Vikan


Vikan - 14.05.1970, Blaðsíða 3

Vikan - 14.05.1970, Blaðsíða 3
20. tölublað - 14. maí 1970 - 32. árgangur Eldhús Vikunnar, sem Dröfn H. Farestveit, húsmæðrakennari sér um, hefur alltaf eitthvað nýtt góðgæti á boðstólum, og að þessu sinni eru það pönnukökuréttir. Það er nefnilega hægt að gera miklu fleira með pönnukökur en að bera á þær sultu og rjóma. Fulltrúi ungu kynsióðarinnar í hinni árlegu keppni, sem Vikan og Karnabær standa fyrir, var að þessu sinni kjörin Guðbjörg Haraldsdóttir. í þessari Viku birtist viðtal við Guðbjörgu, þar sem lesendum gefst kostur á að kynnast nánar skoðunum hennar og viðhorfum. „Jón Gunnar Árnason bregður hnífi undir nasir yður, og þegar þér finnið loks fyrir egginni, vitið þér hvað veruleiki er." Þannig komst svissneskur lista- maður, René Scherrer að nafni, að orði í dómi um listsýningu Jóns Gunnars Árnasonar, myndasmiðs, í Gallerí Súm í fyrrasumar. í þessu blaði er viðtal við Jón, sem áreiðanlega er meðal athyglis- verðustu yngri myndlistarmanna okkar i dag. I vor fóru flugfreyjur Flugfélags íslands í nýja og hárauða búninga, sem eiga að vera meir í takt við ríkjandi tízku en gömlu búningarnir. I tilefni af þessu hefur VIKAN tekið saman grein í myndum og texta um búninga flugfreyjanna hjá Flugfélagi íslands allt frá fyrstu tið. í ÞESSARI VIKU I NÆSTU VIKU Nýja framhaldssagan, sem hefst í næsta blaði, nefnist „Ævintýri á Spáni". Hún fjallar um sumarleyfi tveggja ungra stúlkna á sólbökuðum ströndum Spánar. Sagan er skemmtileg og spennandi lesning, ekki sízt á þessum tima árs, þegar hugurinn snýst um sólskin og sumarleyfi framar öllu öðru. wmm „Það þarf að tryggja gistingu á einum bæ í öllum venjulegum sveitahreppum landsins fyrir þá, sem vilja ferðast ódýrt, hvort sem þeir eru á bíl, ríðandi eða gangandi." Þetta er ein af mörgum tillögum í athyglisverðri grein, sem Björn Stefánsson skrifar í næstu viku. Hann stingur einnig upp á, að skipulagðar verði gönguleiðir og reiðleiðir um sveitir landsins. FORSÍÐAN er af fulltrúa ungu kynslóðarinnar 1970, Guðbjörgu Haraldsdóttur. Sjá fleiri myndir og stutt viðtal á bls. 10—13. (Ljósm. Sigurgeir Sigurjónsson). I FULLRI ALVÖRU FEGURÐ 0G NYTSEMI Það mál, sem flestir hafa látið til sín taka á opinberum vettvangi að undanförnu, er virkjun Laxár í Þingeyjarsýslu. Hér er um að ræða eitt af þeim málum, sem snerta tilfinningar manna, svo að þeir geta ekki orða bundizt, þótt þeir séu annars afskiptalitlir um þjóðmál. Sá hópur manna, sem lætur sér annt um nátt- úru landsins, ekki aðeins í orði kveðnu heldur af heilum hug, hefur farið vaxandi að undan- förnu. Helzti ávinningur þessa er aukin von til þess, að náttúra íslands fái að haldast nokkurn veginn óspillt, svo sem framast er kostur. Það mátti ekki seinna vera, að augu manna opnuðust fyrir því, hversu verðmæt og sjaldgæf ósnortin náttúra er orðin á þessum síðustu og verstu tim- um. Margt hefur áunnizt á skömmum tima. Nú er Náttúruverndarráð starfandi og hefur vakandi auga með málefninu og Skaftafell í Oræfum hef- ur verið friðlýst sem þjóðgarður, svo að fáein dæmi séu nefnd. Og nú er deilt hatrammlega um virkjunaráform og verndun Mývatns og Laxár, og skiptast menn að vonum í tvær fylkingar. Verður þó ekki annað séð af því sem fram hefur komið í blöðum og nú síðast á fjölmennum fundi i Háskólabíói, en að áhugamenn um náttúruvernd séu í meirihluta. Fundur þessi var lofsvert framtak og í lok hans var samþykkt áskorun til rikisstjórnar og annarra ráðamanna orkumála þess efn- is, að fallið verði frá öllum þeim virkjunar- áformum i Laxá, er valda áhættu og tjóni á hinu viðkvæma náttúrulífi þessa dýrmæta svæð- is. Fundurinn taldi réttilega, að Laxár og Mý- vatnssvæðið sé í flokki þeirra dýrgripa þjóðar- innar, sem á engan hátt megi spilla eða tefla í tvisýnu. Vitaskuld þurfum við rafmagn, en að áliti margra fróðra manna voru í þessu tilfelli ýmsir fleiri og heppilegri möguleikar en Gljúfurvers- virkjun. Og nú verður fróðlegt að sjá, hvernig þessu máli vindur fram: hvort skellt verður skolla- eyrum við mótmælum manna um land allt og fegurðinni fórnað á altari nytseminnar, eða snú- ið við af braut skammsýninnar og fundin lausn, þar sem saman fer nýting og náttúruvernd. G.Gr. VIKAN Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Gylfi Gröndal. BlaÖamenn: Dagur Þorleifsson, Matthildur Edwald og Ómar Valdimarsson. Útlitsteikning: Hall- dóra Halldórsdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríöur Þor- valdsdóttir. — Ritstjórn, auglýsingar, afgreiösla og dreifing: Skipholti 33. Simar 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verö í lausasölu kr. 50,00. ÁskriftarverÖ er 475 kr. fyrir 13 tölublöö ársfjóröungslega, 900 kr. fyrir 26 tölublöð misserislega. — Áskriftargjaldið greiöist fyrirfram. Gjaldd. eru: Nóv., febrúar, mai og ágúst 20. tw. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.