Vikan


Vikan - 02.04.1970, Blaðsíða 46

Vikan - 02.04.1970, Blaðsíða 46
BLÓMABÚÐIN DÖGG er meðlimur í Sendum um allan heim. Páskablóm og páskaskreytingar í miklu úrvali Allskonar gjafavörur. Höfum í þjónustu okkar einn færasta skreytingamann landsins, Ásmund Jónasson, skreytingameistara. BLOHABUDIN DÖGC Álfheimum 6 - Sími 33978 Allt gengur betur og auSveldar með H hrærivélina við höndina. Sterkur 180W mótor með 3 hraðastillingum Fjöldi ódýrra fylgihluta BORÐSTOÐ • HRAÐBLANDARI • HNOÐAR- AR • Kartöfluafhýðari • Grænmetiskvörn • Stálskál • Hnífa- og skærabrýni • Berjahræra. Eina vélin á markaðinum með 3 ára ábyrgð Húsmóðirin verður ánægð með HHHX EINAR FARESTVEIT & CO. HF. Bergstaðastræti 10A • Sími 16995 NORSK HÖNNUN NORSK GÆÐ HDHX ÁBYRGÐ skrifaði um þeta leyti, hve gjörsneydd Bessie var öllu ímyndunarafli. Til þess þó að gera henni ekki rangt til, við- urkenndi hann, að þetta hefði hann alltaf vitað: að þessi ró- semi hugans, sem hún var gædd í svo ríkum mæli, hefði einmitt verið það, sem laðaði óann að henni í fyrstu. En þrátt fyrir allt þetta hélt hann áfram með „Ulf Larsen“. Fyrirmynd aðal- söguhetjunnar var Alex Mc- Clean skipstjóri, en Jack hafði heyrt um hið ævintýra- lega Iíf hans, þegar hann var á „Sophie Sutherland“. í júní 1903 komu „Kemp- ton-Wace-bréfin“ út undir dulnefni. Eitt blaðanna þekkti þó undir eins annan höfund- inn á „þróunarkenningum“ hans og fregnin barst svo fljótt út, að MacMillan sá sig tilneyddan að biðja Jack um leyfi til að birta höfundar- nafnið með annarri útgáfunni. Bessie, sem gjarnan vildi komast upp í sveit með börn- in um sumarið, leigði sér kofa í Glen Ellen í Mánadalnum skammt frá sumarhúsi frú Ninette Eames. Jack vildi ekki yfirgefa bátinn sinn, tíl þess að geta haldið áfram með „Úlf Larsen“ af fullum krafti og varð því eftir í Piedmont. Kvöld eitt seint í mánuðin- um, þegar hann var að aka í vagni með kunningjunum, valt vagninn ofan í skurð og Jack meiddi sig illa á fæti. Charmian Kitredge stundaði hann í legunni af stakri ná- kvæmni og umhyggju. Undir eins og Jack gat stigið í fótinn fór hann til Glen Ellen til konu sinnar. Charmian Kittr- edge fór einnig að heimsækja frænku sína, frú Eames. Það var ánægjulegt og ó- brotið líf þarna í sumarhús- unum. Leigjendurnir mat- reiddu allir í sameiginlegu eldhúsi á fljótsbakkanum og borðuðu við löng óhefluð tré- borð. Jack lét hlaða smástíflu í ána og þar var hann svi seinnl hluta dagsins að leika sér við börnin og kenna þeim að synda. A morgnana kom hann sér fyrir einhversstaðar á skuggasælum, rólegum stað og skrifar þar sín venjulegu 1000 orð, með sléttan eikar- kubb sem skrifborð. Kvöld eitt seint í júlí safnaðist allur leigjendahópurinn saman — börnin líka til þess að hlusta á hann lesa upp fyrir helm- inginn af „Úlf Larsen“. Hann las upp úr handritinu, með Ijós til beggja handa, en fólk- lá allt í kring um hann og hlustaði. Það var farið að lýsa af degi yfir Sonomafjallinu, þeg- ar hann var búinn. Þeir sem hlustuðu á Jack London lesa „Úlf Larsen“ þessa júlínótt, og enn eru á lífi, minnast þess sem eins af áhrifamestu stundum æfi sinnar. En skömmu seinna skeði sá atburður, sem gjörbreytti öllu lífi fjölskyldunnar. Það er kannski bezt að láta Bessie segja frá því með eigin orðum. „Dag nokkurn, seint í júlí, sátum við Jack eftir við morgunverðarborðið og töl- uðum saman. Hann vildi gjarnan komast burt frá Oak- land um stundarsakir, af því að hann hafði ekki nóg næði. Hann sagðist vera að hugsa um að kaupa sér búgarð í hin- um óbyggða hluta Suður- Californíu og spurði, hvort mér væri nokkuð á móti skapi að flytja þangað. Ég kvað nei við, ef aðeins væru nóg þæg- indi vegna barnanna. Jack lofaði að sjá fyrir því, og við ákváðum að flvtja um haust- ið. Um tvöleytið fór ég heim í kofann með börnin til að svæfa þau. Ungfrú Kittredge hafði beðið eftir Jack og ég sá þau ganga saman yfir að stóru hengirúmi, sem var við hliðina á húsi frú Eames, í áköfum samræðum, en ég skeytti því ekki frekar. Eg svæfði börnin og fór að laga til í kofanum. Klukkan sex kom Jack gangandi heirn að kofanum og sagði: „Bessie, ég ætla að fara frá þér.“ Ég skildi ekki við hvað hann átti og spurði: „Áttu við, að þú ætlir aftur til Piedmont?“ „Nei,“ sagði Jack, „ég fer frá þér — við 46 VTKAN 14. tbi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.