Vikan


Vikan - 02.04.1970, Blaðsíða 20

Vikan - 02.04.1970, Blaðsíða 20
KARTÖFLUR ERU SENNILEGA SÁ RÉTT- UR, SEM OFTAST ER Á BORÐUM OKKAR. KARTAFLAN INNI- HELDUR SÖLT, HVÍTU, KALK, JÁRN OG FOS- FÖR AUK B- OG C- VÍTAMÍNA. C-VÍTA- MÍNIÐ RVRNAR VIÐ SUÐU OG GEYMSLU OG ERU ÞVÍ GÖMLU KARTÖFLURNAR ORÐNAR NOKKUÐ LÉLEGIR C-VÍTAMÍNGJAFAR, ER LÍÐA TEKUR LANGT FRÁ UPPSKERUNNI. KARTÖFLUR SOÐNAR ÁN HÝÐIS TAPA MIKLU MEIRA AF C-VÍTAMÍNINNIHALDI SÍNU EN ÞEGAR ÞÆR ERU SOÐNAR MEÐ HYÐINU. ÆTTI ÞVÍ SEM OFTAST AÐ SJÖÐA ÞÆR MEÐ HYÐI. Kartöflusalat 750 gr soðnar kaldar kartöflur y4 1 súrmjólk 1 msk. þeyttur rjómi 1 agúrka graslaukur salt, pipar 1 harðsoðið egg. Hrærið súrmjólkina með rjóm- anum. Kryddið með salti og pip- ar og blandið kartöflunum, sem áður hafa verið skornar í ten- inga, og sneiddri agúrkunni útí. Setjið því næst graslaukinn í og skreytið með harðsoðna egginu. Bakaðar kartöflur Bakaðar kartöflur er skemmti- legur réttur, sem bera má fram einan sér eða með öðrum rétt- um. Veljið jafnstórar kartöflur og þvoið þær mjög vandlega. Bakið síðan á ofngrindinni við 225° í ca. 45 mínútur. Prófið þó með prjóni hvort þær séu gegn- bakaðar. Ekki er nauðsynlegt að pensla kartöflurnar með olíu áð- ur en þær eru settar inn í ofn- inn, en hýðið verður stekkra og betra að borða það séu þær penslaðar. Þegar þær eru gegnsteiktar er skorinn kross í hverja kartöflu og klemmt aðeins saman svo inn- maturinn komi aðeins út. Síðan eru þær skreyttar með t.d.: a) rjóma, síldarbita, papriku og dillgrein. b) smurosti, graslauk og steiktu fleski. c) rjóma, kavíar og lauk. d) smjörkúlu með hvítlauks- bragði eða söxuðum gras- lauk. 20 VIKAN 14-tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.