Vikan


Vikan - 02.04.1970, Blaðsíða 32

Vikan - 02.04.1970, Blaðsíða 32
CHARLES WEBB (THE GRADUATE) 10. HLUTI — Elaine, ég skal reyna að ákveða mig, sagði hann á eftir henni. Hún gekk áfram. — Elaine? Ég skal hringja í þig eftir einn eða tvo daga og segja þér hvað ég ætla að gera. Á ég að gera það? Hún hélt áfram og fjarlægðist óðum. — Allt í lagi, Elaine . . ? Hún beygði til hægri á horn- inu og hvarf. Það var nokkrum dögum síð- ar að hann hringdi í hana, er komið var undir kvöld. Hann borðaði í matsal háskólans, og gekk síðan í áttina að húsinu þar sem hann bjó og inn í síma- klefann á hornjnu. — Þetta er Benjamín, sagði hann þegar hún svaraði. — Ég er hér ennþá. Hún svaraði ekki. — Ég sagðist ennþá vera hér. — Ég heyrði í þér. Benjamín kinkaði kolli í sím- ann. — Ertu búinn að ákveða þig, Benjamín? — Nei. — Nei. Það var þögn dágóða stund. Benjamín leit niður í gegnum glerið í klefanum og á bréfmiða sem lá á rennusteininum. Á endanum leit hann upp, ræskti sig og kinkaði kolli aftur. — Elaine? sagði hann svo. — Já? - Ég meina hvað viltu að ég geri í þessu? Hún þagði. — Sjáðu til, ég veit ekki vel hvernig ég stend, sagði hann. — Viltu að ég fari eða á ég að vera hér áfram? — Geturðu ekki hugsað sjálf- ur? — Ha? — Geturðu ekki hugsað sjálf- ur? endurtók hún. — Ja — jú. Jú. —• Hvers vegna tekurðu þá ekki sjálfur þínar ákvarðanir? — Ja, Elaine.... þú sagðir mér að fara ekki fyrr en ég hefði einhverjar áætlanir til að fara eftir. — Og þú hefur þær ekki, eða hvað? — Ja, engar almennilegar, svaraði hann. — Mér var að detta í hug að fara til Kanada, en svo hætti ég við það. — Nú, og hvað á ég að gera? — Ha? — Hvað á ég að gera? — Gera í hverju? — í þínu máli. — Ja, þú sagðir mér að þú myndir hafa áhyggjur af mér nema ég vissi hvað ég ætlaði að gera. — Heldurðu að ég geti lært? — Ha? — Heldurðu að ég geti hugs- að? — Ja, Elaine — Heldurðu að ég geti nokk- urn skapaðan hlut með þig á heilanum tuttugu og fjóra tíma — Elaine, sagði Benjamín, — þú sagðir mér að þú myndir hafa áhyggjur af mér ef ég hefði ekk- ert ákveðið í huga. Það varð aftur þögn. Loks ræskti Elaine sig. — Hvað er athugavert við að fara til Kan- ada? — Ég missti einfaldlega áhug- ann á því? — En Mexíkó? — Ég hef komið þangað. — Hawaii? — Nei. — Af hverju ekki? — Mig langar ekkert þangað. — Hvað langar þig til að gera? — Ekki neitt. — Hvað gerirðu þá? — Ha? — Ef þig langar ekki til að gera neitt, hvað gerir þú þá af þér allan daginn? Hvað gerðir þú í dag? — Fór í bíó. — Gaman? — Sæmilegt, sagði hann og yggldi sig. — En hvað viltu að ég geri? — Geturðu ekki hugsað? — Jú, ég get hugsað, Elaine, en þú sagðir mér að vera kyrr. — En ég á í vandræðum með þessar áætlanir mínar. — Benjamín, sagði hún, — ég vil að þú gerir eitthvað strax, því ég er að verða brjáluð. — Nú? — Já. — Segðu mér þá að fara. Það eina sem þú þarft að gera er að segja mér að fara og ég fer. Hún svaraði ekki. — Ætlarðu að gera það? —«• Ég er að bisa við að skrifa ritgerð, sagði Elaine. — Gott og vel. En viltu gera það fyrir mig að segja mér að fara? — Ertu svona einfaldur? — Ha? 32 VIKAN 14 «>i.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.