Vikan


Vikan - 02.04.1970, Blaðsíða 47

Vikan - 02.04.1970, Blaðsíða 47
verður að skilja.“ Örmagna hneig ég niður við kofahom- ið og starði lengi á hann, áð- ur en ég gat stunið upp: „En væni minn, hvað áttu við með þessu? Þú ert nýbúinn að tala uin Suður-Californíu ------.“ Jack hélt þrákelknis- lega áfram að klifa á því, að hann ætlaði að fara frá mér, og ég endurtók í sífellu: „Eg botna ekkert í þessu. Hvað hefir komið fyrir þig?“ Hann neitaði að skýra það frekar.“ Engan grunaði og allra sízt Bessie, að það væri Charmian Kittredge, sem hafði unnið hjarta Jack. Hana grunaði Bessie sízt allra kvenna. C'harmian var fimm eða sex árum eldri en Jack og var al- mennt ekki álitin vera lagleg. IIún hafði að vísu verið nokk- uð mikið með Jack, en því var Bessie vön frá Piedmont. Að því er virtist hafði hann ekki gefið sig meira að henni en öðrum þama í dalniun. Auk þess hafði hann sagt ýmis- legt miður fallegt um hana, og Bessie þóttist viss um, að honum þætti ekkert sérlega vænt um hana. í kofa sínum í Glen Ellen lifði Jack nú eina af erfið- ustu nóttum æfi sinnar, á meðan litlu börnin tvö sváfu vært við hliðina á honum. Hann var umfram allt góð- viljaður og næmgeðja maður. Hann, sem sjálfur var svo til- finningaríkur og næmur fvr- ir öllum sálarlegum lcvölum, hafði alltaf forðast að særa aðra. Og nú var hann í þeim hræðilega vanda, að verða að svíkja Flóru og John London, þegar hann var yngri og ör- ari í lund. En ofurmennis- kenningin, þessi tryggi fylgi- sveinn hinna sósíalisku skoð- ana hans, sannfærði hann um, að hann væri ofurmenni, sem hefði rétt til að hrifsa til sín allt, sem lífið hefði að bjóða. Um morguninn fór Jack aftur til Piedmont, flutti allt sitt út úr húsmu og leigði scr herbergi. A öðrum degi voru blöðin búin að fá veður af þessu. Þegar Jack neitaði að segja nokkuð um það, fundu blaðamennirnir skýringuna í „Kempton-Wace bréfunum“, þar sem hann skrifaði: „Ást á ekkert skylt við skynsemi.“ Þeir fullyrtu, að þetta hefði sært Bessie svo, að það hefði valdið skilnaðinum. ☆ Rauffa herbergið Framhald af bls. 25. Það er ekki hi^at að breqða upp Ijósi þar, og enginn kemur þanaað nema til að þurrka af endrum og eins." „Það er of lítil lýsing hér í húsinu", sagði Lori kvartandi. „Getum við ekki gert eitthvað í því?"' „Rafmagn kostar peninga," svaraði Aline. ökukmnsla ‘Uœinisvottorð Uclgi ÖC. Scssiliusson Bólstaðahlið U2 — Sími S13U9 „Það ættu að vera til peningar fyrir rafmagni," sagði Lori með hægð. „Og það er svo margt, sem þarf að gera við. Ef mér dytti einhvern t(ma í hug að sel|a húsið, verður það að vera ( góðu standi." Þetta sagði hún fyrst og fremst til að sjá, hvernig þeim yrði við. „Selja Kensington-eignina?" sagði Jim forviða og hin gláptu á hana skelkuð. „Ekki einu sinni mundi þinn vanþakkláti faðir hafa gert annað eins," gall Aline við. „Nei, svona nokkuð máttu ekki láta út úr þér. Á morgun ætlum við að sýna þér allt húsið, og ég veit, að þú verður hrifin. Sum herbergin eru ekki notuð, því við höfum ekki efni á að halda öllu við. Þú hefur auðvitað peninga, — Kensington-auðinnl Það væri hægt að koma húsinu í upprunalegt ástand fyrir tiltölulega lítið fé." „Þú gerðir hana hrædda," sagði Jim, sem sat ( einum djúpa stólnum í bókaherberginu. „Já, engu okkar stóð á sama. Hún hefur átt hér heima alla ævina, og við reyndar öll. Ég er til að mynda fæddur hér. En pabbi þinn gat ekki litið húsið réttu auga eftir að fyrri konan hans varð fyrir slysinu svo kallaða. Pabbi þinn erfði næstum alla Kensington auð- inn. Aline fékk dálítið í sinn hlut og Leland frændi þinn enn minna. Aður en pabbi þinn fór burt, kom hann upp dálitlum sjóði, sem átti að nota til viðhalds húsinu og Aline til framfæris. Hún giftist aldrei, þótt hún hafi verið falleg stúlka. Hún hefur verið mér mjög góð, og þegar foreldrar mínir féllu frá, var hún eini ættinginn sem ég átti. Þú hefur heyrt talað um mömmu?" „Já, Peggy sagði mér frá henni." „Sagði pabbi þinn þér aldrei neitt?" Lori stóð upp úr stólnum. Hún fann, að hún laðaðist fremur að Jim en hitt, og gæti hún ekki treyst honum, vissi hún ekki, hvernig hún ætti að þola einsemdina og óhugnaðinn þarna. „Jim hann var alls ekki faðir minn," svaraði hún stillilega. „Ég var fjögurra ára, þegar James Kensington giftist mömmu og ættleiddi mig." 14. tbL VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.