Vikan


Vikan - 14.05.1970, Blaðsíða 11

Vikan - 14.05.1970, Blaðsíða 11
Fulltrúi ungu kynslóðar- innar, Guðbjörg 'Aðalheiður Haraldsdóttir, flutti heilmik- inn frumsaminn ljóðabálk á skemmtuninni sem var hald- in í sambandi við keppnina um fulltrúann. Fjallaði hann um skó, en yrði of langt til að birta hér, svo við slepp- um j)vi. En ])að sem mér datt í hug, fyrst ]>cgar ég heyrði Guðbjörgu fara með þetta kvæði sitt, var skólagangur. Jú, þegar maður kemur inn á skólagang, sér maður liggja um allt skó. „Skakka og beina, skítuga og hreina . . .“ svo ég vitni nú i Guð- hjörgu. Út úr þessum þönkum spurði ég Guðhjörgu um skólann þegar ég heimsótti liana tæpri viku eftir keppn- ina. — Islenzka fræðslukerfið er asnalegt. Hugsaðu þér bara: Hvaða vit er i því að láta okkur vera með sömu kennslubækurnar, eins og til dæmis er gert i stafsetningu, allt frá 12 ára bekk og upp i 4. bekk í gagnfræðaskóla. Það virðist meira gert af þvi að kenna manni reglur, þurr- ar og leiðinlegar, heldur en að maður sé undirbúinn und- ir lífsbaráttuna. í heild finnst mér kennslan öll heldur ópraktísk. Skólarnir eru of stórir, og litið sem ekkert persónulegt og náið samband er á milli kennara og nemenda. Væru skólarnir minni (sem að vísu hefði það í för með sér að þeir yrðu fleiri), í mesta lagi 15—16 manns í bekk, yrði samband kennarans við nem- endurna nánara og mun betri árangur næðist. Nú virðist ]>að eitt böfuðmarkmið skól- anna að framleiða í verk- smiðjustil eitthvað sem mætti líkja við niðursoðnar sardín- ur. Og min revnsla er sú að kennararnir hafa vfirleitt mestan áluiga á kaffitímun- um. Eg er að liugsa um að fara til Englands eða Danmerkur næsta vetur og reyna að átta mig á sjálfri mér. Svo kem ég heim og fer sennilega í landspróf og þaðan i Mynd- listar- og handíðaskólann. Eg hef hug á að fara i gullsmiði seinna meir. Sjálfsagt kæm- Viðtal við Fulltrúa ungu kynslóðarinnar 1970, Guðbjörgu Aðalheiði Haraldsdóttur, um nýja titilinn, íslenzka fræðslukerfið, kynslóðabilið svonefnda, eilífðina og sitthvað fleira. I* 'A Þátttakendur í keppninni á sviðinu í Austurbæjarbíói. Talið frá vinstri: Margrét Erna Hallgrímsson, Guðbjörg Aðal- heiður Haraldsdóttir, Elín Sig- urborg Gestsdóttir, Ásgerður Flosadóttir, Kristjana Ólafs- dóttir og Þóra Berg. { Guðbjörg með systursyni sín- um, Stefáni Steinari. Texti: ómar Valdimarsson Myndir: Sigurgeir Sigurjónsson 2o. tw. viKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.