Vikan


Vikan - 02.04.1970, Blaðsíða 16

Vikan - 02.04.1970, Blaðsíða 16
GREIN EFTIR SIR GEORGE GODBER HKTTID DD REVKID Tóbaks hefur verið neytt í Evrópu í tæp fjögur hundr- uð ár aðeins. Það hefur ver- ið reykt í pípum, vindlum og sígarettum og tekið í nefið. Það hefur hlotið margra lof, og það eru ekki nema svo sem tuttugu ár síðan farið var að andæfa því eitthvað að ráði. Það var eklci fyrr en á þessari öld, að sigarettur framleiddar í verksmiðjum urðu langódýrasta tóbaks- varan. En á þessari öld hef- ur framleiðsla og reyking á sígarettum aukizt svo gífur- lega að ekki hefur getað hjá því farið að læknar og síðan almenningur færu að gefa gaum skaðsemdinni, sem þessu fylgir, einkum þó síð- ustu tuttugu árin. Fyrst var fyrir alvöru byrjað að rita gegn reyking- um i Bretlandi og Banda- ríkjunum. Frá þvi snemma á fjórða áratug aldarinnar hefur dauðsföllum af völd- um lungnakrabba hraðfjölg- að og tvennar rannsóknir upplýstu að flestir sjúkling- ar með krabba i lungum höfðu reykt sígarettur. Þess- um rannsóknum var fylgt eftir með öðrum nákvæmari, sem sönnuðu enn frekar hið nána samband milli reyk- inga og lungnakrabba. Á tíu ára tímabili um þetta leyti fjölgaði dauðsföllum af völdum lungnakrabba um sjötíu og f jögur prósent með- al karlmanna og dauðsföll- um meðal kvenna af sömu orsök tók að fjölga. Krabbameinið er lengi að þróast og það var þess vegna að við vorum svo lengi að gera okkur Ijóst, að auknar sigarettureykingar tuttugu eða þrjátíu árum fyrr voru orsök krabbadauða svo löngu seinna. Fólk sem ekki reykir getur fengið lungnakrabba, en keðjureykingamenn, þeir sem reykja fjörutíu sigarett- ur á dag og þar yfir, verða tuttugu sinnum oftar fyrir barðinu á þessum sjúkdómi. Lungnakrabbi ásækir fólk í vissum starfsgreinum meira en í öðrum; verkamönnum í úrannámum og þeim sem vinna í asbestryki kvað sér- lega hætt við honum, en þó jiví aðeins að þeir reyki sígarettur. Lungnakrabbi er tíðari hjá stórborgabúum en sveitafólki, en líka þar verða einkum sígarettureykjarar fvrir barðinu á honum. Og borgabúar reykja vfirleitl meira en sveitamenn. Jafnframt raninsóknunum á lungnakrabba í revkinga- fólki hefur auðvitað orðið að hafa liliðsjón af öðrum ban- vænum sjúkdómum. Margir yngri menn deyja nú úr lungnakvefi og kransæða- stíflu, og það hefur einnig sýnt sig að reykingamenn eru í mestri lifshættu. Trú- lega valda sígarettureyking- ar miklu meiri mannfelli meðal lungnakvefs- og krans- æðastíflusjúklinga en nokk- urn tíma meðal krabba- sjúklinga. Staðreyndin er sú, að maður, sem reykir tuttugu eða fleiri sígarettur á dag frá tuttugu ára aldri og það- an af, lifir að ölluin lilcind- um fimm árum skemur en jafnaldri hans sem ekki reykir, og reyki hann fjöru- tíu eða fleiri glatar hann trú- lega þremur árum til viðbót- ar. Finnntugur maður, sem revkir tuttugu sígarettur á dag, hefur helmingi minni likur á að lifa næstu tíu ár- in en jafngamall maður sem ekki reykir. í Bretlandi deyja 16 VIKAN 14 tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.