingi og sem starfsmaður land- helgisgæzlunnar. Þegar vikan var liðin, kom hann heim aft- ur, settist við skriíborðið og skrifaði fyrsta kaflann af „Úlf Framhald á bls. 45 14. tbL VIKAN 15

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.